Skreyttur fjöðrum Valgerðar

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var að uppgötva óréttlætið sem liggur í eftirlaunum þingmanna og ráðherra.  Hann er greinilega alveg miður sín yfir þessu og segir stefnu Samfylkingarinnar skýra í þessu máli í Speglinum í kvöld.

Frumvarp um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara voru síðustu lögin sem samþykkt voru fyrir jólafrí á 130. löggjafarþingi þann 15. desember 2003.  Þann dag sáu nokkrir þingmenn sér ekki fært að vera við atkvæðagreiðsluna um frumvarpið.  Í þeim hópi voru m.a. þingmennirnir Lúðvík Bergvinsson og Össur Skarphéðinsson.

Hjá sátu við atkvæðagreiðsluna Samfylkingarþingmennirnir Ásgeir Friðgeirsson, Björgvin G. Sigurðsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Einar Már Sigurðsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Jóhann Ársælsson, Jón Gunnarsson, Kristján L. Möller, Margrét Frímannsdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir.

Þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem kusu nei voru: Anna Kristín Gunnarsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Katrín Júlíusdóttir og Mörður Árnason.

En er nokkur leið til að ímynda sér hvað þingflokksformaðurinn og þáverandi formaður Samfylkingarinnar hefðu gert ef þeir hefðu ekki þurft nauðsynlega að vera fjarverandi? Jú, ef maður skoðar atkvæðagreiðslu um ýmsar breytingartillögur við frumvarpið þann 13. desember 2003 kemur í ljós að Lúðvík og Össur greiddu ekki atkvæði

Sátu hjá.  Tóku ekki afstöðu.

Í Speglinum í gærkvöldi benti Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, á baráttu sína fyrir því að breyta ekki bara eftirlaunum ráðherra, heldur að lífeyrissréttindi þingmanna verði sambærileg á við aðra þegna landsins.  Viðurkenndi hún að sú barátta hennar hefði ekki borið mikinn árangur þar sem málinu hefði verið vísað í nefnd innan flokksins.

En nú virðist Lúðvík telja að það sé kominn tími til að skreyta sig aðeins með fjöðrum Valgerðar og útskýra hina skýru stefnu Samfylkingarinnar í þessu máli. 

Það er gaman að sjá að Lúðvík er farinn að hafa kjark til að taka afstöðu í þessu máli...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lúðvík á heiður skilið, að hreyfa þessu máli þótt seint sé.En þau sem eiga allann heiðurinn eru Ingibjörg Sólrún sem arkaði niður á Alþingi til að taka í hnakkadrambið á sínu fólki þegar hún fékk fréttir af því hvað væri að ske, og Grétar Mar Jónsson sem fyrstur fór í ræðustól og mótmælti þessum gjörningi og var litinn hornauga af Alþingismönnum fyrir vikið, og spurður hvað hann væri að vilja upp á dekk, varaþingmaðurinn.Grétar Mar er ekki varaþingmaður lengur, hann er þingmaður.

Sigurgeir Jónsson, 15.6.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Lýður Árnason

Eftirlaunafrumvarp þingmanna og ráðherra er smán allra sem að stóðu, hvort sem gert var með atkvæði eða fjarveru.  Afnám forréttinda er yfirlýst markmið nýrrar ríkisstjórnar og vonandi fylgir hugur máli.  Formaður SF gegnir hér lykilhlutverki og framvindan mikið til á hennar herðum.  Flokkurinn kennir sig jú við jöfnuð.  Á von á að verkin tali strax á komandi haustþingi.

Lýður Árnason, 16.6.2007 kl. 01:09

3 Smámynd: Toshiki Toma

Komdu sæl, Eygló.
Þakka þér fyrir að samþykkja að fá mig sem bloggvin þinn

Toshiki Toma, 18.6.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband