Er betra að eiga ekki börn?

Þegar börnin fæðast vill daglegt líf flestra foreldra breytast.  Nætursvefninn verður 2-3 klst lúrar, maður er rifinn á fætur eldsnemma til að elda morgunmat og horfa á Mikka mús og Bubba (nei, ekki Bubba kóng, heldur Bubbi byggir), stöðugt er verið að óska eftir að fá að borða, þvottahrúgan margfaldast, og hver kannast ekki við: “Ég er búin, mamma!”  Skipuleggja þarf bíóferðir, erfitt er að vera úti lengur en til miðnættis vegna barnapíunnar og sumarfríið þarf yfirleitt að innihalda barnvæn hótel eða meira af Mikka mús a la Disney.

Corrine Maier, franskur rithöfundur, gaf nýlega út bók sem heitir No kid á ensku og Pas d’enfant á frönsku. Bókin færir öll þessi rök fyrir því að það er mun betra að eiga ekki börn og hefur ekki beint aukið vinsældir höfundarins heima fyrir. 

Höfundurinn bendir á að í Frakklandi hefur lengra fæðingarorlof, betri leikskólar og meiri framlög ríkisins í gegnum skattakerfið lítið hjálpað til í jafnréttisbaráttunni.  Segir hún: “If 80 per cent of mothers work, only 30 per cent are promoted to positions of responsibility. A bit better than Germany and certainly than Italy, but not as good as the UK and way below the US.” Konur eru enn með mun lægri laun en karlar, sitja í fáum stjórnunarstöðum og væru í minnihluta í sveitastjórnum og þingi ef ekki kæmu til sérstök lög um jafnan hlut karla og kvenna.

Í þeim löndum þar sem besta þjónustan er við börn og foreldra þeirra, eru konur mun líklegri til að vinna hjá hinu opinbera eða í lægri og verr launuðum störfum hjá einkafyrirtækjunum s.s. eins og í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi. Konur fórna þannig ekki bara nætursvefninum og brjóstunum fyrir barneignirnar, heldur líka að einhverju leyti möguleikum þeirra á að ná árangri í karlægum heimi.

Bandaríkin eru t.d. dæmi um land þar sem fæðingarorlof er nánast ekki til, leikskólar einkareknir og rándýrir og vinnuálagið ómanneskjulegt.  En um leið virðast konur vera að ná ágætis árangri í að minnka launamun og ná æðstu stjórnunarstöðum bæði hjá hinu opinbera og einkafyrirtækjum. 

Hvernig skyldi standa á þessu?  

En ég get ekki sagt annað en fyrir mína parta þá tel ég að dætur mínar hafi verið fyllilega grindargliðnunarinnar og erfiðsins virði, - enda hvar fær maður jafn yndislega kossa og aðdáun og ást en einmitt frá börnunum sínum. 

Og svo eru þær svo yndislegar þegar þær sofa Wink


mbl.is Væntingar og vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Amen!

Magnús V. Skúlason, 21.8.2007 kl. 10:59

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þarf maður ekki að vinna mest fyrir því besta í lífinu.  Börn eru algjörlega þess virði. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.8.2007 kl. 16:29

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl, oftast eru a.m.k. tvær hliðar á öllum málum, sérstaklega þegar konur eiga í hlut.

Getur hugsast að í Evrópu sé ekki eins knýjandi fyrir konur að ná jafnri launastöðu á við karla. Þær hafa góða aðstöðu til að sinna sínum áhugamálum vegna meiri fría og barnabóta. Þær( og þeir) geta sinnt börnum og tekið sér frí án þess að berjast upp stigann. Getur hugsast að í Bandaríkjunum verði konur að bíta vel frá sér til að hafa viðlíka lífskjör og konur í Evrópu. Þ.e.a.s. neyðin kennir naktri konu að spinna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 21.8.2007 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband