Jólameyjar, Litli Pungur og Bjálfansbarnið

Umræða um jafnrétti hefur verið áberandi á undanförnu, og meira að segja Egill Helgason varð að játa sig sigraðan fyrir jafnréttissjónarmiðunum eftir eitilharða árás VG femínista fyrir nokkru. Því fannst mér engin ástæða til að láta okkar margumtöluðu jólasveina í friði.

Það vill nefnilega gleymast að jólasveinarnir okkar eru ekki 9 eða 13, heldur væntanlega einhvers staðar á bilinu 50-70. Og meira segja í hópi þessara hrekkjalóma má finna vígalega kvenskörunga.

Samkvæmt bókinni Saga daganna voru kvenkynsjólasveinar kallaðir jólameyjar og þær tvær sem nokkuð örugglega má telja að hafi verið kvenkyns, komu af Vestfjörðunum. Var önnur kölluð Flotsokka og kom til byggða rétt fyrir jól. Ef einhver var þá ekki búinn að prjóna sokkinn sinn, stal hún sokknum og fyllti hann af floti sem hún hljópst á brott með. Hin var úr Önundarfirði og hét Flotnös. Hún þurfti enga sokka heldur troð heilum mörtöflum upp í mjög svo víðar nasir sínar.

Svo eru einnig nokkur nöfn jólasveina sem vekja upp ákveðnar efasemdir um kyn þeirra. Úr Steingrímsfjarðarromsunni er m.a. fjallað um Reddu, Sleddu og Klettaskoru og eiga þessi nöfn sérlega vel heima með jafnskemmtilegum nöfnum karlkynsjólasveina eins og Litli Pungur, Lungnaslettir, Lækjaræsir og Bjálfansbarnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

glæsilegt Eygló, ég hef verið að reyna að benda fólki á þetta með jólameyjarnar í þjóðtrúnni en nennti að vísu ekki að leita mér að þessum upplýsingum.

halkatla, 19.12.2007 kl. 09:03

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki má svo gleyma Grýlu. Hún er víst í Femínistafélaginu

Þorsteinn Siglaugsson, 19.12.2007 kl. 11:22

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gleðileg jól.

Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband