28.4.2007 | 11:51
Jónína frábær!
Jónína Bjartmarz mætti í Kastljósið í gærkvöldið og hreinlega rúllaði Helga Seljan upp. Ég held að hver einasti Framsóknarmaður í landinu hafi verið einkar stoltur af frammistöðu hennar.
Ég hef áður talað um fréttamennskuna hjá 365 miðlunum, þar sem aðaláherslan virðist vera á að vera með nógu krassandi frétt frekar en að gæta hlutleysis í fréttaflutningi. Helgi virðist hafa tekið þessa arfleið með sér yfir á RÚV, sem er nú stjórnað af Þórhalli Gunnarssyni og Páli Magnússyni.
Bravó, Jónína!
Þú ert búin að svara spurningum hans. Nú er kominn tími til þess að hann og Kastljósið svari því af hverju þeir fari á stað með svona ótrúlegan fréttaflutning og dylgjur tveimur vikum fyrir kosningar.
Hvað liggur að baki?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
Þessi vinnubrögð minna mig helst á DV eins og það var fyrir nokkrum árum ...
Hlynur Þór Magnússon, 28.4.2007 kl. 12:09
Værirðu til Eygló, að aðstoða mig aðeins hérna og kannski segja mér hverjar dylgjurnar voru?
Þegar ég horfði á Helga segja frá í Kastljósinu þá lagði hann bara staðreyndir á borðið. Staðreyndir sem ekki er rifist um.
Varst þú að horfa á annan Kastljósþátt en ég? Jónína kom ekki sterk út úr þessum þætti, svaraði litlu sem engu, bara tönnlaðist á því að hún hafi ekki komið nálægt málinu. Sorrý, en bara ekki trúverðugt.
Ibba Sig., 28.4.2007 kl. 12:13
Hvað ég er innilega ósammála.
Þið Framsóknarmenn verjið Jónínu eins og hlutdrægir stuðningsmenn knattspyrnuliðs. Á knattspyrnuvelli verður maður nefnilega stundum illilega var við að samherjar manns geta ekki viðurkennt með nokkru móti þegar okkar eigin liðsmaður hefur augljóslega brotið af sér. Mótmælt fram í rauðann dauðann af mikilli vandlætingu yfir ósanngirnir dómarans.
Á slíkum stundum gleðst maður gjarnan yfir því að hafa lært að viðurkenna oft eigin mistök. Það felst einfaldlega léttir í því og auðveldar manni að bæta sig sem manneskju.
Haukur Nikulásson, 28.4.2007 kl. 12:52
Það verður að viðurkenna að Helgi fór eiginlega yfir strikið. Púkanum finnst skítalykt af þessu máli, en spurningunum var bara beint til rangs aðila - það á að spyrja nefndarmennina um ástæður þess að undanþágan var veitt.
Púkinn, 28.4.2007 kl. 13:21
En öllu gamni slepptu, þá fór Helgi yfir strikið, minnti óneitanlega mikið á upphrópanir í DV. Ætlaði sér greinilega stórt í byrjun þáttar, en skaut sig í báðar lappir. Óheppinn.
365, 28.4.2007 kl. 14:03
Stúlka frá Guatemala fær ríkisborgararétt eftir aðeins fimmtán mánaða dvöl í landinu og alþingismenn í Allsherjarnefnd koma fram fyrir alþjóð og segjast hafa samþykkt umsóknina án þess að vita um heimilisfesti hennar og hjá hvaða fólki hún býr.
Hvað ef hún hefði leigt hjá Hjálpræðishernum eða dvalið í íbúð á vegum eigenda Goldfingers?
Hún hefði að sjálfsögðu ekki fengið ríkisborgararétt nema vegna þess að hún var heimilisföst á góðu heimili og hjá fólki sem þingmennirnir treystu.
Eitt sinn var ég að aðstoða útlending sem haði búið hér í mörg ár og er frá landi sem mátti búast við að yfirvöld myndu refsa honum kæmi hann aftur til föðurlandsins.
Hann er verkfræðingur og hafði þá unnið sem slíkur allan dvalartímann ( fimm ár) og hafði úrvals meðmæli frá vinnuveitanda sínum.
Þá var hann þjálfari í jaðaríþrótt sem þá var hér á landi en er núna viðurkennd í mörgum félögum og við höfum eignast afreksmenn í henni á alþjóðlegan mælikvarða.
Hann hafði sjálfur orðið heimsmeistari í greininni og gott ef ekki Ólympíumeistari líka.
Allt kom fyrir ekki.
Hann bíður í sjö ár eins og aðrir frá þessum heimshluta og formaður nefndarinnar frú Sólveig Pétursdóttir var gallhörð á því.
Nefndin hafði þó kynnt sér öll gögn varðandi málið.
Nú fær áðurnefnd stúlka frá Guatemala ríkisborgararétt eins og forsetafrú eða fyrrum heimsmeistari í skák meðan fjölmargir aðrir fá synjun.
Tengdamóðir stúlkunnar þrætir fyrir að hún hafi talað við nefndarmenn, vinnufélaga sína og bendir á að nafn hennar sé hvergi á blaði varðandi umsóknina (nema hvað).
Bjarni Benediktsson og Guðrún Ögmundsdóttir koma af fjöllum og skilja ekki þessa tortryggni. Þau hafi verið grunlaus um tengslin!
Segi þau satt eru þau öll að bregðast umbjóðendum sínum við þær skyldur sem þeim er treyst til.
Er einhver þessara þriggja fulltrúa jafnmargra flokka að segja satt?
Eða hvað?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2007 kl. 17:52
Ég dáist að því hvað Jónína var kurteis og rökföst allan tímann.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.4.2007 kl. 19:15
Auðvitað er ekki hægt að sanna þetta en ef dæmt væri á líkum segi ég sek sek sek spilling og valda elítan stendur saman sem ein þegar á reynir.
ragnar bergsson, 28.4.2007 kl. 21:01
Þetta er bara venjuleg og óblönduð Framsóknarspilling, ekkert nýtt frekar en fyrri daginn.
LM, 29.4.2007 kl. 03:51
Mér finnst ekki rétt að skrifa: "Ég held að hver einasti Framsóknarmaður í landinu hafi verið einkar stoltur af frammistöðu hennar,"rétt eins og umræddur fréttaflutningur sé einkamál Framsóknar.
Langt frá því. Sjónvarpið getur ekki verið þekkt fyrir að fréttaflutning þar sem pesónulegar aðstæður fólks eru notaðar í pólitískum tilgangi. Útvarpsstjóri skuldar almenningi og umræddri fjölskyldu afsöknarbeiðni svo ekki sé meira sagt.
Með kveðju.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 29.4.2007 kl. 07:43
að þú skulir verja þetta,alltaf sama skítalyktin af framsóknarmönnum
Kristófer Jónsson, 29.4.2007 kl. 11:09
Ég get nú varla verið sammála þér Eygló um að Jónína hafi komið vel útúr Kastljósinu, og reyndar kom Helgi líka einstaklega illa út. Þannig að ég held að eftir standi að þetta svokallaða viðtal, sem var reyndar bara rifrildi, hafi látið báða aðila líta illa út og fólk stendur jafn hissa eftir, bæði hvað varðar umfjöllun og svör.
Guðmundur Örn Jónsson, 29.4.2007 kl. 23:25
Því miður er Alþingi spillingarbæli.Gamli Alþýðuflokkurinn var gjörspilltur flrrokkur, og arftaki hans virðist ekki vera neitt betri.Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingar úthlutar ríkisborgararétti eftir því sem henni hentar. Það hentar henni vel, að það séu ekki eigöngu skjólstæðingar Samfylkingarinnar sem fá ríkisborgararétt eftir nokkurra mánaða dvöl í landinu.Það á enginn að verja framferði Guðrúnar Ögmundsdóttur, allra síst Framsóknarmenn.
Sigurgeir Jónsson, 30.4.2007 kl. 18:16
Heil og sæl, Eygló og skrifararnir !
Finnst nú ekki stórmannlegt, af þinni hálfu; að hæðast að flokkssystur þinni; hinni ágætu frú, Jónínu Bjartmarz. Hvað fannst þér, svona ''frábært'' yfirleitt ? Önnur eins ósköp hefi ég ei séð, í stjórnmála þætti, í Ríkissjónvarpinu, síðan ég fór að fylgjast með þjóðmálum; árið 1967. Helgi Seljan þarf örugglega, að leita einhvers jafnvægis, Jónína fékk ekkert ráðrúm, til andsvara spurningadembu hans, slíkur var ákafi hans, og sífelld frammíköll, allt rann saman, langa hríð, svo óáheyrileg mátti orðræðan kallast, mestan part.
Finnst, sem Sigurgeir Jónsson eigi kollgátuna, Alþingi allt virðist hið mesta forað spillingar, almennt. Þurfum við ekki, Eygló; að leita okkur annars stjórnarfars, en þess, hvert við höfum búið við, í áratugi ?
Þess utan, á ekki að gjöra Jónínu Bjartmarz; eina ábyrga fyrir framgöngu Framsóknarflokksins, þessi dægrin;; minni þig á ábendingar mínar, frá því í vetur, um ýmsa annmarka flokks ykkar. Vona, að þú ígrundir, að nokkru.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 01:34
Ekki furða þó framsóknarmenn séu stoltir af sinni. Þetta eru þeirra vinnubrögð seinni árin og fara dagversnandi núna í aðdraganda kosninganna
Þórbergur Torfason (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.