Auðlindaákvæðið markleysa?

Í umræðunni um auðlindaákvæðið hafa ýmsir löglærðir menn stigið fram og haldið því fram að auðlindaákvæðið sé markleysa. Helstu rökin fyrir því eru að hugtakið þjóðareign (þ.a.s. sameign þjóðarinnar) sé ekki til í íslenskum lögum og þar með sé ekki hægt að setja það inn í stjórnarskránna.

Lögfræðingarnir virðast telja að ekki megi koma með nýja hugmyndafræði inn í stjórnarskránna, lagatexta eða jafnvel pólitíska umræðu.  Það er ekki laust við að það laumist að manni sjá grunur að þessir sömu löglærðu menn hefðu sómað sér vel í hinum pápíska rannsóknarrétti sem átti til að pynta eða jafnvel brenna menn sem dirfðust að koma með nýjar og undarlegar hugmyndir.  Ein var t.d. að jörðin væri hnöttótt og snérist í kringums sólina, en ekki flöt eins og pönnukaka.

Eitthvað sem við í dag teljum eðlilegt og rétt. 

Árið 1788 dirfðust nokkrir menn í Philadelphiu að setja niður á blað róttækar hugmyndir þess efnis að fólkið í landinu hefði eitthvað um stjórnun landsins að segja.  Fyrsta setningin í því plaggi hljómar svona: "We the People of the United States..."  Í bandarísku stjórnarskránni kom fram fullt af nýjum hugmyndum sem áttu ekkert sérstaklega upp á pallborðið hjá ríkjandi stéttum í heiminum.  Ári seinna hófst Franska byltingin þegar franskur almenningur dirfðist að gera kröfu um jafnan atkvæðisrétt og aðalinn og klerkastéttin eða bara að þeir borguðu skatta líkt og almenningur.

Eitthvað sem við í dag teljum eðlilegt og rétt.

Nokkuð mörgum árum seinna eða 1920, bættu Bandaríkjamenn við 20. stjórnarskrábreytingunni þar sem konur fengu að kjósa. Ýmsir lögfróðir menn stigu þá á stokk og bentu á að þetta væri nú stórhættulegt eða bara hrein og klár vitleysa að leyfa konum að kjósa.  Útvatnaði atkvæðisrétt karla og ég veit ekki hvað!

Eitthvað sem við í dag teljum eðlilegt og rétt.

Guðrún Gauksdóttir, dósent við HR og forstöðumaður Rannsóknarstofnunar í auðlindarétti, hefur verið rödd skynseminnar í þessari umræðu.  Ein fárra hefur hún bent á að með því að setja auðlindaákvæðið inn í stjórnarskránna verður það sjálfkrafa hluti af íslenskum lögum og réttarkerfi.  Dómstólar, Alþingi og íslenskt samfélag í heild mun fara að taka tilliti til þessa hugtaks og vinna út frá því.

Þetta hefur þegar sýnt sig, þrátt fyrir að auðlindaákvæðið sé enn þá bara frumvarp.  En í gær dróg forsætisráðherra til baka frumvarp sitt um að afhenda varanlega þjóðlendur til Landsvirkjunar, enda andsætt auðlindaákvæðinu þar sem þjóðlendur eru auðlindir þjóðarinnar.

Því er alveg ljóst að ákvæðið skiptir máli, er ekki markleysa og mun móta íslenskt samfélag um ókomna tíð.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Sjálfhverfir júristar og sægreifar hafa verið áberandi í líflegri umræðu um sameign þjóðarinnar á auðlindum Íslands.  Sægreifarnir sjálfhverfu hafa látið sem fiskurinn í sjónum sé eina náttúruauðlind Íslendinga og að þeir hafi nánast yfir að ráða þinglýstu afsali af hverri einustu styrtlu innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Sjálfhverfu júristarnir hafa látið sem þeir ættu sjórnarskránna.

Hvoru tveggja er fjarri sanni.

Meira um þetta á http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/145356/

Hallur Magnússon, 13.3.2007 kl. 14:15

2 identicon

 

Viðbjóður vinur minn, sem er afgreiðslumaður í timburvöruverslun hér í bæ, lánaði mér nýlega Oxford's Lexicon of Icelandic Politics, gott rit og eigulegt, og þar segir: "Fiskurinn á Íslandsmiðum er eign íslensku þjóðarinnar en það merkir í raun að hann er eign íslenskra útgerðarmanna. - Skýring fengin frá Sjöllum og Framsókn."

Góðar kveðjur í Reykholt og Höfðaborg. Ég á vini á báðum stöðum, sem bíða þar í hlöðum eftir sínum hjartans vini, honum Davíð Oddssyni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 16:25

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Ef hugtakið þjóðareign er ekki til núna í lögfræðinni þá er allavega orðið tímabært að gera það að lögfræðilegu hugtaki. Ef jeppinn er fastur í drullusvaði þýðir ekkert að spóla og spóla, það er stundum betra að fá bóndann á græna Deutz-inum til að draga mann upp

Guðmundur Ragnar Björnsson, 13.3.2007 kl. 16:37

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Finnst þetta ekki góð rök hjá þér Eygló!

Í fyrsta lagi (Jón Baldvin HVAÐ!) þá er byrjað á vitlausum enda, fyrst þarf að skilgreina í lögum hvað orðið "þjóðareign" merkir áður en það er sett í stjórnarskrá. Meðan að það er ekki gert er þessi breyting á henni markleysa.

Í öðru lagi (og ég segi aftur og stend við það JÓN BALDVIN HVAÐ!!!!!)  á ekki að breyta stjórnarskránni í svona miklum flýti eins og virðist eiga að gera nú. Við eigum að bera meiri virðingu fyrir henni en það. Mér þykir mjög miður að allir flokkar á þingi hafi gert sig seka um lýðskrum hvað þetta mál allt saman varðar.

Ágúst Dalkvist, 13.3.2007 kl. 16:50

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Það þarf ekki að skilgreina orðið þjóðareign,við höfum alltaf vitað merkingu þess orðs í aldaraðir.Vilja kannski menn fara að láta  endurskilgreina  orðið fjall,lækur og vatn.Þetta er náttúrlega svo mikið bull og þeim lögspekingum og þingmönnum til skammar,sem eru að reyna að koma í veg að sameignir þjóðarinnar verði lögformlega skráðar í Stjórnarskrá.Hins vegar verða þingmenn að gæta þess ávallt,að ínn í Stjórnarskrána verð ekki sett ábreytt fiskveiðistjórnunarkerfi  fiskveiðiheimilda,sem heimilar sölu og leigu þóðareignar.Það á að heimila leigu ríkisins á nýtingarétti fiskveiðiheimilda og náttúrlega á það sama við allar aðrar sameiginlegar  eignir þjóðarinnar.

Kristján Pétursson, 13.3.2007 kl. 17:55

6 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Góð grein.

Ragnar Bjarnason, 13.3.2007 kl. 20:22

7 identicon

Þingmannsefnið Eygló Harðardóttir hefur ekki en getað útskýrt,eða vill ekki útskýra hvað þjóðareign er,þótt spurð hafi verið.Kristján Péturson segir að allir viti það, en mér sýnist að hann viti það ekki heldur, eða þá að hann vilji ekki segja frá því.Hans rök eru þau að allir viti það og þess  vegna þurfi það ekki útskýringar við.Að setja eithvað inn í stjórnarskrá sem enginn veit hvað er, gera bara fífl, jafnvel þótt þau séu þingmenn og séu þar að auki í Framsóknarflokknum.

Sigurgeir Jónsson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 20:51

8 identicon

þessu til viðbótar þá er hægt að fá dómstóla til að skera úr um hvort þjóðareign þýði ríkiseign.Hver sá íslendingur sem heldur það,og telur að verið sé að gefa útgerðarfélögum kvóta, getur þá væntanlega kært það á þeim forsendum að í stjórnarskránni standi að ekki megi láta eigur ríkisins af hendi endurgjaldslaust.Ríkið er skráður eigandi að þjóðlendunum, sömuleiðis að Þingvöllum,þjóðgarðinum í Skaftafelli og Snæfellsþjóðgarði eða eignum innan þeirra.Í fyrirhuguðum Vatnajökulsþjógarði er hinsvegar verið að semja við landeigendur að þeir eigi land innan þjóðgarðsins.Þjóðnýtingarkrumlan hefur hinsvegar verið endurvakin hér á landi rétt eins og í Venesúela.

Sigurgeir Jónsson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 21:17

9 identicon

 

Hvort er það ríkið eða þjóðin sem á þjóðlendurnar.  Er ekki ríkið framkvæmdarstjóri þjóðarinnar og gætir hennar hagsmuna.  Er þetta ekki sama málið.  Þjóðin má eiga fjöll, fiska, fugla  og læki en en ekki sjó og þorsk.  Er ekki alveg að ná þessu.

Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér. ???

Valbjörn (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband