11.5.2007 | 11:01
Lokaspretturinn
Kominn föstudagur og bara einn dagur eftir til kosninga. Vikan búin að líða áfram á ógnarhraða og Framsóknarmenn aldrei verið baráttuglaðari.
Fór á Selfoss á miðvikudaginn og rakst þar á Össur Skarphéðinsson vera að styðja við sína menn. Staðan greinilega nógu góð í Reykjavík þannig að hann gat rokið austur fyrir fjall til að aðstoða Björgvin og félaga. Var svo við opnun kosingaskrifstofu á Hvolsvelli ásamt Bjarna og Gissuri. Hitti þar fjölda Bolvíkinga, - sem voru að heimsækja hið fagra Rangárþing. Að því loknu skildu leiðir og Bjarni hélt á fjölmennan borgarafund í Eyjum um samgöngumál á meðan ég átti stefnumót við fjölda kvenna á Selfossi.
Kvennakvöld Framsóknar á Selfossi tókst með eindæmum vel. Flottir frambjóðendur , spákona, ljúf tónlist og veitingar, og óperudýfurnar slúttuðu síðan kvöldinu með glæsibrag.
Rauk síðan aftur til Eyja í gærmorgunn, enda átti eftir að undirbúa Eurovision kvöldið á kosningaskrifstofunni og kosningakaffið á kjördag. Lögin sem ég kaus komust áfram: Serbía, Ungverjaland og Slóvenía. En því miður komst ekki rauðhærði rokkarinn okkar áfram... en maður getur nú ekki fengið allar sínar óskir uppfylltar.
Dagurinn í dag er fullskipaður, - og kosningaskrifstofan opin til kl. 21.00 í kvöld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.