15.7.2007 | 14:26
Týnd í Disneylandi?
Madeleine McCann hvarf fyrir nokkru í Portúgal. Kringumstæðurnar voru þær að að foreldrar hennar voru í fríi ásamt Madeleine og tveimur systkinum hennar. Kvöld eitt eftir að börnin voru sofnuð röltu þau yfir á veitingastað sem var rétt hjá íbúðinni. Þegar þau komu til baka var Madeleine litla horfin.
Á hverju ári hverfa börn um allan heim. Fá barnsrán fá jafn mikla athygli og hvarf Madeleine. Foreldrar hennar voru í öllum heimsfjölmiðlunum, breska pressan sendi heilu flugvélarnar til Portúgal til að fylgjast með rannsókn lögreglunnar og ekki leið á löngu áður en portúgalska lögreglan var úthúðuð á heimsvísu fyrir slæleg vinnubrögð.
Enn hefur Madeleine ekki fundist og aðrar æsifréttir hafa tekið við sem forsíðufréttir.
Ég velti fyrir mér þegar sem mest gekk á hvort allur þessi fréttaflutningur myndi breyta einhverju. Væru ekki meiri líkur á að Madeleine myndi aldrei finnast? Og hvað með okkur hin sem lásu fréttirnar og horfðu á myndskeiðin í sjónvarpinu. Myndum við, sem foreldrar fylgjast betur með börnunum okkar?
Fyrir stuttu fór ég til Frakklands ásamt eiginmanninum og dætrunum. Fyrsta stoppið var í Disneylandi. Við vorum margbúin að ítreka við þá eldri að það væri harðbannað að fara frá okkur. Að sjálfsögðu endist það stutt í hvert sinn, og var því verkum skipt. Ég var með kerruna og eiginmaðurinn hélt í við þá eldri. Flestir í kringum okkur virtust líka vera að fylgjast með sínum afkvæmum sem voru svo aftur aðallega að fylgjast með Mikka, Guffa og öllum prinsessunum.
En þarna voru einnig góð dæmi um börn sem einkar auðvelt hefði verið að ræna. Faðir sem gekk um með þrjár dætur sínar, einkar sætar með sítt ljóst hár og hvítum alveg eins kjólum. Stutt stopp til að taka myndir, þær tvær eldri hlupu í sitthvora áttina og hann hélt áfram göngu sinni með þá þriðju. Stuttu seinna uppgötvar nr. 2 að hann er farinn og hleypur á eftir. Fimm mínútum seinna sá ég þá þriðju hlaupa um með tárin í augunum, horfandi í allar áttir. Hvar er pabbi?
Svo maður tali ekki um konuna sem hljóp um allt við lokun, kallandi á barnið sitt, skelfingu lostin. Ég, líkt og hinir gestirnir sem vorum á leiðinni á bílastæðin horfðum á og héldum svo áfram.
Alveg eins og við flest höfum væntanlega gert eftir að hafa horft á myndskeiðin á niðurbrotnum foreldrum Madeleine litlu.
Enda koma víst slæmir hlutir bara fyrir hina, ekki satt?
Á hverju ári hverfa börn um allan heim. Fá barnsrán fá jafn mikla athygli og hvarf Madeleine. Foreldrar hennar voru í öllum heimsfjölmiðlunum, breska pressan sendi heilu flugvélarnar til Portúgal til að fylgjast með rannsókn lögreglunnar og ekki leið á löngu áður en portúgalska lögreglan var úthúðuð á heimsvísu fyrir slæleg vinnubrögð.
Enn hefur Madeleine ekki fundist og aðrar æsifréttir hafa tekið við sem forsíðufréttir.
Ég velti fyrir mér þegar sem mest gekk á hvort allur þessi fréttaflutningur myndi breyta einhverju. Væru ekki meiri líkur á að Madeleine myndi aldrei finnast? Og hvað með okkur hin sem lásu fréttirnar og horfðu á myndskeiðin í sjónvarpinu. Myndum við, sem foreldrar fylgjast betur með börnunum okkar?
Fyrir stuttu fór ég til Frakklands ásamt eiginmanninum og dætrunum. Fyrsta stoppið var í Disneylandi. Við vorum margbúin að ítreka við þá eldri að það væri harðbannað að fara frá okkur. Að sjálfsögðu endist það stutt í hvert sinn, og var því verkum skipt. Ég var með kerruna og eiginmaðurinn hélt í við þá eldri. Flestir í kringum okkur virtust líka vera að fylgjast með sínum afkvæmum sem voru svo aftur aðallega að fylgjast með Mikka, Guffa og öllum prinsessunum.
En þarna voru einnig góð dæmi um börn sem einkar auðvelt hefði verið að ræna. Faðir sem gekk um með þrjár dætur sínar, einkar sætar með sítt ljóst hár og hvítum alveg eins kjólum. Stutt stopp til að taka myndir, þær tvær eldri hlupu í sitthvora áttina og hann hélt áfram göngu sinni með þá þriðju. Stuttu seinna uppgötvar nr. 2 að hann er farinn og hleypur á eftir. Fimm mínútum seinna sá ég þá þriðju hlaupa um með tárin í augunum, horfandi í allar áttir. Hvar er pabbi?
Svo maður tali ekki um konuna sem hljóp um allt við lokun, kallandi á barnið sitt, skelfingu lostin. Ég, líkt og hinir gestirnir sem vorum á leiðinni á bílastæðin horfðum á og héldum svo áfram.
Alveg eins og við flest höfum væntanlega gert eftir að hafa horft á myndskeiðin á niðurbrotnum foreldrum Madeleine litlu.
Enda koma víst slæmir hlutir bara fyrir hina, ekki satt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég verð alltaf hræddari og hræddari um börnin mín. Það hræðir mig ekkert meira í lífinu en sú hugsun að einhver mundi ræna þeim. Þessir illu menn sem ræna og misnota börn hafa sett okkur öll í andlegt fangelsi hræðslunnar.
Halla Rut , 15.7.2007 kl. 14:42
Ég fór eitt sinn í DisneyWorld í Florida með þáverandi manninum mínum, ólétt með einn þriggja ára hrokkinhærðan glókoll. Við hjónin vorum ung og grunlaus um hættur heimsins. Litli glókollurinn okkar fékk að hlaupa um allt , við rétt höfðum á honum augun bara eins og við værum á Íslandi.
Fólk kom meira að segja að máli við okkur og bað okkur vinsamlegast um að hafa drenginn nær okkur, helst í beisli eða fastan í kerru. Við værum að bjóða hættunni heim. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef eitthvað hefði komið fyrir.
Í USA eru myndir af týndum börnum allsstaðar. Í verslunum, sjoppum, ljósastaurum , allstaðar þar sem hægt er að koma fyrir auglýsingum. Ég fylltist óhugnaði þegar ég sá þessar auglýsingar.
Góð grein hjá þér.
Ester Júlía, 15.7.2007 kl. 17:54
Góð grein, sammála síðasta ræðumanni.
Ég er einmitt að vona að minn drengur haldi áfram að vera duglegur að halda alltaf í kerru litla bróður síns þegar við erum einhvers staðar in public. Ég get ómögulega hugsað þá hugsun til enda að eitthvað svona myndi koma fyrir hann eða þann yngri.
Þetta þurfa allir foreldrar að hafa á bakvið eyrað.
Maja Solla (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.