Mótmælt!

Borgarstjórnarfundurinn gengur með miklum ágætum eða þannig.  Hvar er klappliðið frá Valhöll núna? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Í skolanum eða að vinna vinnuna sína. 

Þetta lið sem er á vegum Dags og REI listaflokkana er hinnsvegar ekkert önnum kafið, það hefur tíman fyrir sér og mætir því til skrílsláta á opinberum fundastöðum Borgarstjórnar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 24.1.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Það sátu fjölmargir sjálfstæðismenn í áhorfendapöllum, þeir sáu sér fært að fara að reglum sem gilda á fundum borgarstjórnar, ólíkt öðrum.

Egill Óskarsson, 24.1.2008 kl. 15:56

3 identicon

Það er með ólíkindum að verða vitni að öðrum eins skrílslátum á opinberum stað eins og þarna átti sér stað, þarna fór fólk sem ekki ber virðingu fyrir lýðræðinu, það hefur horft á of margar bíómyndir frá suður Amríku. Skammist ykkar.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:16

4 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: TómasHa

Gísli er duglegur að dreifa þessu, bendi á þetta á móti:

http://eyjan.is/hux/2008/01/24/vottor%c3%b0/ 

Þær reglur sem þarna gilda eru alveg skýrar, það væri mönnum sem eru að mótmæla  holt að kynna sér þær reglur. 

TómasHa, 24.1.2008 kl. 17:29

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Veistu hvað.  Mér finnst að þessi börn megi skammast sín fyrir framkomuna.

Mikið af þessu liði veit ekki einu sinni af hverju það var mætt þarna.

Þessi stjórnarbreyting er ekkert öðruvísi en þegar siðasta stjórn komst að.  Sjálfstæðismenn kunnu allavegana að tapa.  Ekki þið.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.1.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Hah, eins og SUS-arar myndu nokkurntímann nenna að mótmæla einhverju, nema þá við skattstofuna til að vernda aumingja ríka fólkið og skattframtölin þeirra

Það er hreint út sagt fáránlegt að bera saman þessi stjórnarskipti og þau í október. Tjarnarkvartettinn hafði alltaf meirihlutafylgi meðan borgarbúa en sjálfstæðismenn þessa daganna átta sig ekki á því að borgarstjóri með 5,5% stuðning er gjörsamlega óhæfur. Þetta er gott dæmi um valdagræðgi sjálfsóknar en þegar loksins einhver spyrnir við þeim þá vita þeir ekki hvernig á þeim stendur veðrið og byrja að snúa útúr og skíta yfir þá sem að mótmæltu þarna (sbr. komment Bjarna).

Ísleifur Egill Hjaltason, 25.1.2008 kl. 09:54

8 identicon

Ég trúi varla því sem ég les hér! "Sjálfstæðismenn þurfa ekki að standa fyrir múgæsingnum", "mér finnst þessi börn meigi skammast sín...", "Þetta lið sem er á vegum Dags ... hefur tíman fyrir sér og mætir því til skrílsláta..." Hvurn andskotan haldið þið sjálfstæðismenn að þið séuð? Þetta er ástæðan fyrir því að hálf reykjavíkurborg er brjáluð út af þessum stjórnarskiptum, það er alltaf þessi hroki, frekja, yfirgangur og valdagræðgi sem einkennir ykkar fasísku stefnu. Ég skal seigja ykkur það að engin lög sem sjálfstæðismenn eða aðrir setja munu stöðva þá reiði sem blunda í þjóðfélaginu, þannig virkar þetta ekki. Það hefur aldrei neinn hlustað á friðsamleg mótmæli eða mótmælagöngur; það eina sem virkar á ykkur íhaldið er hnefar og grjót, þá skiljið þið hversu djúpt þið eruð sokknir í blindgötu siðleysinnar!

Hrafnkell Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 19:26

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ráðhús höfuðborgar Íslands varð stjórnlaust um leið og núverandi borgarsjóri tilkynnti að fyrrverandi borgarsjórnarmeirihluti væri fallinn.Spurningin er tekst honum að stjórna.Svona atburðir eiga ekki að eiga sér stað.Við skulum vona að ekki þurfi að læsa Ráðhúsinu fyrir áhorfendum. Eða Alþingishúsinu.

Sigurgeir Jónsson, 25.1.2008 kl. 21:52

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

krakkarnir sem voru með þessi skrílslækti á pöllunum unnu sínum málstað ekki fylgis með framkomu sinni.

Óðinn Þórisson, 27.1.2008 kl. 20:25

11 identicon

Ég vil minna það fólk sem lítur á mótmælendur sem skríl og börn að í frakklandi brennir fólk bíla ef það er ósátt við hlutina. Í pólitík eiga pólitíkusarnir að laga sig að áherslum og vilja almennings, almenningur á ekki að laga sig að vilja stjórnmálamanna.

Hrafnkell Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband