Internetið læknar félagsfælni

Einn af hverjum fjórum fær einhvern tímann á ævinni kvíðaeinkenni s.s. óróleika, fælni eða ofsakvíða.  Einn af hverjum fimm er greindur með þunglyndi.  Þetta er því stórt vandamál, bæði fyrir einstaklingana og samfélagið.  Atferlismeðferð hefur reynst vera mjög góð aðferð til að takast á við bæði fælni og þunglyndi og hefur aðferðinni yfirleitt verið beitt í hóp- eða einstaklingsmeðferðum undir stjórn sérfræðings (geðhjúkrunarfræðings, sálfræðings eða geðlæknis).

En bráðum verður það ekki lengur nauðsynlegt, allavega ekki í Svíþjóð.  Niðurstaða rannsóknar á vegum SBU, Stofnun ríkisins um mat á læknisfræðilegum aðferðum í Svíþjóð sýnir að hægt sé að nota tölvutæknina við atferlismeðferð.

Sjúklingarnir geta einfaldlega sótt sér hjálp sjálfir í gegnum netið við tölvuna.  Til stuðnings við tölvumeðferðina er sálfræðingur sem er í reglulegu sambandi við sjúklingana í gegnum tölvupóst eða síma. Sjálfsmeðferð í gegnum tölvu getur verið jafn góð, og í sumum tilvikum betri en meðferð með lyfjum, hópmeðferð eða heimsókn hjá sérfræðingi. 

Og ódýrari.

Þetta er eitthvað sem íslenska heilbrigðiskerfið þarf að skoða strax.  Í dag ræður heilbrigðisþjónustan engan veginn við þá aukningu sem orðið hefur á ýmsum tegundum geðsjúkdóma.  Meirihluti þeirra sérfræðinganna eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu og geðheilbrigðisþjónusta er hreinlega útópísk draumsýn fyrir flesta sem búa á landsbyggðinni. Nema náttúrulega leggja á sig mikil ferðalög og kostnað til Reykjavíkur þar sem er mikill skortur á sérfræðingum, þ.á.m. á geðdeild Landspítalans.

Því er þetta að mínu mati einfalt reikningsdæmi:

Jafngóð eða betri + ódýrari = Já, takk!

PS. Og hvar er síðan háhraðatengingin sem búið var að lofa landsbyggðinni?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband