17.3.2007 | 14:07
Allt Framsókn að kenna!
Þetta er stefna Samfylkingarinnar í hnotskurn. Nýjasta útspilið var í hádegisfréttunum í dag þegar Anna Kristín Gunnarsdóttir veifaði tölum frá Iðnaðar- og Viðskiptaráðuneytinu um flutning opinberra starfa til og frá landsbyggðinni. Fréttin var kynnt þannig að landbúnaðarráðherra hefði flutt 160 opinber störf landbúnaðarráðuneytisins af 182 í sitt kjördæmi á síðustu 10 árum, á meðan aðeins 12 ný opinber störf hefðu orðið á Vestfjörðum.
Hvað kemur Landbúnaðarráðuneytinu málinu við? Væri ekki nær að telja upp hvað þingmenn og ráðherrar NV-kjördæmis hefðu gert á síðustu árum. Nei, hér á enn að reyna slá einhverjar pólitískar keilur á kostnað Framsóknarflokksins.
Ef við viljum endilega blanda Landbúnaðarráðuneytinu inn í málið þá er einkennilegt að ekki var hægt að minnast á mikinn stuðning ráðherrans við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Hólaskóla, sem eru báðir staðsettir í NV-kjördæmi. Stuðningur sem hefur ekki alltaf vakið mikla hrifningu hjá kjósendum og íbúum í Suðurkjördæmi.
En skoðum aðeins ráðherra NV-kjördæmis:
- Sturla Böðvarsson hefur verið samgönguráðherra frá 1999 og skv. tölum Önnu Kristínar hefur störfum á vegum Samgönguráðuneytisins fækkað um 8,63 í NV-kjördæmi frá 1995-2005.
- Á sama tíma hefur störfum á vegum Félagsmálaráðuneytisins fjölgað um 59,8 undir stjórn ráðherra Framsóknarflokksins Páls Péturssonar, Árna Magnússonar og nú síðast Magnúsar Stefánssonar.
Fulltrúar hópsins sem stóðu fyrir baráttufundinum á Ísafirði sögðu þá snýst þetta ekki um pólitík eða að stilla landsbyggðarkjördæmunum gegn hvert öðru. Við sem búum á landsbyggðinni þurfum að standa saman, gegn aðdráttarafli höfuðborgarsvæðisins. Ekki rífast um hvert störfin fara út á land, heldur krefjast þess að þau fari.
Því lofa ég Önnu Kristínu að ég skal vera fyrsta manneskjan til að fagna því ef t.d. þingmaður og ráðherra NV-kjördæmis Einar K. Guðfinnsson ákveður að flytja Fiskistofu eða þó það væri ekki nema bara Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna til Vestfjarða. En frekar lítið hefur gerst á vettvangi þess ráðuneytis hingað til. Til stóð að flytja 7 störf í fyrra, 5 í ár, 6 2008 og 6 2009. Af þeim áttu 2 að fara á Ísafjörð af 7 sem áttu að fara í allt í NV-kjördæmi.
Því meginmarkmiðið hlýtur að vera að rétta hlut landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborgarsvæðinu!
Ekki rífast um hver fær hvað!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Facebook
Athugasemdir
Sæl vertu Eygló,
tek undir að pólitískar keylur hafa æði margar verið slegnar á kostnað ykkar, sumar vafalaust verðskuldaðar (getum rætt það síðar...!) en aðrar byggðar á offorsi og götustrákahugsanahætti sem nær langt út fyrir raðir Sf.
Kveðja,
Ólafur Als, 17.3.2007 kl. 14:27
Það er alveg hárrétt að landsbyggðarkjördæmin eiga ekki að vera að öfundast hvert út í annað heldur standa saman og þrýsta á aðgerðir í málum landsbyggðarinnar.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 17.3.2007 kl. 16:02
Svona svona, Eygló mín. Af hverju ertu svona æst í dag? Kom eitthvað fyrir? Allir ráðherrarnir í núverandi stjórn verða fluttir út á land eftir kosningarnar í vor, alla vega tveir í hvert kjördæmi, og látnir vinna þar við landbúnað og sjávarútveg, mjólka kýr og gera að fiski. Don't worry, be happy!
Steini Briem (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 16:03
Það er eðli kommunista að fjölga ríkisstarfsmönnum,og hrósa sér af því,jafnvel þótt þessir ríkisstarfsmenn hafi ekkert að gera.Það er illa komið fyrir Framsóknarflokknum.
Geiri (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.