25.5.2007 | 10:46
Fyrsti ágreiningur nýrrar ríkisstjórnar
Nýja ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefur varla tekið við völdum og þegar er fyrsti ágreiningurinn á milli stjórnarflokkanna að opinberast. Samfylkingin rétt hangir á hinu Fagra Íslandi með brotnum og blóðugum fingrum, - vitandi væntanlega innst inni að draumurinn um 5 ára stóriðjustopp varð að víkja fyrir draumnum um ráðherrastóla.
Ágreiningurinn kom skýrt fram í Kastljósinu á miðvikudagskvöldið þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hélt því fram að ekki væri hægt að ráðast í Norðlingaölduveitu miðað við stjórnarsáttmálann. Geir H. Haarde, nýi besti vinurinn, sagði hins vegar í RÚV í gærkvöldi að ekkert stæði í stjórnarsáttmálanum um að hætta við áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduveitu.
Og benti jafnframt á að flokkarnir væru ósammála um þetta.
Í frétt á visir.is segir að Náttúruverndarsamtök Íslands hafi sent frá sér tilkynningu um Norðlingaölduveitu, eftir að Árni Finnsson forráðamaður þeirra hafði fagnað ógurlega aðeins of snemma: Þetta hlýtur óhjákvæmilega að draga verulega úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar í náttúruverndarmálum. Af þessu leiðir að Landsvirkjun mun enn hafa kverkatak á Þjórsárverum í umboði Sjálfstæðisflokksins," segir að endingu í yfirlýsingu.
Og hveitibrauðsdagarnir ekki einu sinni byrjaðir.
Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Eygló ég heyrði í þér á útvarpi sögu í gær.Þar lýstir þú áhyggjum þínum af stöðu vinnslustöðvarinnar sem ég reyndar deili með þér sem Eyjamaður. þú hefur áhyggjur af því að ákveðið fyrirtæki kaupi aflaheimildir þessa fyrirtækis og fari hugsanlega með þær frá eyjum.Nú hlýt ég að spyrja þig sem innfæddan eyjamann og talsmann þess kerfis sem við nú búum við. Getur þú staðið frammi fyrir því,að segja því fólki sem þarna vinnur og hugsanlega missir vinnuna að þetta kerfi sé byggðum þessa lands fyrir bestu.Ef af þessu verður sem við hjótum að vona ekki þá er atvinnulíf í Vestmannaeyjum í gjörgæslu. Þá hlýt ég að spyrja ertu ekki í vitlausum flokki ?
Grétar Pétur Geirsson, 25.5.2007 kl. 11:58
Eygló er ekki rétt að huga að vandamálum framsóknar fyrst hlakka til að sjá svarið við spurningunni hjá Grétari Pétri.
Tómas Þóroddsson, 25.5.2007 kl. 21:41
Líst vel á Valgerði í varaformanninn hjá ykkur, flýtir fyrir endalokunum... þú mannst, það er nóg að hafa 2 flokka í landinu... nema, það er kannski einn möguleiki í stöðunni. Framsóknarflokkurinn lokar á Reykjavíkursvæðið, hættir að eyða orkunni í það, þar sem uppskeran er nánast enginn á móti mikilli fyrirhöfn. Þið einbeitið ykkur alfarið að landsbyggðinni og verðið alvöru landsbyggðarflokkur; fyrir fólkið í dreifbýlinu sem engin hefur áhuga á lengur, ekki einu sinni þið eins og staðan er í dag. Þá er aldrei að vita nema jafnvel ég (!) endurskoði afstöðu mína til flokksins
Brattur (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 08:22
Held það skipti nú engu máli hvað flokkurinn heitir það kemur alltaf upp ágreiningur strax. Meira að segja ef einn flokkur væri við völd það yrði örugglega fundin einhver leið eða málefni til að greinast á um. Ein spurning frá mér: ertu innfæddur Vestmannaeyingur?????????? anyway b.kv. Ásta
Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 16:48
Ekki svona svartsýn Ásta Kristín. Auðvitað kemur upp ágreningur í öllum flokkum þannig virkar nú lýðræðið allir hafa rétt á að segja sína skoðun.Ertu ekki sammála því ?. Hvort ég sé innfæddur Vestmannaeyingur þá er svarið nei hvað kemur það málinu við ? Ég er Vestmannaeyingur og verð það alltaf flutti þangað kornabarn.
Grétar Pétur Geirsson, 28.5.2007 kl. 00:43
Ég er hissa á að Eygló skuli vera spurð um afstöðu hennar um hvernig eigi að stjórna fiskveiðum. Það sem ég hef heyrt til hennar og lesið það sem hún hefur skrifað, þá ætti það að liggja ljóst fyrir öllum hvað hún vill.Hún vill að Ríkið þjóðnýti aflaheimildirnar og Vestmannaeyingar neyðist síðan til að kaupa þær aftur af fólki sem býr í kringum Seltjarnarnesið og lifir af allt öðru en sjávarútvegi.Vinur hennar á útvarp Sögu er einn af þeim.Því miður eru fleiri á landsbyggðinni sömu skoðunar og hún.Einn skoðanabróðir hennar er austur á Bakkafirði og hefur sá sakað starfsmenn Fiskistofu um glæpamennsku.Bæði eru þau að troða sér áfram í pólitík og er ekki annað að sjá en það sé til að hygla þeim sjálfum.Ef farið yrði eftir skoðunum þessa fólks þá yrði öll landsbyggðin gjaldþrota og síðan landið allt.
Sigurgeir Jónsson, 31.5.2007 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.