Mogginn hefur upp raust sína

Ég hafði saknað skoðana Morgunblaðsins í auðlindamálinu, en það er gott að sjá að þeir hafa ekki skipt um skoðun.  Vil því hvetja fólk til að lesa leiðara Moggans frá því á föstudaginn sem heitir því ágæta nafni Vond niðurstaða.

Hafa væntanlega ekki viljað skipta sér fyrr af...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugtökin "þjóðareign", "ríkiseign" eða "sameign þjóðarinnar" í stjórnarskrá hefur ekkert að segja í þessu sambandi, ef útgerðarmennirnir eiga í raun aflakvótana, fara með þá sem sína eign, veðsetja þá, þess vegna hjá "íslenskum" bönkum sem eru og verða í raun erlendir, að hluta til eða jafnvel öllu leyti. Þessu vilja Sjallar og Framsókn á Alþingi ekki breyta og skamma svo stjórnarandstöðuna fyrir að vilja ekki samþykkja að útgerðarmennirnir eigi aflakvótana.

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 17:36

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Hvernig ætla menn að veiða fiskinn og fjármagna dýr fiskveiðiskip?

Dettur nokkrum  virkilega í hug að hægt sé að kaupa slík tæki án baktryggingar.

Tæki sem kosta fleiri milljarða sem útgerðir verða að geta sýnt fram á arðsemi. Það er fiskurinn í sjónum sem er hin raunverulega baktrygging í rekstrinum líkt og viðskiptavild í venjulegum fyrirtækjum. Kvótagerfið tryggir því skárst góðan rekstur í fiskveiðum til hagsbóta fyrir alla þjóðina.

Þjóðareign eða ríkiseign eru óskiljanleg rök fyrir stefnu í sjávarútvegi. 

Það eina sem þarf að setja í stjórnarskrá varðandi auðlindir er: Að stjórnvöld megi aldrei framselja þær í saminingum við erlend ríki!!!!

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 18.3.2007 kl. 09:17

3 identicon

Ætli ég verði ekki að skella í eina pönnuköku handa þér, Sigga mín. Færi þér hana þegar ég er búinn að elda kveldmatinn. Þinn ævinlega auðmjúkur þjónn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband