Ekki lengur óskabörn?

Síðustu ár hefur varla liðið sá fréttatími að ekki sé talað um kaup bankanna á einhverju fyrirtæki erlendis eða hversu mikið þeir eru að græða.  Við urðum t.d. stórmóðguð fyrir hönd bankanna  þegar einhverjir menn í Danske Bank dirfðust að gera athugasemdir við viðskiptahætti þeirra, og öll erum við búin að gleyma flísteppunum sem nokkrir viðskiptavinir Kaupþings skiluðu vegna neikvæðrar ávöxtunar lífeyrissjóða bankans.   

Nú virðist tíðin vera önnur. 

Í gærkvöldi var RÚV með frétt af vaxtaauka SPRON.  Þar var bent á að hversu "mikið" viðskiptavinir bankans myndu græða ef þeir væru að spara hjá SPRON.  Var nefnt m.a. sem dæmi að hámarksávöxtun af 100.000 kr. gæfi tæpar 300 krónur í vasa viðskiptavinarins.  Til samanburðar var nefnt að kostnaðurinn við færslu af debetkortum væri 13 krónur og ef maður vildi tala við einhver til að millifæra pening, þá kostaði það 100 krónur.

Ég held að ég muni bara ekki eftir svona frétt áður um einhver af þessum frábæru tilboðum bankanna. Erum við ekki lengur sátt við að borga hæstu vexti í heimi og að bankarnir okkar græði svona ofsalega mikið m.a. á vaxtamuninum og öllum þjónustugjöldunum?? Eru þeir ekki lengur sérleg óskabörn þjóðarinnar?

Ef við höldum áfram á þessari braut þá hlýtur einhver framsækinn fréttamaður að fylgja eftir fréttinni af sölu Straums Burðarrás í sjálfum sér á lægsta mögulega gengi, og athuga hver það var sem raunverulega átti geymslusjóðinn í Landsbankanum í Lúxemburg.

Þið munið, þessu sem forstjóri bankans vildi ekki svara neinu um... 

   


mbl.is 300 króna vaxtaauki af 100 þúsund krónum hjá SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Ég sem hélt að ég einn væri með fílsminni varðandi bankana og að það væri eingögu út af því að ég á engin hlutabréf. Þú veist, þau eru súr sindromið..Hér eru allir undrandi yfir að ég kaupi bara ekki fyrirtækið sem ég vinn hjá og nokkur önnur svo ég hafi mannsæmandi laun...Hvernig rænir maður fólk og fólk er ánægt með það. Þetta verð ég að læra!

Gulli litli, 12.11.2007 kl. 11:47

2 identicon

ÞÖRF ábending.  Ekki stinga henni í skúffu. Hafðu hana tiltæka.  Mér finnst þetta brjálæðislegt atfreli ákveðinna hópa í Þjóðfélaginu og svo er meinið KASÚLDIÐ .ÞAÐ ÞORIR ENGINN AÐKOMA NÁLÆGT ÞESSU.HVAÐ ÞÁ AÐ HREINSA ÓSÓMANN. TAKK fyrir upplýsingarnar.Þetta með GEYMSLUSJÓÐINN??????????????.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband