Gunnar er krútt?

Ég rakst á fyndna frétt á visir.is þess efnis að Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, væri nú orðin formlega bókaður sem krútt í fundargerð bæjarráðs.  Sú sem bókaði, Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, hefur nú venjulega ekki verið svona "næs" í orðum sínum við bæjarstjórann og þetta er nú ekki orð sem ég hefði notað.

En nú rennur kannski upp nýtt skeið blóma og friðar í Kópavogi þar sem minnihlutinn fer að sýna hversu vel alinn hann er... Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Pælum samt í því að ef karlkynsstjórnmálamaður hefði sett fram svona bókun um konu, þá væri Feministafélagið örugglega búið að álykta um málið og bloggheimur væri logandi í umræðum um þessa grófu karlrembu.

Björg K. Sigurðardóttir, 10.3.2007 kl. 14:43

2 identicon

Gunnar Birgis krúttikrútt,
krunkar sitt síðasta vers,
Kópavogur er kjúttipútt,
og kominn er á Players.

Steini Briem (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 14:58

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ertu að gefa í skin Eygló að Gunnar sé EKKI krútt

Tek undir orð Bjargar hér að ofan, þetta mætti ekki setja í fundargerð um konu án þess að allt þjóðfélagið leggðist á hliðina. Vonandi verður þetta til þess að sýna fáránleika þess og að umræðan um jafnrétti frelsist örlítið frá öfgunum.

Ágúst Dalkvist, 10.3.2007 kl. 15:37

4 identicon

Gunnar Birgis:

I feel pretty,
Oh, so pretty,
I feel pretty and witty and bright!
And I pity
Any guy who isn't me tonight!

I feel charming,
Oh, so charming
It's alarming how charming I feel!
And so pretty
That I hardly can believe I'm real!

Steini Briem (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 15:51

5 identicon

Mér finnst Gunnar meira scary en krútt, gæti allt eins verið að fela lítil börn í undirhökunni sem hann étur svo seinna.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband