11.9.2007 | 09:32
Ekki nógu tilkippilegar?
Fyrir nokkrum árum tóku Flugleiðahótelin sig til og sögðu töluverðum fjölda starfsmanna upp. Áherslan í uppsögnunum virtist vera á eldri konur, konur sem voru með háan starfsaldur og mikla reynslu. Ástæðan var sögð vera að þær hentuðu ekki þeirri ímynd sem fyrirtækið væri að byggja upp.
Nú berast fréttir af uppsögnum flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair, áður Flugleiðir og nú eru það að einhverju leyti konur sem eru annað hvort ófrískar eða í fæðingarorlofi sem verða fyrir barðinu á uppsögnum.
Þetta eru mjög alvarlegar mál ef rétt er. Í morgunútvarpinu sagði viðmælandi að uppsagnir kvenna sem væru ófrískar eða í fæðingarorlofi hefðu farið fyrir félagsdóm og þar hefði niðurstaðan verið að uppsagnir þeirra væru í lagi ef um fjöldauppsagnir væri að ræða. Þetta getur því vel verið löglegt en er algjörlega siðlaust. Fyrirtæki sem gengur ágætlega að flestu leyti getur ekki leyft sér að haga sér svona. Ef um væri að ræða væntanlega rekstrarstöðvun eða gjaldþrot þá væri þetta skiljanlegt, en á stjórnendum Icelandair hefur einna helst verið að heyra að þetta séu mjög eðlileg vinnubrögð. Bara hluti af rekstrarumhverfi félagsins.
Passa þessir starfsmenn kannski ekki ímynd fyrirtækisins. Ímyndinni um flugfreyjunnar sem eru ungar, ljóshærðar og tilkippilegar, líkt og fyrirtækið sjálft auglýsti?
Eða hvað?
PS: 11.02 Í pistli mínum talaði ég um að nú væri verið að segja upp fólki með háan starfsaldur hjá Icelandair. Mér hafa borist ábendingar í framhaldi af þessum pistli að algjörlega hafi verið farið eftir starfsaldri í núverandi uppsögnum hjá Icelandair. Því biðst ég afsökunar á rangfærslum mínum og hef leiðrétt pistilinn í samræmi við það.
![]() |
Mikill hiti í flugþjónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
Athugasemdir
Í sambandi við uppsagnirnar á Flugleiðahótelunum,það var ekki eingöngu að eldri konum hefði verið sagt upp,það kom ýmislegt annað inn í málið , eins og t.d. skipulagsbreytingar,en ég tek fram að mjög góðu starfsfólki var sagt upp.Ég hef starfað í nær 20 ár í gestamóttöku hjá Flugleiðahótelum og ekki er ég ljóshærð né ung og hef staðið af mér allar uppsagnir hingað til.En þetta mál var ekki síður erfitt fyrir okkur hinar sem eftir voru og vorum með lengsta starfsaldurinn af öllum þeim sem sagt var upp,því þetta voru okkar vinnufélagar.En að "PARKERA" starfsfólki sem ekki kallast ungt lengur er fyrir neðan allar hellur og ætti alls ekki að viðgangast.
María Anna P Kristjánsdóttir, 11.9.2007 kl. 10:09
Skítseiði er orð sem hægt er að nota um þá sem ákváðu þetta.
Logi Júlíusson, 11.9.2007 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.