Siglingar í Bakkafjöruna í forval

Ég er í tilraunaáskrift á Morgunblaðinu núna og sunnudagsblaðið var að berast með miklum bíladrunum.  (Blaðberinn minn ber nefnilega blaðið út á bíl, en ekki tveimur jafnfljótum enda Eyjar stórt svæði að fara yfir Cool).  Eftir að hafa farið í hundavaði yfir pistil um gróðurhúsalofttegundir (og hugsað aftur hlýtt til blaðberans míns) og langlokuviðtals við fyrrum borgarstjóra rakst ég á stórfrétt. 

Eiginlega STÓRFRÉTT!

Ríkisskaup er að auglýsa forval um ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru. Úr forvalinu verða valdir þeir sem fá að taka þátt í lokuðu útboði um rekstur ferjunnar, farþegaaðstöðu á báðum stöðum og jafnvel rekstur hafnarinnar á Bakka. Ferjan á að vera í eigu bjóðanda og rúma að lágmarki 250 farþega og 45 bíla.

Skilafrestur er 5. nóvember 2007 kl. 15.00.

Allt í einu varð þetta svo miklu raunverulegra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta eru gleðitíðindi.Þar fyrir utan berast nú þær fréttir af ýsuafla á grunnslóð að hann sé hvergi betri en í kringum Vestmannaeyjar.Vestmannaeyjar verða höfuðstaður suðurlands þegar ferjan verður komin.

Sigurgeir Jónsson, 14.10.2007 kl. 15:09

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Já bjóða út siglingar í Bakkahöfn,eru menn ekki í lagi.Auðvitað kemur engin bakkahöfn ef þeir sem best þekkja í fjörunni ráða.það er mikið talað um ábyrgð þessa dagana,hverjir verða dreignir til ábyrgðar þegar allt verður komið á kaf í þessari svonefndu Bakkahöfn

þorvaldur Hermannsson, 14.10.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Og 15 ára samningur þykir mér heldur langur... fyrir utan það að ríkið ætli ekki að eiga ferjuna!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 15.10.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband