Áskorun til Eyjamanna, líka!

Á forsíðu Moggans í morgunn er frétt um undirskriftasöfnun til sveitastjórnarmanna á Suðurnesjunum um að tryggja að Hitaveita Suðurnesja verði áfram í eigu sveitarfélaganna.  HS er í dag í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur (í gegnum REI).

Ég tel það skipta miklu fyrir Vestmannaeyjar að HS komist ekki í meirihlutaeigu einkafyrirtækja, þar sem gróðahugsunin skiptir mestu en ekki hagur okkar neytenda.  Þegar eru fordæmi um hversu slæmt þetta getur verið fyrir neytendur og má þar nefna orkuskortinn í Kaliforníu, rafmagnsleysið á austurströnd Bandaríkjanna 2003 og úttekt á raforkumarkaðnum í Svíþjóð.  

Því vil ég hvetja Eyjamenn og aðra þá sem hafa hagsmuna að gæta varðandi þjónustu Hitaveitunnar til að fara inn á askorun2007.is og skrá nafn sitt þar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gott mál Eygló.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.11.2007 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband