Fjármálaleg axarsköft...

Lítið hefur farið fyrir fréttum af dómi sem féll 11. desember sl. gegn félagsmálaráðherra vegna brots á stjórnsýslulögum.

Þar var þáverandi félagsmálaráðherra, og núverandi forsætisráðherra, dæmdur fyrir að hafa vikið á ólögmætan máta formanni stjórnarnefndar um málefni fatlaðra og brotið 21. gr. stjórnsýslulaga um um rökstuðning fyrir stjórnvaldsákvörðun. Afleiðingin af því að hafa ekki einfaldlega farið að stjórnsýslulögum um hvernig eigi að segja fólki upp er að ríkið neyðist til að borga fyrrum formanni, Sigurjóni Erni Þórssyni, 500.000 kr. plús vexti ásamt 640.000 kr. í málskostnað.

Samtals 1.140.000 kr. plús vexti. 

Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið mikill talsmaður bætts siðferðis í stjórnmálum og meðal annars lagt fram þingsályktunartillgu um siðareglur í opinberri stjórnsýslu.  Í ræðu sem hún flutti við það tækifæri sagði hún m.a.:

"Ég held, herra forseti, að atburðir síðustu vikna og missira segi okkur ljóslega að það er brotalöm í stjórnsýslu okkar, þar er ekki allt sem vera skyldi. Ábyrgð virðist vera óljós í stjórnsýslunni og hana þarf að skilgreina miklu betur... stjórnendur sem treyst hefur verið og trúað fyrir stjórnunarstöðum innan stofnana á vegum ríkisins hafa brugðist trausti og trúnaði, og það er auðvitað ekkert annað en að bregðast almenningi vegna þess að það er almenningur sem hefur þurft að borga fyrir þau mistök og fjármálalegu axarsköft..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa þegar framsóknarmenn benda á hvað aðrir eru vondir og spilltir. Sýnir hvað þeir eru siðblindir á sjálfa sig.

Maggi V (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 19:46

2 identicon

...og maggi v, segðu okkur, hvernig nákvæmlega breytir það efnislega dómnum sem féll 11. desember s.l.?

Birgir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 20:01

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þessi frétt hefur farið mjög hljótt. Stundum eru fréttir af svona misbeitingu í fréttum í mörg ár.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.2.2009 kl. 20:09

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að enginn sé vammlaus Eygló, en fínt að þú haldir þessu til haga.

Gætirðu svo upplýst um gang viðræðna milli Alfreðs og Davíðs?

Er ný stjórn að verða til eftir kosningar?

Sko Íhalds og Framsóknar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.2.2009 kl. 20:16

5 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæl Eygló.

Þú mættir nú láta það fylgja þessum pistli, að umræddur einstaklingur var settur af fyrrum ráðherra framsóknarflokksins í embættið, stuttu fyrir ríkisstjórnarskipti og skipaður til fjögurra ára. Viðkomandi einstaklingur var fyrrum aðstoðarmaður ráðherra framsóknarflokksins og var sem slíkur eðliegur trúnarðarmaður eða fulltrúi ráðherra í formannsstóli þessa ráðs.

Það blasir hinsvegar við öllu sanngjörnu fólki að það er beinlinis fráleitt að slíkur einstaklingur sitji áfram sem fulltrúi ráðherra þegar stjórnarskipti hafa farið fram og nýr ráðherra kemur úr öðrum stjórnmálaflokki. Undir það sjónarmið tekur reyndar dómurinn.

Undir það sjónarmið taka líka flestir einstaklingar í svipaðri stöðu og hafa því í gegnum tíðina staðið upp úr sínum sætum og leyft nýjum ráðherrum að skipa fulltrúa sína orða laust. Einhverra hluta vegna kaus fulltrúi framsóknarflokksins að gera það ekki í þessu tilfelli, baðst undan fundarboði ráðherra þar sem ráðherra vildi ræða málið við hann vegna tímaskorts og hóf málsókn á hendur ríkinu til að fá fjárbætur fyrir að hafa misst starf sem fulltrúi ráðherra (samfylkingarinnar) !!

Þó þessi dómur marki vissulega tímamót í stjórnsýslunni og kalli á breytt vinnubrögð varðandi skipanir í ráð og nefndir hjá hinu opinbera, finnst mér hann engu að síður segja meira um þann sem sótti málið, en þann sem var dæmdur.

Bestu kveðjur,

Hrannar Björn Arnarsson, 15.2.2009 kl. 20:30

6 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Til Eyglóar!

Það er gott að þú vekur athygli á slíkum hlutum.  Eitthvað segir mér samt sem áður að Jóhanna Sigurðardóttir muni ekki ætla sjálfri sér það alla jafna að brjóta stjórnsýslulög - en ætli öðrum að fara eftir þeim! 

Hvað heldur þú um það?  

Bið þig vinsamlegast um að svara mér!

Gangi þér svo vel í þínu starfi, fannst margt af því sem þú sagðir í upphafi þingsetu vel hugnanlegt - en finnst ég nú merkja ,, að frúin sé komin í sandkassaleik",

Hef ekki séð skrif frá þér um stefnu flokks þíns um all-langan tíma - en það er kannski bara ekkert sem skiptir máli!

Hafðu þig nú yfir þau vinnubrögð sem þú hefur gagnrýnt hart - vertu manneskja að meiri við að falla ekki í sandkassaleikinn - þú getur svo vel birt slíkar upplýsingar eins og þennan dóm - án þess að stunda þann leiða leik.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 15.2.2009 kl. 21:11

7 identicon

Þetta er nú enginn glæpur hjá Jóhönnu, en dómur er dómur og Jóhanna situr uppi með hann, hvort sem henni líkar betur eða verr. Ég tel ekki að hún þurfi að segja af sér vegna hans.  Samt þarf ekki að bregðast ókvæða við, þótt vakin sé athygli á þessum dómi eins og Eygló gerir. Ég er nokkuð viss um að Samfylkingin hefði ekki þagað, ef sambærilegt hefði hent Valgerði eða Siv þegar þær voru ráðherrar. Ég furða mig raunar á skrifum aðstoðarmanns forsætisráðherra. Eru ekki allir jafnir fyrir lögunum, eða má brjóta á þeim sem hafa tengst Framsóknarflokknum.

HIH (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 21:39

8 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hrannar. Það eiga þá alltaf að verða pólitískar hreinsanir þegar verða ríkistjórnarskipti bæði í ráðaneytum og í ríkisstofnunum.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.2.2009 kl. 22:27

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Hrannar!

Ég skil að þú viljir verja hana Jóhönnu - enda ertu meðal annars á launum við það.

En hefði ekki verið betra að hún hefði farið að lögum við að skipta út fólki?

Reyndar beitti hún sumstaðar öðrum aðferðum - breytti ráðum í nefndir og breytti starfslýsingum til að breyta um fólk.  Svona eins og í Seðlabankanum núna.

Ekki ætla ég að setja út á það í sjálfu sér - en enn og aftur - hefði ekki verið eðlilegra að hún hefði haldið sig innan ramma laga og reglugerða?

Ekki "hreinsaði" Páll á Höllustöðum svona út þgar hann tók við af Jóhönnu á sínum tíma!

Hallur Magnússon, 15.2.2009 kl. 23:21

10 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll Hallur

Ég get lofað þér því að ekki datt nokkrum manni í hug annað, en það væri fullkomlega eðlilegt og innan ramma laganna að skipta út nýskipuðum f.v. aðstoðarmanni ráðherra framsóknarflokksins, sem þá var kominn í stjórnarandstöðu, fyrir einhvern sem talist gæti fulltrúi sitjandi ráðherra samfylkingarinnar.

Það er enda í góðu samræmi við hefðir og venjur í þessu, líka þegar viðkomandi f.v. aðstoðarmaður ráðherra var upphaflega skipaður í nefndina. Þá stóð fulltrúi fyrrverandi ráðherra upp fyrir honum - jafnvel þó þeir hefðu báðir tilheyrt framsóknarflokknum.

Ég þori líka að veðja við þig að Páll vinur minn frá Höllustöðum hefur skipt út nefndarmönnum með svipuðum hætti - enda ekkert nema eðlilegt við það.

Það sem er óvenjulegt í þessu máli er það að fulltrúi framsóknarflokksins í þessu máli, neitaði að standa upp úr stólnum og krafðist þóknunar út skipunartímabilið - tæp fjögur ár !

Þetta veit ég reyndar að þú veist fullkomlega og þekkir ótal dæmi um sjálfur úr ráðuneytum og borgarkerfi. Hvernig komst þú annars inn í velferðarráð í borginni ? Hvernig varst þú sjálfur virkjaður til starfa innan félagsmálaráðuneytis þegar Íbúðalánasjóður var undirbúinn ? Voru það politískar "hreinsanir" eða einhver ráðningartrix ?

Veit síðan ekki að hverju þú ert að ýja þegar þú talar um að breytt hafi verið ráðum í nefndir eða starfslýsingum breytt en skora á þig að segja bara hug þinn allan í því.

Að lokum þetta kæru vinir í framsókn - Hallur og Eygló.

Einhverntíma munu þið væntanlega komast í ráðherrastóla í stjórnarráðinu og það líklega fyrr en seinna. Þá verður fróðlegt að fylgjast með því hvort hreyft verður við ráðum, nefndum eða starfsfólki ráðuneyta ykkar.

Bestu kveðjur,

Hrannar

bk

Hrannar Björn Arnarsson, 15.2.2009 kl. 23:53

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nei Hallur, en Árni gerði það....manstu jafnréttisfulltrúamálið!  Ég hefði sent Sigurjón niður í lest á loðnuskipi.....til að vinna.

Tek undir með Hrannari og læt svo þá ósk mína í ljós að þið hættið þessum barnalega sandkassaleik.

Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 23:54

12 identicon

Mikið óskaplega er þetta ómerkilegt, þeim ætlar seint að fækka hnífunum hjá Framsókn, strax búnir að hafa nýjan formann undir og komnir á fullt með flokkseigendafélagið í samningum við Sjálfstæðisflokkinn.

Valsól (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:03

13 identicon

Það er sorglegt að þið í Framsókn séuð að gera hverja árásina á fætur annarri á hendur ríkisstjórnarflokkunum og hanna þannig atburðarrás svo þið getið farið í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum, ég veit ekki betur en að formaður ykkar hafi sagt það hvað eftir annað að hann teldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að fara í langt frí, en það eina sem þið leggið núna til málanna eru endalausar árásir á þingmenn Samylkingar og VG. Svo er Alfreð Þorsteinsson kominn í viðræður við Davíð Oddsson og sömu klækjastjórnmálin og Sigmundur Davíð hefur sagt að verði að hverfa, eru nú á fulli innan ykkar raða. Hallur Magnússon er einnig byrjaður á þessum vettvangi og talar illa um þessa stjórn sem Framsókn ber þó ábyrgð á að mestu leiti. Það er í raun grátlegur andskoti ef þið ætlið eina ferðina enn að fara í helmingaskiptin með spilltasta flokki landsins?

Valsól (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:13

14 identicon

Já það er margt skrýtið í þjóðfélaginu, t.d afhverju þessi ágæta kona er skráð sem námsmaður en vinnur sem þingmaður! eða telst það kannski til náms núna að sitja á alþingi?. Sá spyr sem ekki veit

steini (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:36

15 identicon

Þar fuku nokkrara fjaðrir Eyglóar fyrir lítið.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:58

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ansi langt seilst hjá þingmanninum verð ég að segja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.2.2009 kl. 01:24

17 identicon

Hvers vegna er það langt seilst að benda á dóm sem féll nýlega í héraðsdómi og vitna svo beint í orð forsætisráðherra? Er það bara vegna þess um hvern ræðir?

Er kannski bara málið að ekki er sama hvort er Jóhanna eða heilög Jóhanna?

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 07:10

18 identicon

Málefnaleg umræða um héraðsdóm Reykjavíkur

Það er sorglegt að sjá að nýr og efnilegur þingmaður sem ver ríkisstjórn S og VG falli skuli dirfast að gagnrýna vor forsætiráðherra sem eins og allir vita er engin venjuleg Jóhanna heldur heilög Jóhanna.  Valin til verka vammlaus umfram aðra óheilaga skeikula menn í sínum störfum.   Að dirfast að vekja opinbera athygli á því að héraðsdómur Reykjavíkur blammerar hið heilaga íslenskra upplýsta leiðarljós með ómerkilegum hætti með dómsorði er fásinna.   Skilur dómurinn ekki sjónarmið heilög Jóhönnu um að málefni fatlaðra verða ekki unninn af manni sem hefur ekki sömu réttlætissýn og hæstivirtur heilagur forsætisráðherra.   Það skilja allir.

Það er verulega ámælisvert að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu sem hér segir...

„Af framangreindri atburðarás verður ráðið að stefnandi fékk ekki tækifæri til að tjá sig áður en ráðherra tók þá ákvörðun að víkja honum úr stjórnarnefndinni og setja annan formann í hans stað. Afstaða hans til þess lá því ekki fyrir áður en ákvörðunin var tekin, og ekki verður talið útilokað að ákvörðun ráðherra hefði orðið önnur, hefði stefnandi fengið færi á að tala máli sínu, en eins og að ofan greinir snerti ákvörðun ráðherra fjárhagslega hagsmuni stefnanda. Það er í ljósi ofangreinds mat dómsins að frávikning stefnanda sem formanns stjórnarnefndar hafi verið ólögmæt. Einnig er fram komið í málinu að beiðni stefnanda um skýringar á ákvörðun ráðherra var ekki svarað og enginn eftirfarandi rökstuðningur veittur fyrir ákvörðuninni. Fer það í bága við 21. gr. stjórnsýslulaga um rökstuðning fyrir stjórnvaldsákvörðun.“

Hvers konar ósvífni er það að krefjast þess að hinn brottrekni starfsmaður fái tækifæri til að sjá sig.  Vita menn og börn ekki að þeir eiga ekki að tjá sig nema á þá sé yrt.  Hvers konar ósvífni er það að biðja um útskýringar á ákvörðun ráðherra þegar það er alkunna að brigzl verða ekki borin á réttlætis kompás ráðherra?   Fyrir hverjum svarar guð til saka? Engum!  Hvers konar ósvífni er að tala um eftirfarandi rökstuðning þegar það þarf engan rökstuðning yfir höfuð.   Það hljóta allir að skilja að hér var bráð nauðsyn pólitískra hreinsana og maðurinn sinnti alls ekki fundarboði ráðherra sem gaf honum fullnægjandi tíma til að mæta á kontórinn með 3-4 klukkutíma fyrirvara. Sveiattan.  Kunna menn ekki að skammast sín, bæði brottrekni starfsmaðurinn og héraðsdómur Reykjavíkur fyrir að fetta fingur út í heilög embættisverk ráðherrans.   Höldum okkur við málefnaleg umræðu.  Heilög Jóhanna hefur rétt fyrir sér og það vita allir enda hafa aðrir vammlausir menn eins og Ögmundur og Árni Þór ekki óskað eftir utandagskrárumræðu um málið en eins og allir vita eiga sitt annað lögheimili í pontu Alþingis í kommúnu með heilagri Jóhönnu þegar réttlætisvitundinni er gjörsamlega ofboðið.  Og á meðan ég man hvar er Steingrímur gjallarhorn sem hæst stynur.   

Skammast þín svo þingmaður fyrir að vekja athygli á þessu „smábroti“  þegar brýnni mál bíða.  

Réttur kompás (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 09:53

19 identicon

Fyndið. Ég er reyndar á því að þetta sé nú í raun afar ómerkilegt mál og fráleitt að tala um spillingu hinsvegar væri nú ágætt af fjölmiðlar og fólk almennt væri sjálfu sér samkvæmt. Hvað haldið þið að hefði verið sagt ef um framsóknarráðherra hefði verið að ræða?.Væri þá ekki líklegt að "fréttinni" væri slegið upp og í fólkið sem talar hér um sandkassaleik heyrðust upphrópanir umspilltan framsóknarflokk. Hefði maður ekki séð undir lappirnar á Lúðviki Bergsyni og co upp ræðustól Alþingis, hrópandi á uppsögn. Það er verulega fyndið að sjá hversu samfylkingarfólk er viðkvæmt fyrir gagnrýni. Samfylking sem rak um árabil þá ómerkulegustu stjórnarandstöðu sem sést hefur, öll mál voru gerð persónuleg og mál jafnvel mun ómerkilegri en þetta belgt upp í einhver stór spillingarmál. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar máttu ekki prumpa og þá voru hinir skinheilögu samfylkingarmenn komnir með öndina á hálsinn, hrópandi; spilling; spilling. Þá voru menn ekkert sérstaklega uppteknir af sanngirni og þá talaði fólk ekki um sandkassaleik

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 14:03

20 identicon

Já, Jóhanna segist hafa sparað mismuninn, hann hefði farið fram á 2 milljónir þ.e. fyrir þá fundarsetu í 4 ár sem hann hefði þá verið formaður nefndarinnar.

Þá er það spurningin; hvað eru dráttarvextirnir miklir og hvað kostaði sú vinna sem hefur farið fram í réttarkerfinu? Þá meina ég málskostnaður sækjanda sem lendir þá trúlega á ríkinu og vinna umboðsmanns Alþingis? Held að við nálgumst 2 milljónirnar hratt og því sparnaðurinn enginn, því miður.

Soffía (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband