Lýðræði of dýrt?

Samkvæmt Fréttablaðinu í morgun segir að stjórnarþingmenn styðji ekki frumvarp okkar Framsóknarmanna um stjórnlagaþing þar sem það verði of dýrt. Í frumvarpi okkar er lagt til að fulltrúar á stjórnlagaþinginu verði 63, líkt og fulltrúar á Alþingi Íslendinga. 

Hefur kostnaður við þingið verið áætlaður um 200 milljónir kr.  Því hlýtur maður að spyrja hvað má lýðræði kosta?

Á sínum tíma taldi forsætisráðherra okkar nægjanlegt að fulltrúar á stjórnlagaþingi yrðu 41, eða um 22 færri en okkar frumvarp gerir ráð fyrir. Gott og vel, - einfalt ætti að vera að fækka fulltrúum í meðferðum þingsins.

Ég tel einnig að til að draga sem mest úr kostnaði ætti að kjósa til stjórnlagaþings samhliða alþingiskosningunum nú í vor.  Síðan ættum við Íslendingar að geta kosið um nýja stjórnarskrá samhliða sveitastjórnarkosningunum að ári.

Því lýðræði hlýtur að mega kosta, enda erum við öll að upplifa hvað einræði forystumanna ríkisstjórnarflokka og óheft græðgisvæðing hefur kostað okkur.

Algjört efnahagslegt hrun Íslands!

PS. Einkennilegt að stjórnarliðar skulu hins vegar telja að breytt kosningalöggjöf um persónukjör, korteri fyrir kosningar, þar sem eyða þarf væntanlega tugum ef ekki hundruðum milljóna í kynningu gagnvart almenningi er alls ekki of dýrt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Arhus þar sem ég bý er íbúafjöldinn 302.618  árið 2009

Fyrir þennan fjölda nægir  að hafa 31 borgarfulltrúa sem stýra þessu batteríi.

http://da.wikipedia.org/wiki/%C3%85rhus_Kommune#Byens_styre 

Lýðræði má kosta en ekki eins og hefur verið gert á íslandi þar sem hvert stjórnunarstigið ofaná annað er byggð upp algerlega að nauðsynjalausu.

Lýðræði og stjórnun þjóðfélags á ekki að þurfa að vera svo ógurleg dýrt eins og á íslandi. 

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 08:58

2 identicon

Þó vissulega sé hægt að einfalda stjórnkerfið mikið á Íslandi er þessi samanburður nú ekki alveg sanngjarn. Hversu stór hluti af stjórnsýslu Arhus er í raun í Kaupmannahöfn? Þar fer öll löggjafarvinnan fram, stjórnsýsla ráðuneyta, eftirlitsstofnanir, miðlæg vinnsla skattsins, lögreglu, heilbrigðiskerfis o.þ.h. Það er ekki hægt að bera saman stjórnsýslu sveitarfélags annars vegar og þjóðríkis hinsvegar. Þá er heldur ekki hægt að taka kostnað við stjórnsýslu stærri ríkja miðað við höfðatölu og bera saman við Ísland, því stærri ríki njóta stærðarhagkvæmni. Það er dýrt að halda úti litlu sjálfstæðu ríki og við verðum bara að horfast í augu við það.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 09:31

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

semsagt. það verður að búa til fleiri störf á vegum hins opinbera í að snakka um allt og ekkert á meðan verið er að skera niður t.d. Löggæslu í landinu?

en segðu mér. hver eru rökinn fyrir stjórnlaga þingi? hvað er að núverandi stjórnarskrá. væri gaman að fá einhver rök, annað en að hún sé dönsk, eða gömul eða eitthvað annað álíka. aðskilnaður framkvæmdar og löggjafarvalds er hægt að koma í gegn með einfaldri lagabreytingu þannig að ekki duga þau rök. sama á við um að dómsmálaráðherra skipi dómara. einföld lagabreyting. 

hvað er að núverandi stjórnarskrá? málefnaleg svör óskat takk fyrir.

Fannar frá Rifi, 13.2.2009 kl. 10:19

4 identicon

Eru ekki forsendur fyrir ábyrgðinni á stjórninni brostnar Eygló? Er rétt sem fréttin segir að þetta mál hafi verið grunnforsenda fyrir stuðningi ykkar við hana?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:39

5 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég var í málefnahópnum sem fjallaði um stjórnlagaþingstillöguna á flokksþingi Framsóknar, þannig að mig langar að leggja orð í belg.

Fannar, þú segir að aðskilnaði framkvæmdar og löggjafarvalds sé hægt að koma í gegn með einfaldri lagabreytingu. Það hefur verið reynt að gera svona "einfaldar lagabreytingar" á stjórnarskránni árum saman, þær enda oftast í málþófi milli hagsmunagæsluaðila. Alþingi er undirlagt af flokkakerfinu og það hamlar mjög nauðsynlegum breytingum á stjórnarskrá. Það þarf breiða samstöðu um allar stjórnarskrárbreytingar og alltaf skulu einhverjir þurfa að verja völd sem þeir hafa í dag en myndu missa.

Þess vegna þurfum við stjórnlagaþing.

Hins vegar er í mínum huga aukaatriði hvort fjöldi stjórnlagaþingsmanna sé endilega 63. Fámennara þing gæti verið skilvirkara og auðveldara að kjósa til þess. En nauðsynlegt að ná lendingu um þetta fljótt og vel.

Ég er sammála því að það væri sparnaður í því að geta kosið til stjórnlagaþings samhliða alþingiskosningunum, en tveir meinbugir eru á því.

  1. Stjórnlagaþing þarf að hafa umboð frá stjórnarskrá, annars er það bara ráðgjafarþing og þarf að leggja niðurstöðuna fyrir Alþingi áður en boðað verður til þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnarskrárbreyting yrði ekki endanlega lögfest fyrr en eftir kosningarnar.
  2. Það þarf tíma til að fá gott fólk í framboð og það þarf tíma til að kynna sig. Frambjóðendur mega ekki vera pólitíkusar þannig að kosningamaskínur flokkanna duga ekki til þessa verkefnis. Að þessu leyti er raunhæfara að kosning til stjórnlagaþings verði í haust.
Geti einhver sýnt mér fram á að hægt sé að ná þessum markmiðum og kjósa samt til stjórnlagaþings í vor, þá eru eyru mín opin.

Einar Sigurbergur Arason, 13.2.2009 kl. 10:52

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

því að stjórnlaga þing mun verða æðislegt og allir sem þar munu sitja munu ekki vera með hagmuna gæslu eða málþóf?

þessi breyting þarf bara að samþykkja með einfaldum meirihluta á alþingi. bara lög ekki stjórnarskrá breyting. 

Fannar frá Rifi, 13.2.2009 kl. 11:10

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

málefnaleg rök óskast

Fannar frá Rifi, 13.2.2009 kl. 11:11

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

en hvaða breytingar þarf til? það hefur ekki komið fram ennþá. enginn er ennþá búinn að koma fram með breytingar sem ekki nást með einfaldri lagabreytingu.

Fannar frá Rifi, 13.2.2009 kl. 11:19

9 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Sæl Eygló

Þú segir m.a.:

"Því lýðræði hlýtur að mega kosta, enda erum við öll að upplifa hvað einræði forystumanna ríkisstjórnarflokka og óheft græðgisvæðing hefur kostað okkur."

Með fullri virðingu þá átti þinn flokkur mjög stóran þátt í því sem þú gagnrýnir þarna. Krafan um minnkað flokksræði er einmitt að stórum hluta til komin vegna ægivalds tveggja flokka sem leiddu Íslendinga nánast til slátrunar með þessari óheftu græðgisvæðingu. Við vitum öll hvað það hefur kostað. Vissulega væri ég til í að sjá þetta stjórnlagaþing verða að veruleika, en mun mikilvægara tel ég þó á þessu stigi að valdið komi beint frá fólkinu og ein besta leiðin til þess er að minnka flokksræðið, nokkuð sem mun klárlega gerast ef við fáum að kjósa um persónur.

Lýðræðið kostar, engin spurning um það, en það er ljóst að við verðum að finna bestu leiðirnar til að ná þjóðarsátt, enda er peningaskápurinn tómur. Ég tel persónukjör vera eitt besta skref í þá átt sem við getum tekið á þessu stigi.

Þórður Már Jónsson, 13.2.2009 kl. 13:27

10 Smámynd: smg

Held að Framsóknarflokkurinn hafi ekki endurnýjast meira frá því að vera mafíuflokkurinn sem hann hefur verið undanfarin ár.

Hvað með þetta útspil að vera setja út á að Seðlabankastjóri þurfi að vera hæfur s.s með hagfræði próf þegar 36 af 38 af seðlabankastjórum í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan við eru hagfræðingar?

En nei Framsóknarflokkurinn er enn í að vilja fá "sneið af kökunni" stjórnmálum, og er að reyna að þvínga ríkisstjórnana til þess að koma inn einhverjum mafíuplebba í seðlabankastjórastólinn.

Fólkið í landinu er orðið þreytt á svona stjórnmálaflokkum og örlög flokksins eru að minnka og minnka.

smg, 13.2.2009 kl. 19:38

11 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég er svo sem alltaf til í að ræða nýja kosningalöggjöf en mér finnst stjórnlagaþing argasta della. Fyrir það fyrsta þá er engin hefð fyrir því að stjórnlagaþing sitji hér á landi. Mér þætti líka fróðlegt að vita hvort svona stjórnlagaþing hefði nokkra heimild til þess að afnema gömlu stjórnarskránna. Hvernig er stjórnarskrá afnumin.

Þar fyrir utan er ég mjög íhaldssamur á breytingar á stjórnarskrá og mér finnst sérstakt stjórnlagaþing vera allt of auðveld leið til þess að breyta stjórnarskránni. Þetta er eitt það merkilegasta sem að við eigum það er stjórnarskráin, stjórnarskráin m.a. tryggir málfrelsi okkar, ver eigur okkar. Höfundar þessarar stjórnarskrár sáu svo um að það væri erfitt að breyta stjórnarskrá og það á að vera erfitt.

Þar fyrir utan hef ég ekki heyrt rökstuðninginn fyrir því að stjórnlagaþingið eigi að vera eitthvað betra eða verra en Alþingi. Alþingi er nefnilega ekkert betra eða verra heldur en fólkið sem við, kjósendurnir kjósum á Alþingi og það sama gildir um stjórnlagaþing. Ef að Alþingi er ekki nógu gott, þá er það engum nema okkur kjósendum að kenna.

Þessi stjórnlagaþingsdella er aumkunarverð tilraun flokks sem að hefur misst baklandið sitt til þess að hafa eitthvað fram að færa í landspólitíkina. Það vita allir fyrir hvað hinir flokkarnir standa, hvaðan þeirra sjónarmið koma. Framsóknarflokkurinn hefur fyrir löngu misst allt sitt.

Jóhann Pétur Pétursson, 13.2.2009 kl. 20:14

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það þarf að laga hugmyndir um stjórnlagaþing.Talan 63 virðist fundin með því að vísa til fjölda þingmanna.Enhvernig á að kjósa til stjórnlagaþingsins.Á að gera það með sama hætti og alþigismenn eru kosnir, það er sami fjöldi stjórnlagaþingmanna í hverju kjördæmi og fjöldi alþingismanna þar er og ksningaréttur fólks til stjórnlagaþingskosninga sá sami og til alþingiskosninga.Eða er þetta hugsað þannig að höfuðborgarsvæðið geti kosið þrjá fjórðu fulltrúa til stjórnlagaþingsins og gert þar með kosningarétt fólks á landsbyggðinni einskis virði.Ég trúi varla að þingmenn Suðurkjördæmis ætli að standa fyrir slíku.Líka vekur það furðu að forsætisráðherra er sjálfur búinn að skipa þriggja manna stjórnlagaþing sem á að koma með tillögur að breytingu á stjórnarskrá strax, þótt í öðru orðinu sé sagt að það eigi að vera verk kosins stjórnlagaþings.Verðið þið ekki að fara aðeins hægar

Sigurgeir Jónsson, 13.2.2009 kl. 20:19

13 identicon

Magnus Jonsson:
Þú gleymir ekki bara þeim parti sem situr í Kaupmannahöfn eins og Sigurður bendir á, heldur líka Midt-Jyllands Regionen og kostnaðinum og mannskapnum þar, 41 sem situr í svokölluðu Regionsråd.


Einar Sigurbergur:

Skv. stjórnarskránni þurfa tvö þing að samþykkja stjórnarskrárbreytingar þannig ef það krefst stjórnarskrárbreytinga til að hægt sé að halda stjórnlagaþing þá er ekki hægt að kjósa á slíkt þing samhliða þingkosningunum í vor.

Jóhann Pétur Pétursson:
Ef ég man tillögurnar um stjórnlagaþing rétt þá er ekki ætlunin að þetta stjórnlagaþing semji bara nýja stjórnarskrá og þar við sitji heldur á að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hana, eins og var gert þegar núverandi stjórnarskrá var samþykkt. Vissulega er ekki hefð fyrir stjórnlagaþingi á Íslandi enda er stjórnlagaþing mjög fátíður viðburður en tillögur um slíkt hafa verið uppi frá því fyrir stofnun lýðveldisins. Persónulega finnst mér þurfa að setja inn ákvæði í stjórnarskrána að einungis sé hægt að breyta henni eftir þjóðaratkvæðagreiðslu til að setja öryggisventil á Alþingi.

Fannar:
Rök fyrir stjórnlagaþingi eru afskaplega einföld - Alþingi hefur aldrei getað komist yfir flokkapólitískt þras til að fara í heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Stjórnarskráin er hugsuð sem æðstu lög lýðveldisins og því eðlilegt að fólkið hafi eitthvað um það að segja hvað er í þessum æðstu lögum. Í raun ætti Alþingi ekki að hafa heimild til að fikta í stjórnarskránni yfir höfuð þar sem hún er leiðbeinandi um hvað Alþingi og ríkisstjórn mega og mega ekki gera.
Það myndi ekki duga að setja lög um þrískiptingu valdsins því stjórnarskráin skilgreinir þessa skiptingu það opið að slík lög gætu auðveldlega talist ekki samræmast stjórnarskrá.
Vandamálið með venjulegar lagasetningar um veigamikil atriði í stað stjórnarskrárbreytinga er að Alþingi getur tiltölulega auðveldlega afturkallað slík lög - nýr meirihluti kemur inn og lögin sem voru sett í stað stjórnarskrárbreytinga eru einfaldlega fjarlægð.

Gulli (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 23:25

14 Smámynd: Fannar frá Rifi

Gulli. hverju þarf að breyta? ég er að biðja rök fyrir því hverju þarf að breyta í stjórnarskránni. það er enginn tilgangur fyrir einhverju kaffi og teboðs stjórnlaga þingi ef menn ætla að breyta einhverju bara til þess að breyta því það er pólitískt gott fyrir kosningar í dag að lofa slíku.

hvaða kaflar í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins þarf að breyta? ég vil fá slík rök. engin hefur komið með nein önnur rök en aðskilnað á löggjafar og framkvæmdarvalds. Gulli rök þín gegn venjulegri lagasettningu eru lítil sem enginn. eru lög í svo miklu mæli tekinn til baka? ef slík lög yrðu sett og almenningi líkaði vel við, væri pólitískt hægt fyrir stjórnmálaflokka að afnema slík lög? 

jæja komið með einhver rök fyrir því afhverju þið viljið eyða upp undir hálfan milljarð í stjórnlagaþing. þessi hugmynd að það kosti bara 200 milljónir er hlægileg. þið vitið betur. 

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 00:36

15 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Fannar

Það er auðvitað skelfileg tilhugsun fyrir sjálfstæðismenn að fá stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá þar sem að þið getið ekki stýrt ferlinu frá A-Ö.

Því sem þarf til að mynda að breyta eru ákvæði um auðlindir þeas. að þær séu í almanna eigu. Þessu ákvæði er búið að reyna að koma inn lengi en ekki tekist vegna andstöðu sjálfstæðisflokksins. Endurskoða þyrfti allan þann kafla sem fjallar um skiptingu ríkisvaldsins og hafa hlutverk, valdsvið og ábyrgð hvers arms á hreinu.

Fleiri dæmi eru til en þetta ætti að nægja fyrsta kastið.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 14.2.2009 kl. 01:03

16 Smámynd: Fannar frá Rifi

Guðmundur. Hverju þarf að breyta?

á bara að sitjast niður, spreða peningum og vona að eitthvað vitrænt komi út úr þessu stjórnlagaþingi?

það er þegar til staðar í stjórnarskránni grunnur að þrískiptingu. það þarf bara breytingar á lögum og virðingu fyrir stjórnarskránni. það er allt til staðar. 

stjórnarskrá á ekki að vera detail lýsing á stjórnarháttum. bara grunnreglur samfélagsins. 

hverju þarf að breyta sem ekki næst með því að virða stjórnarskránna og laga lög sem sett hafa verið? það er ekki neitt. 

1. lagabreyting um að ráðherra gegni ekki jafnframt þingmennsku.

2. dómarar séu ekki skipaðir af löggjafar eða framkvæmdarvaldinu.

3. að ráðherra ábyrgð sé virkjuð en það er til staðar lög og reglum um ráðherra ábyrgð en hún hefur aldrei verið notuð. 

þannig að enn hafa engin haldbær rök komið og engin hefur bent á að það sem þarf að breyta í stjórnarskránni. þarf kannski að breyta í stjórnarskránni kaflanum um málfrelsi? eða hvað er það? hverju þarf að breyta í stjórnarskránni annað en þessi þrískipting ríkisvalds eins og þið viljið halda fram. er það eitthvað annað? eitthvað? 

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 01:24

17 Smámynd: Fannar frá Rifi

og hvað þýðir það lagalega og að eitthvað sé þjóðareign? þjóð er ekki til í lögum sem einstaklingur eða aðili og getur því ekki átt neitt. næsta sem kemst þjóð er íslenska ríkið. þjóðereign gæti því komist næst því í verki að vera ein íslensk ríkisútgerð þar sem stjórnmálamenn skipa stjórnendur fyrirtækisins. svona svipa og með landsvirkjun. mikil og góð reynsla af því ekki satt? 

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 02:33

18 identicon

Ef að frumvarpið kemur frá Framsóknarflokkinum þá á að jarða það strax. Eina sem hann á að gera er að styðja nýja stjórn og steinþegja, það er alveg þeim líkt að halda að þeir ráði öllu. Þessi flokkur hefur frá upphafi verið mafíuflokkur og það hefur ekkert breyst. Hvert fóru allir gömlu sambandspeningarnir sem Finnur fann, og var ekki sambandið gjaldþrota. Nei nei og aftur nei hafiði við á gera eins og ykkur er sagt og þá kannski skánar ástandið, það skánar ekki með ykkar afskiptasemi.

Kveðja úr eyjum.

Maggi V (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 09:04

19 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er bersýnilegt að með því að rumba í gegn frumarpi um stjórnarskrábreytingu og að kosið skuli til stjórnlagaþings án þess að skilgreina hvernig það skuli gert á að svipta landsbyggðina sjálfræði um að stjórna þeim málum sem að henni snýr.Stöðugur áróður þjóðnýtingarsinna um að allur ákvarðanaréttur um nýtingu náttúruauðlinda skuli færður til þéttbýlisins við Faxaflóa með því að þjóðnýta náttúruauðlindir til ríkisins er starsti hvatinn að þeim æðibunugangi sem er bæði á Samfylkingu og VG við að láta allt sitja á hakanum meðan verið ar að flumbra í gagn þingsályktunartillögum um breytingar á stórnarskrá og kosningum til stjórnlagaþings.Ef kosning til stjórnlagaþings á að ganga út á það að gerðar verði breytingar á stjórnarskrá á þann veg að svifta landsbyggðina sjálfræði þá finnst mér að þingmenn Framsóknarflokksins verði að fara að velta því fyrir sér til hvers þeir voru kosnir á þing.Og sérstaklega mætti þingmaður úr Vestmannaeyjum og þingmenn þaðan úr öðrum flokkum sömuleiðis.Ég spái byggð í eyjum ekki mörgum lífárum ef Vestmannaeyingar verði sviptir sjálfræði eins og mér sýnist allt stefna í.Kv. af Suðurnesjum

Sigurgeir Jónsson, 14.2.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband