Morgunhaninn í morgun

Var hjá Jóhanni Haukssyni í Morgunhananum á Útvarpi Sögu í morgun.  Ræddi þar meðal annars auðlindamálið sem mikið hefur verið í umræðunni um helgina.  Hægt er að hlusta á þáttinn hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú varst bara nokkuð góð í morgun með hananum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2007 kl. 13:16

2 identicon

Þægileg rödd með Kópavogsblæ, svolítið út í eik. Béin hljómfögur en lítil áhersla á D.

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 14:36

3 identicon

Já, ég held barasta að Framsókn muni beygja Sjallana til að leggja fram frumvarp núna um að setja ákvæði í stjórnarskrána um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, ekki bara auðlindum sjávar, þ.e.a.s. EF stjórnarflokkunum tekst að ná sameiginlegri niðurstöðu um hvað slíkt ákvæði muni þýða í raun. Heja lilla söta Fröken Fräken Framsókn!

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 20:46

4 identicon

Sæl Eygló. Þú sagðir hér á síðunni í gær að það sama gilti um fiskimiðin og þjóðlendurnar.Síðan ferð þú að tala um kvótann.Og að ríkið væri ekki að ræna neinu.Það eru fleiri en ég sem telja að ríkið sé að ræna löndum.Sveitarstjórinn á Grenivík er einn af þeim.Rán ríkisins á löndum er nú fyrir dómstólum.Ég er í engum vafa hver niðurstaðan verður.Á Nýja Sjálandi er ríkið að skila aftur fiskimiðum sem það hafði tekið á svipaðan hátt og þú ætlar að gera. Samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna er það rán.Fiskimið eru staðbundin hlunnindi.Þú vilt af einhverjum ástæðum blanda kvóta inn í umræðuna.Menn geta og hafa mismunandi aðferðir við stjórnun fiskveiða.Það kemur eignarréttinum á fiskmiðunum ekkert við þótt þú af einhverjum viljir blanda því saman.Ég endurtek að ef þjóðar eign verður úrskurðuð ríkiseign á fiskimiðum við ísland þá tel ég að búið sé að ræna landsbyggðina þeim rétti sínum að gera tilkall til fiskimiðanna.

sgurgeir jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 14:22

5 identicon

Þú spurðir líka í gær Eygló af hverju ég væri að gera athugasemd við það núna,að framsóknarmenn krefðust þess að sett verði inn í stjórnarskrá að fiskimiðin séu þjóðareign, þar sem þettu sé búið að vera stefna Framsóknarflokksin í fjögur ár.Því er til að svara að ég hafði ekki hugmynd um þetta frekar en fjölmargir aðrir.Ég hef ekki starfað innan Framsóknarflokksins né komið að neinni stefnumörkun þess flokks, og mun ekki gera.

Sigurgeir Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband