25.8.2007 | 15:01
Af beinskiptum Trabant og sjálfskiptum Mercedes Benz
Ung þýsk stúlka kom fyrir stuttu til landsins til að gæta barnanna minna. Eftir að hún kom fór hún í banka til að skipta evrum í íslenskar krónur. Gengið var þá 86,92. Tíu dögum seinna þurfti hún aftur í bankann til að skipta og var gengið þá 92,86. Á föstudaginn tók hún enn á ný út evrur og skipti yfir í íslenskar krónur og hafði gengið þá sigið niður í 88,17.
Má segja að það hafi verið nokkur spurnarsvipur á henni þegar hún kom í þriðja sinn út úr bankanum. Hvernig væri þetta eiginlega með íslensku krónuna? Ég yppti öxlum, enda orðin ansi vön þessum sveiflum eins og flestir Íslendingar, og sagði henni söguna af því þegar ég reyndi að skipta íslenskum og sænskum krónum hjá franska Póstinum. Sænsku krónurnar runnu smurt í gegn en þegar ég rétti fram íslensku 5000 króna seðlana, fékk ég bara: Nei, því miður. Við erum ekki með neitt gengi skráð á þessa mynt. Íslenska krónan var sem sagt ekki til hjá franska Póstinum, sem er með útibú út um allt Frakkland og ætlar sér stóra hluti í bankaviðskiptum þarlendis.
Benzinn betri
Ég fór að hugsa um þetta eftir að ég hafði horft á viðtal við Benn Steil, hagfræðing hjá Council on Foreign Relations í Kastljósinu síðasta fimmtudag. Þar talaði hann um hugtakið þjóðleg gjaldeyrisstefna og hvað áhersla okkar á að hafa svokallaðan sjálfstæðan gjaldmiðil kostar okkur. Líkti hann þessu við muninn á að aka um á beinskiptum Trabant eða sjálfskiptum Mercedes Benz. Við réðum alveg yfir gírkassanum í Trabantinum en það væri bara svo miklu betra og þægilegra að keyra um í Benzinum. T.d. benti hann á að hugtakið viðskiptahalli myndi hreinlega hverfa ef við tækjum upp evruna. Við myndum einnig losa okkur við spákaupmenn sem hafa verið að nýta sér veikleika krónunar með því að fjárfesta í henni til skamms tíma til að græða á okurvöxtunum hérlendis.
Benn Steil sagði í viðtalinu að hann teldi að æ fleiri þjóðir myndu einhliða taka upp evruna á næstu árum, án þess að ganga í Evrópusambandið og undirgangast skilyrði Maastricht samkomulagsins. Þarna er kominn einn sérfræðingur sem virðist taka undir orð Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrum viðskipta- og utanríkisráðherra, um að það sé gjörlegt að taka upp evruna einhliða.
Laus undan reglustikunni
Allavega yrðu kunningjar mínir í útflutningsgreinunum víðs vegar um landið mjög fegnir að geta hætt þessari gengisvitleysu og gert áætlanir mánuði eða jafnvel ár fram í tímann. Síðan gætum við almenningur í landinu kannski séð okkar villtustu drauma verða að raunveruleika um svipaða vexti og tíðkast í Evrópusambandinu.
Svo ég tali ekki um að vera laus undan reglustiku Davíðs Oddssonar...
Má segja að það hafi verið nokkur spurnarsvipur á henni þegar hún kom í þriðja sinn út úr bankanum. Hvernig væri þetta eiginlega með íslensku krónuna? Ég yppti öxlum, enda orðin ansi vön þessum sveiflum eins og flestir Íslendingar, og sagði henni söguna af því þegar ég reyndi að skipta íslenskum og sænskum krónum hjá franska Póstinum. Sænsku krónurnar runnu smurt í gegn en þegar ég rétti fram íslensku 5000 króna seðlana, fékk ég bara: Nei, því miður. Við erum ekki með neitt gengi skráð á þessa mynt. Íslenska krónan var sem sagt ekki til hjá franska Póstinum, sem er með útibú út um allt Frakkland og ætlar sér stóra hluti í bankaviðskiptum þarlendis.
Benzinn betri
Ég fór að hugsa um þetta eftir að ég hafði horft á viðtal við Benn Steil, hagfræðing hjá Council on Foreign Relations í Kastljósinu síðasta fimmtudag. Þar talaði hann um hugtakið þjóðleg gjaldeyrisstefna og hvað áhersla okkar á að hafa svokallaðan sjálfstæðan gjaldmiðil kostar okkur. Líkti hann þessu við muninn á að aka um á beinskiptum Trabant eða sjálfskiptum Mercedes Benz. Við réðum alveg yfir gírkassanum í Trabantinum en það væri bara svo miklu betra og þægilegra að keyra um í Benzinum. T.d. benti hann á að hugtakið viðskiptahalli myndi hreinlega hverfa ef við tækjum upp evruna. Við myndum einnig losa okkur við spákaupmenn sem hafa verið að nýta sér veikleika krónunar með því að fjárfesta í henni til skamms tíma til að græða á okurvöxtunum hérlendis.
Benn Steil sagði í viðtalinu að hann teldi að æ fleiri þjóðir myndu einhliða taka upp evruna á næstu árum, án þess að ganga í Evrópusambandið og undirgangast skilyrði Maastricht samkomulagsins. Þarna er kominn einn sérfræðingur sem virðist taka undir orð Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrum viðskipta- og utanríkisráðherra, um að það sé gjörlegt að taka upp evruna einhliða.
Laus undan reglustikunni
Allavega yrðu kunningjar mínir í útflutningsgreinunum víðs vegar um landið mjög fegnir að geta hætt þessari gengisvitleysu og gert áætlanir mánuði eða jafnvel ár fram í tímann. Síðan gætum við almenningur í landinu kannski séð okkar villtustu drauma verða að raunveruleika um svipaða vexti og tíðkast í Evrópusambandinu.
Svo ég tali ekki um að vera laus undan reglustiku Davíðs Oddssonar...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg ljóst að þetta litla hagkerfi okkar hefði aldrei komist í gegnum þær
stórframkvæmdir fyrir austan á s.l árum MEÐ FÖSTU GENGI. Það hefði einfaldlega
aldrei verið farið út í slíkar framkvæmdir. Með fljótandi gengi var það hins vegar
hægt, krónan aðlagaði sig ríkjandi ástandi, og má segja að hún hafi afruglað stöðina, þannig að okkur tókst að ná tiltölulega mjúkri lendingu fyrir víkið. Þannig,
það eru kostir og gallar í þessu. Útfrá íslenzkum hagsmunum er sjálfstæður
gjaldmiðill hagstæður, því ofar en ekki eru efnahagssveiflunar allt aðrar hér á
landi en á meginlandi Evrópu. Lágt vaxtastíg á Íslandi í þeirri þennslu sem hér
hefur verið á s.l árum hefði aldrei gengið upp. Kýs frekar kröfugt atvinnulíf og
nánas ekkert atvinnuleysi, fremur en lítinn sem engan hagvöx, míkið atvinnuleysi
og þar af leiðandi lægri vexti. Um þetta snýst málið.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.8.2007 kl. 16:47
Lesið Jóhannes Björn Lúðvíksson á www.vald.org
Þegar Evran var innleidd, í Evrópu, var ég búsettur í Pristina í Kosovo þar sem ég var við störf. Þar var Evran innleidd á einni nóttu - BÓKSTAFLEGA!!!! - án þess að Kosovo væri svo mikið sem sjálfstætt ríki hvað þá með eigin gjaldmiðil. Opinber gjaldmiðill var júgóslavneskur (serbneskur) dinar en "vinnumynt" allra í landinu þýskt mark. Upptaka og notkun Evru nú eða BNA dollar - eða hvaða annarrar mynt mönnum dettur í hug - hefur ekkert með aðild að Evrópusambandinu eða nokkru öðru að gera!!!
Snorri Magnússon, 25.8.2007 kl. 23:27
Óskar hefur bersýnilega ekki fylgst með fréttum síðustu daga, þ.s erlendir peningamarkaðir og gengi hafa verið á flökti eins og lauf í skógi. Auðvitað hefur
slíkt áhrif á ísl. krónu og hlutabréfamarkað. Nú er þetta allt að ganga til baka og
ísl.króna fylgir erl.gjaldmiðlum furðu vel í takt, en tekur ÞÓ tillit til ísl. aðstæðna.
Og það er málið. Og í neyðartilvikum getum við með okkar SJÁLFSTÆÐA gjaldmiðil
alltaf GRIPIÐ INN Í sem við hefðum ENGIN tök á með erlendan gjaldmiðil. Svo einfallt er það nú. Og að taka upp evru án þess að ganga í ESB er algjört rugl. Þannig að taka upp evru þýðir aðild að ESB sem er alls ekki fýsilegur kostur fyrir Ísland í dag. Svo má spyrja. Ef krónan er svona ömuleg í augum sumra, hvernig
stendur þá á því að íslenzkt viðskiptalíf blómstar aldrei sem fyrr og vekur
heimsathygli ? Þrátt fyrir íslenzka krónu ?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.8.2007 kl. 00:50
Ég tek sannarlega undir með Óskari hér að ofan, held að íslenskir stjórnmálamenn sem ekki eru í stjórnmálum til að maka eigin krók ættu aðeins að leggja höfuðið í bleyti og velta því fyrir sér hvert öll þessi miðstýring, hvort sem hún er stjórnmálalegs eðlis eða fjármálalegs eðlis kemur til með að leiða okkur þegar fram í sækir.
Evrópusambandið byrjaði sem tollabandalag eftir seinni heimstyrjöldina. Þá höfðu vesturveldin steypt sér í gríðarlegar stríðsskuldir til þess einmitt að koma í veg fyrir að Nasistaflokkurinn í Þýskalandi næði því takmarki að koma allri evrópu undir einn hatt miðstýringar. Allar götur síðan hefur þetta tollabandalag sem þá var stofnað verið að taka hvert hænuskrefið á fætur öðru í áttina að nákvæmlega sama hlutnum.
Eftir seinna stríðið hefði verið algjörlega óhugsandi að ætla að innlima evrópuþjóðirnar inn í eitthvað Evrópubandalag, þar sem vald þjóðþinga væri strax orðið verulega takmarkað. Þessvegna hefur það verið gert eins og áður sagði í litlum skrefum, svokallað "totalitarian tiptoe" Með sí dvínandi sjálfstæði þjóðþinga, og skertu frelsi einstaklinga þá munum við að lokum vakna einn daginn í nýjum Sovétríkjum.
Reynist þér erfitt að trúa þessu, þá vil ég benda þér á þessa frétt: http://www.openeurope.org.uk/media-centre/summary.aspx?id=352
Þarna er Jose Manuel Barosso að segja að hann voni að Tony Blair hafi nógu mikið hugrekki til þess að hunsa bresku þjóðina og ganga gegn vilja hennar í málefnum Evrópusambandsins. Ef þetta eru ekki einræðistilburðir í fæðingu, þá veit ég ekki hvað það á að vera.
Ef þú lest þig til um uppruna og tilurð einkaklíka á borð við Council on Foreign Relations, þá ferðu líka að skilja afhverju maður eins og Ben Steil kemur með jafn fáránlega og barnalega samlíkingu íslensku krónunnar við Trabant. Góð bók um málefnið er td. bókin Shadows of Power eftir James Perloff.
Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 12:39
Smá leiðrétting, það var alls ekki Óskar sem ég ætlaði að vera sammála þarna, fór eitthvað línuvillt, heldur var það Snorri Magnússon.
Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 12:44
Ég er sammála þér í því Eygló, að það væri þess virði að taka upp evruna, bara til þess eins að losna undan Davíð.
Það var mjög áhugavert að hlusta á Benn Steil, þar sem að mikið af því sem að hann sagði er mjög rökrétt og einfalt. Að halda að hér fari allt til andskotans með einhliða upptöku stöðugs gjaldmiðils er tóm vitleysa og þvæla.
Reyndar það sem að hann sagði var að mismunur í gjaldeyriseign og áhyggjur samhliða því myndi hverfa, ekki að viðskiptahalli myndi hverfa. Hann yrði áfram, enn hann myndi að sjálfsögðu ekki skipta eins miklu máli, þar sem að um sama gjaldmiðil yrði um að ræða.
Ég vil nú nota tækifærið og benda honum Guðmundi Jónas Kristjánssyni á að ástandið eins og að það er núna er beinlínis hættulegt þjóðfélaginu og atvinnuvegunum. Lítið atvinnuleysi getur af sér háa vexti, verðbólgu og samdrátt í samkeppnishæfni.
Til að landið eigi möguleika á að vera samkeppnishæft og í stakk búið til að keppa, hreinlega ÞARF að vera að lágmarki 3% atvinnuleysi.
Áddni, 27.8.2007 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.