Brjóstgóðir karlar

Töluvert hefur verið rætt um skort á jafnrétti á milli kynjanna.  Því ætti í flestum tilvikum að fagna þegar fréttir berast af auknum jöfnuði á milli kynjanna.  En kannski ekki í þessu tilviki.  New York Times fjallar um aukna eftirspurn ungra pilta eftir brjóstaaðgerðum, en 2006 fóru 14.000 bandarískir piltar í þess konar skurðaðgerð.

Ólíkt ungum konum þá eru ungir karlar ekki að leitast eftir að stækka á sér brjóstin, heldur minnka þau. Aukning á milli ára var um 21% sem þætti ágætt í hvaða bransa sem er.  En hvað er það sem rekur þessa pilta áfram í þessar aðgerðir?

Jú, það þykir ekki fallegt að vera karlmaður með brjóst. Karlar eiga að vera eins og grískir guðir með spennta brjóstvöðva og þvottabrettamaga.  Alveg eins og konur eiga að vera með vel þrýstin brjóst (helst C-skálar eða stærra), grannt mitti og eftir að Jennifer Lopez sló í gegn þrýstin og útistandandi rass.  Ef það er ekki svoleiðis frá náttúrunnar hendi þá er alltaf hægt að leggjast undir hnífinn.

Ástæðurnar fyrir brjóstum karla er ýmsar. Algengastu ástæðurnar eru hormónarbreytingar vegna kynþroska og offita.  Í einhverjum tilfellum má rekja brjóstastækkunina til steranotkunar, þar sem notkuninni er hætt og karlhormón minnka snögglega í líkamanum.  Í einhverjum tilfellum er þetta meðfætt.

Og ástæðan fyrir fjölgun aðgerða er aukinn vilji bandarískra lýtalækna til að framkvæma aðgerðina, jafnvel í þeim tilvikum þar sem vitað er að brjóstin gætu horfið af sjálfu sér eftir að hormónasveiflur unglingsáranna taka enda.

Einhvern veginn finnst mér eins og við séum ekki alveg á réttri leið hérna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband