26.6.2007 | 09:23
Ófremdarástand hjá ríkisstjórninni
Fréttir berast af ýmsum vígstöðvum um ófremdarástand í þjóðfélaginu og það virðist bara ekki vera hægt að ná í einn einasta ráðherra skv. fréttatímanum í gærkvöldi hjá RÚV.
Pólskir verkamenn fá aðeins 400 kr. á tímann, og dulbúast sem rafvirkjar og RÚV sér enga ástæðu til að reka hljóðnemann framan í Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra. Ber hún ekki ábyrgð sem félagsmálaráðherra á öllu sem gerist á vinnumarkaðnum?
Sjúkraliðar eru að örmagnast á spítulum landsins eftir að hafa unnið tvöfaldar vaktir í lengri tíma og engin frí á milli, og Guðlaugur Þór virðist ekki vera til viðtals. Væntanlega í fríi sjálfur, eða ber hann ekki ábyrgð á öllu sem gerist í heilbrigðiskerfinu. Hvar var hljóðneminn og myndavélin á eftir honum, þar sem hann strunsaði fram hjá eða neitaði að tala við fréttamenn?
Fréttir berast af því að sjávarútvegsráðherra hyggist grípa til aðgerða vegna slæms ástands í sjávarútvegi á Íslandi, með því að aflétta 10% álagi af gámafiski og auka þar með verkefni fiskvinnslu í Hull og Grimsby. Á Bretlandseyjum! Og hann sá sér bara ekki fært að tala við fréttamenn...
Er bara enginn að stjórna landinu?
Eða bera kannski Framsóknarmenn enn alla ábyrgðina, líkt og síðustu 12 árin?
Rafiðnaðarsambandið vill láta rífa verk pólskra starfsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jóhanna ber ábyrgð á því að laga ástandið - sem getur tekur mikinn tíma - en hún ber ekki ábyrgð á ástandinu.
Þú hlýtur að ná því fullorðin manneskjan
halkatla, 26.6.2007 kl. 12:04
En það ber spyrja hana hvað hún hyggist gera, Anna Karen. Það er reyndar mjög einkennilegt hvernig fjölmiðlar almennt fjalla um stórfréttir innanlands síðustu vikur.
María Kristjánsdóttir, 26.6.2007 kl. 14:29
Auðvitað ber Samfylkingin ábyrgð á ástandinu. Ég man ekki betur en að Samfylkingin hafi reynt að útmála alla umræðu um hvernig ætti að ná stjórn á ástandinu sem ógeðfellda og sama segja um forystu Sjálfstæðisflokksins.
Sigurjón Þórðarson, 26.6.2007 kl. 14:56
Sjálfstæðisflokkurinn ber auðvitað fyrst og fremst ábyrgð á fortíðinni, biðst afsökunar á að hafa gleymt honum, og nú ber Samfylkingin ábyrgðina með honum og hvað ætlar hún að gerA?
María Kristjánsdóttir, 26.6.2007 kl. 16:26
Það verður vonandi gaman að fylgjast með störfum nýrrar ríkistjórnar en hún á erfitt verk fyrir höndum svo ekki verði meira sagt. Alla vega gaman ídag að heyra um átakið sem Jóhanna hleypti af stokknum fyrir Greiningastöðina. Tákn um nýja tíma verð ég að segja.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.6.2007 kl. 21:14
Eygló, hversu mörg ár var hin deyjandi Framsóknarflokkur með Félagsmálaráðuneytið áður enn Samfylkingin tók við í seinasta mánuði?
Gunnar (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 21:44
það er afskaplega lítil skynsemi í sumum þessara kommenta Hvernig ber samfylkingin ábyrgðina á ástandi í málaflokkum sem hún er nýtekin við? þ.e.a.s hvernig er hægt að kenna þeim um ástandið þegar þau eru nýtekin við "völdum"? ég skil alveg að það sé hægt að tala um áhættu í þessu samhengi, það er áhætta að bjóðast til að laga eitthvað sem er í jafn ógeðslegu klúðri einsog félagsmálin, og jú, heilbrigðismálin. Bæði tvennt er eitthvað sem framsókn fokkaði upp - og að laga meinsemdirnar sem framsóknarflokkurinn skildi eftir sig er ekkert smá mál. Ekki að maður vilji undanskilja sjálfstæðisflokkinn, en ég geri það samt til að spara plássið.
kennið bara Jóhönnu um, samviskan hjá framsókn og félögum lagast ábyggilega við það. Þið eruð meiru steypukollarnir.
María, það er satt hjá þér að það verður að spyrja og ég tek líka undir það sem þú segir um skrítna fréttamennsku. Það vantar þor og þrek í fjölmiðlafólkið þessa dagana. Enda kallast það núna brot á siðareglum ef einhver fer að grafa í málum sem mega betur kyrr liggja...
halkatla, 27.6.2007 kl. 00:17
Georg Eiður Arnarson, 27.6.2007 kl. 07:01
Georg Eiður Arnarson, 27.6.2007 kl. 07:06
Já, þetta er mjög hallærislegar, aumkunarverðar og örvæntingarfullar yfirlýsingar sem fram hafa komið hjá Framsóknarmönnum seinasta mánuðinn. Hvað meinar t.d fyrrverandi Utanríkisráðherra Valgerður Sverrisdóttir með að krefja núverandi Ríkisstjórn svara um Íraksstríðið og beina spurningunum beint á þingmenn Samfylkingar? Gerið okkur hinum mikin greiða; pakkið saman og farið úr pólitík og hættið allri fjölskyldu þrýstihópa starfsemi! Það er ekki hægt að hlægja endalaust að ykkur eða líta framhjá þessu arðráni lengur.
Gunnar (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 18:34
Það var fagnaðarefni að Valgerður skyldi taka þessa jákvæðu stefnu.
Ríkisstjórnin sem tók þessa afdrifaríku ákvörðun var undir forsæti Sjálfstæðisflokksins. Jón Sigurðsson hafði forgöngu um það í formannstíð sinni að viðurkenna að þetta hafi verðið mistök. Það var manndómsbragur.
Að sama skapi er það lítilmannlegt að geta aldrei viðurkennt mistök sín og jafnvel enn verra að ganga á bak orða sinna eins og Samfylkingin gerir í stóriðjumálinu, kvótamálinu og síðast en ekki síst Íraksmálinu.
Sigurður Þórðarson, 27.6.2007 kl. 22:24
Það er örugglega lítið gaman að vera í framsókn núna og ætla að rakka niður biðlista ofl, það má líkja því saman við að skjóta sig í fótinn.
Sævar Einarsson, 2.7.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.