Hillary vann Nevada!

Hillary Clinton var að vinna forkosningarnar í Nevada, þrátt fyrir stuðning stærsta verkalýðsfélagsins í fylkinu og John Kerry við Obama.  Bravó!

En hrakspárnar halda áfram, ýmsir fjölmiðlar vestanhafs virðast hreinlega ekki ráða við sig.  Þeir skilja ekki neitt í neinu og segja endalaust frá einhverju slæmu í sambandi við hana, og hamast við að hrósa Obama.  Nú síðast að niðurstaðan í Nevada sé raunar slæm frétt fyrir Hillary, þar sem Obama fékk þar 80-90% af fylgi svartra kjósenda.  Ekki orð um að hún fékk meirihluta atkvæða kvenna, nánast allra tekjuhópa og meirihluta fólks af latínskum uppruna. 

Eða að hún er núna búin að vinna þrjár forkosningar í röð, þvert á allar hrakspár.

En bandarískir kjósendur eru greinilega að gera upp sinn hug sjálfir, loksins, loksins! Kannski fer maður nú raunverulega að trúa því að kona muni gegna valdamesta embætti heims...   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Núna ætla ég að leyfa mér að vera aðeins ósammála þér Eygló. Ég er búinn að glugga bísna mikið í þetta seinustu daga og vikur, skoðað ýmsa fjölmiðla og spjallað við áhugafólk í BNA um kosningarnar. Ég sé ekki að Obama sleppi við slæma fjölmiðlun og fái bara hrós, síður en svo. Þeir fjölmiðlar sem ég skoða hafa til dæmis greint Nevada kosningarnar að Obama sé með yfirgnæfandi stuðning svartra kjósenda og það sé áhyggjuefni Clinton. Þeir segja líka frá því að stuðningur Clinton meðal kvenna sé tæplega 60% en rétt rúmlega 20% hjá Obama og það sé áhyggjuefni fyrir hann. Einnig er greint frá fylgi þeirra í mismunandi aldurshópum og sýnt á hvaða vígstöðvum hvor frambjóðandi er sterkari. Það eina sem vantar reyndar sýnist mér vera (jákvætt fyrir Obama) að svartar konur eru frekar að færa sig í að kjósa Obama. Fjöldi "latino" kjósenda er síðan talinn einn af hornsteinum þess að Clinton vinnur í dag.

Þá gat ég ekki séð hrakspár fyrir Clinton í könnunum eða greiningu í aðdraganda valsins í dag, menn voru varfærnir já en ekki með hrakspár. Kannski hægt að nota þetta orðalag fyrir NH kosningarnar en ekki í dag. Michigan forvalið telst nú ekki með sem sigur fyrir Clinton, nafn Obama var ekki á kjörseðlinum og ekki mátti skrifa það inn því þá yrði hann ógildur og síðan að Michigan fær ekki að senda kjörmenn á flokksþingið í sumar (frekar en Flórida þar sem Clinton er með yfirgnæfandi stuðning).

Bestu kveðjur, RB

Ragnar Bjarnason, 20.1.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Barack Obama may have won the most delegates in Saturday's Nevada Caucus, even though Hillary Clinton bested his statewide turnout by about six points.

A source with knowledge of the Nevada Democratic Party's projections told The Nation that under the arcane weighting system, Obama would win 13 national convention delegates and Clinton would win 12 delegates. The state party has not released an official count yet.

Kannski fullsnemmt að fagna sigri Hillary.... einhverjar skrítnar reglur þarna gera það að verkum að Obama fær líklega fleiri kjörmenn þrátt fyrir heldur minna fylgi.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.1.2008 kl. 01:22

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það væru nú svo sannarlega merki um breytt Bandaríki og í raun breytta heimsmynd að kona væri forseti Bandaríkjanna og svertingi hugsanlega varaforseti ef það verður möguleiki.  Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir aðeins nokkrum árum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 20.1.2008 kl. 10:29

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Við skulum vona samkeppninngar vegna að obama vinni útnefninguna demókrata en ekki eiginkona fyrrverandi forseta. Leiðilegt að horfa á handboltaleik þar sem hinu líðinu er rúllað upp.

Óðinn Þórisson, 20.1.2008 kl. 11:16

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Meðan kvennabylgjan í forystu þjóðríkja heimsins flæðir yfir,Hillary

Sigurgeir Jónsson, 20.1.2008 kl. 15:49

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

verður forseti Bandaríkjanna, annar hver forseti Suður-Ameríku er kona,konum sem kjörnum þjóðhöfðingjum fjölgar í Evrópu,skulum við ekki gleyma þeirri konu sem stendur upp úr í Framsóknarflokknum,og væri fullfær um að stjórna bæði flokki og þjóð og er alltaf vel klædd. Sif Friðleifsdóttur,fyrrverandi þingmanni suðurnesjamanna.

Sigurgeir Jónsson, 20.1.2008 kl. 15:57

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta verða spennandi vikur framundan og þótt mér finnist allir demókratarnir góðir kostir þá er ég auðvitað rosalega spennt að fá Hillary sem forseta Bandaríkjanna, vona að það muni takast.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.1.2008 kl. 19:08

8 identicon

Tek undir með nöfnu minni hér að ofan og vona að Hillary verði næsti forseti BNA.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 19:45

9 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Ég tek undir með þeim nöfnum með að Hillary verði næsti forseti hjá þeim í Ameríkuhreppi

Helga Auðunsdóttir, 23.1.2008 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband