Fréttir úr baráttunni

Skrapp upp á land um helgina og kom meðal annars við á opnun kosningaskrifstofu flokksins í Hveragerði.  Boðið var upp á kaffi og kleinur og spjall um bæjarmálin.  Hljóðið er greinilega almennt gott í Hvergerðingum, tvöföldun Hellisheiðarinnar framundan og mikið byggt.  Að sjálfsögðu barst garðyrkjuskólinn í tal og áhyggjur manna af þróuninni.  

Kannski er orðið tímabært fyrir sveitarfélagið Hveragerði, jafnvel í samstarfi við Ölfus tæki yfir reksturinn á skólanum?  

Á sunnudaginn var heljarins fjölskylduskemmtun við kosningaskrifstofu Framsóknar á Selfossi, mikið fjölmenni og Hara-systur sungu.  Hinum megin við götuna voru svo sjálfstæðismenn á meðan frambjóðendur Samfylkingarinnar brjóstu sínu blíðasta á skiltinu fyrir ofan skrifstofuna. Skildu örugglega ekkert í öllu þessu fólki, - né hvert fylgið þeirra væri að fara Smile

Enda sýnir áskorunin um opna stjórnmálafundi á síðustu metrunum titringinn í þeim herbúðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Titringur

Tómas Þóroddsson, 9.5.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband