Dæmigert!

Er þetta ekki dæmigert? Í hvert skipti sem íslenska krónan veikist hækkar verð á bensíni, en nú þegar krónan hefur styrkst og dollarinn lækkað um 8 krónur á síðustu fimm mánuðum gerist EKKERT.

Ég get svo sem skilið málflutning matvöruverslana, en verð hjá þeim lækkaði í samræmi við VSK-lækkunina auk þess sem minnihluti matvöru er innflutt.  En þá verður líka að vera alveg á hreinu að þeir fara ekki að hækka matvöruna þegar/ef gengið veikist aftur. Og nota gamla og úrslitna afsökun um gengið.

Er ekki eitthvað sem er hægt að gera til að minna fyrirtækin á að við erum ekki sátt við þetta? Hvernig væri t.d. ef bloggheimurinn tæki sig til og myndi hvetja fólk til að kaupa ekki bensín einn dag?  Öll þjóðin tæki sig til og myndi sleppa því að fara inn á bensínstöðvar í heilan dag. 

Bloggarar hafa þegar sýnt mátt sinn og meginn þegar komið var í veg fyrir klámráðstefnuna og til að breyta uppsetningu verðs á flugmiðum hjá Icelandair. 

Eða ætlum við enn á ný að láta eins og þetta komi okkur ekki við? 


mbl.is Styrking krónu ekki skilað sér út í verðlagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er nú bara þannig að þó dollarinn hafi lækkað þá hefur heimsmarkaðsverð á olíu hækkað meir en sem nemur gengislækkuninni. má einnig benda á að álagning á eldsneyti hjá olíufélögunum er ekki svo há heldur er þetta allt skattar og gjöld sem rennur til ríkisins. Þannig að það ætti að kenna einhverjum öðrum um en olíufélögunum.

Sigurður Helgasson (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 09:21

2 identicon

Svo er það nú bara þannig að 1 dagur myndi voðalega litlu breyta fyrir olíufélögin, sérstaklega úti á landi. Held við yrðum að fara í viðameiri aðgerðir og sleppa því að versla bensín í minnst 3 daga, helst viku! Ætti ekki að reynast erfitt í góða veðrinu í sumar að hjóla/labba aðeins, þessi feita þjóð hefur nú bara gott að því!

En hvernig er það hefur heimsmarkaðsverð á kvikmyndum einnig hækkað svona rosalega síðustu mánuði eða er málið að fara í svipað stríð við kvikmyndahúsin? Helst að sniðganga þau algjörlega í allt sumar! Í versta falli sleppa viðskiptum við sjoppurnar þar inni!

Sigur! (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband