Vill Mogginn hengja Sturlu?

Grímseyjarferjan hefur verið fyrsta frétt fjölmiðla að undanförnu eftir að svört skýrsla Ríkisendurskoðunar birtist um kaupin og endurbæturnar á ferjunni.  Pólitíkusar og embættismenn hafa spunnið hver um annan þveran, bendandi á hina og þessa sökudólga.

Kristján Möller, núverandi samgönguráðherra og einn helsti gagnrýnandi kaupanna á ferjunni áður en hann settist í stólinn, vill núna kenna Einari Hermannssyni um.  Hann er fullkominn blóraböggull, starfar ekki hjá ráðuneytinu né Vegagerðinni og mælti með kaupunum.  Að vísu með nokkrum fyrirvörum en enginn í ráðuneytinu eða Vegagerðinni virðist hafa lesið ráðgjöfina í heild sinni.  Fyrir kosningar virtist ljóst á málflutningi Kristjáns að þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, bæri alla ábyrgð. Hvað hefur breyst?

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri Samgönguráðuneytisins, kemur næst fram með yfirlýsingu þess efnis að þetta sé ekki ráðuneytinu að kenna þar sem verklagsreglur þess hafi verið þverbrotnar.  Heldur verkefnisstjóranum og Vegagerðinni. Eða hvað?

Enginn veit hverjum Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra samgöngumála vill kenna um þar sem ekki hefur verið hægt að ná í hann. (...fundið góðan blett við þjóðveginn þar sem ekki næst gsm-samband Wink)

Mogginn virðist hafa mikið við þessar útskýringar að athuga.  Í Staksteinum segir:  “...Það er merkilegt að Vegagerðin, sem nánast aldrei hefur komizt í fréttir á undanförnum áratugum vegna óstjórnar, skuli allt í einu hafa tekið upp á því í þessu máli að brjóta verklagsreglur samgönguráðuneytis. Það er rannsóknarefni hvað hafi valdið því.

En það er líka rannsóknarefni, hvort samgönguráðuneytið vissi ekki af því, að það hafði verið keypt gömul ferja til landsins í þessu skyni, að hún hefði verið sett í viðgerð í Hafnarfirði og að þar hefðu komið upp margvísleg vandamál. Hvers vegna var ekki kallað eftir verkefnisáætlun úr því að hún var ekki lögð fyrir ráðuneytisstjórann? Skýringar ráðuneytisstjórans duga ekki.

Það er augljóst að bæði vegamálastjóri og ráðuneytisstjórinn eru að reyna að útskýra eitthvað sem er óútskýranlegt. Í báðum tilvikum er um samvizkusama starfsmenn ríkisins að ræða.

Hvar liggur hundurinn grafinn í þessu máli?...”

Á moggamáli þýðir þetta að málið lyktar langar leiðir af pólitískum afskiptum.  Er hér kannski komin skýringin á því af hverju Sturla fékk ekki ráðherrastól?

Allavega virðist ætla Mogginn vera búinn að finna sinn blóraböggull...

PS: Mikið er gaman að vera komin úr sumarfríinu, alveg endurnærð Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég held að þetta sé Framörunum að kenna....þið héldu Sturlu við völd nógu lengi til að vitleysan gæti gerjast

Jón Ingi Cæsarsson, 17.8.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband