Til hamingju

Gullbergið var að koma, og var mikill fjöldi til að taka á móti því.  Allir glaðir og ánægðir.  Nýtt skip er tilefni til að fagna í Vestmannaeyjum, - enda skiptir fátt meira máli hér en að sjávarútvegurinn gangi vel.  

Stutt er síðan tekið var á móti Vestmannaeynni, nú var Gullbergið að sigla inn í höfnina og mér skilst að það sé vona á tveimur skipum í viðbót.  Vinnslustöðin er á fullu að undirbúa byggingu kæligeymslu þannig að það er greinilegt að menn hafa trú á greininni og áframhaldandi velgegni hennar hér í Eyjum.

Innilega til hamingju! 


mbl.is Nýtt skip til Vestmannaeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þessi frétt hefði mátt vera nákvæmari. Til hamingju Vestmannaeyingar.

Sigfús Sigurþórsson., 3.4.2007 kl. 11:43

2 identicon

GULLBERGIÐ MALAR GULL fyrir Eyjamenn. Þeir voru með 9% af heildaraflakvóta landsmanna á síðasta fiskveiðiári, þriðja mesta kvótann, næstir á eftir Grindvíkingum og Reykvíkingum í þorskígildum talið. Vonandi að Eyjamenn beri gæfu til að úthluta þessum kvóta sínum sjálfir fyrir þrisvar sinnum lægra verð en aflakvótar eru nú seldir á, hirða arðinn sjálfir og greiða þannig upp jarðgöng á milli Eyja og lands, 38 milljarða króna á 23 árum. Nóg til af peningum í þessu landi en vitlaust gefið hér í sjávarútveginum, stokka þarf spilin upp og gefa á ný, enda eru 70% þjóðarinnar sammála um það. Það verða ekki reist stóriðjuver á Vestfjörðum og í Eyjum. Stóriðja þeirra er sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan og hún mun stóraukast með jarðgöngum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband