Svik Sjálfstæðismanna II

Í janúar skrifaði ég pistil sem hét Svik Sjálfstæðismanna þar sem ég fjallaði um ágreining stjórnarflokkanna um hvort setja eigi inn í stjórnarskrá að sjávarauðlindir eru þjóðareign.

Þessi ágreiningur hefur bara ágerst á undanförnu og er að mínu mati ein helsta ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn sá ástæðu til að ítreka og raunar útvíkka þessa kröfu sína í drögum að ályktun flokksþingsins.  

Þar segir að tryggja eigi stöðu auðlinda í þjóðareigu með því að setja inn í stjórnarskrá eftirfarandi setningu: "Auðlindir landsins eru sameign íslensku þjóðarinnar".  Með auðlindum er átt við nytjastofna á Íslandsmiðum, auðlindir á, í eða undir hafsbotninum utan netalaga og náttúruauðlindir í þjóðlendum.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra reynir í fréttum útvarpsins að verja svik flokks síns gagnvart Framsóknarmönnum og brot á stjórnarsáttmála.  Þar virðist hann bara telja það gott og gilt gagnvart Framsóknarflokknum og almenningi að fresta þessu öllu saman, væntanlega um aldur og ævi.  

Undarlegt, ef satt er að Sjálfstæðismenn hafi skrifað undir þetta ákvæði í stjórnarsáttmálanum án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta þýddi og hvernig væri best að útfæra þetta.  

Þetta er málefni sem má ekki gefa eftir!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég er sammála þér líkt og c.a, 98% af þjóðinni. Kristinn Pétursson vinur minn skrifaði góðan pistil um þetta sem allir hefðu gott af því að lesa; http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/136182/

Níels A. Ársælsson., 2.3.2007 kl. 15:52

2 identicon

Framsóknarflokkurinn hefur verið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum í 4300 daga og á nú 60 daga eftir og margt verið brallað. Þá kemur allt í einu í ljós djúpstæður skoðanaágreiningur milli flokkanna þar sem Framsóknarflokkurinn birtist sem harður gagnrýnandi sérhagsmuna. Ef undanskilinn er sá félegi hópur sem hefur þegið sporslur, stöður, fyrirgreiðslu og lánveitingar frá Framsóknarflokkunum, þá trúi ég ekki að það finnist einn einasti kjósandi sem leggur trúnað á gagnrýni flokksins á samstarfsflokkinn.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 17:33

3 identicon

Næst verður það framhjáhald og "Svik Sjálfstæðismanna XD". Ertu búin að vera alveg græn í þessu hjónabandi? Við hverju bjóstu eiginlega eftir hveitibrauðsdagana? Gulli og grænum skógum? Sjallinn hirti allt gullið og þú fékkst bara eina litla birkihríslu. Losaðu þig út úr þessu og keyptu þér kvóta. Það er nóg af fiskum í sjónum og auðvitað verða þeir sameign þjóðarinnar, enda þótt þú sért búin að kaupa þá. Ekki nokkur spurning.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 17:38

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Vil benda þessu ágæta fólki her að ofan á að það er aðeins rúmur mánuður síðan ljóst varð að sjálfstæðismenn ætluðu ekki að standa við stjórnarsáttmálann sem gerður var 2003. Eðli málsins samkvæmt þarf að leggja fram og samþykkja stjórnarskrárbreytingar á tveim þingum og því eðlilegur tími að leggja fram breytingar núna. Þessi stefnubreyting auðvaldsflokksins kemur manni kannski ekki í opna skjöldu en hinsvegar skulu orð standa.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 2.3.2007 kl. 20:50

5 identicon

Mér finnst nú ekki sanngjarnt að kalla mig auðvaldssinna, enda þótt ég sé með fimm hundruð kall í vasanum. En fólk hefur náttúrlega mismunandi viðmið. Og þar að auki er ég ekki Sjalli. Var það alla vega ekki síðast þegar ég gáði.  

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 23:19

6 identicon

Það er náttúrlega ekki nýtt að Sjallar og Framsókn karpi. Ástæðan fyrir utanþingsstjórninni 1942-1944 var einkum ágreiningur á milli Hermanns Jónassonar, formanns Framsóknarflokksins, og Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þessi ágreiningur var kenndur við eiðrof og laut að deilum flokkanna um kjördæmaskipanina. Óvildin milli Ólafs og Hermanns var svo mikil að hvorugur þeirra tók þátt í ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947 til 1949 og hvorugur gat unnt hinum að vera forsætisráðherra í samstjórn flokkanna 1950 til 1953, enda þótt báðir væru þar ráðherrar. Hermann hvarf úr ríkisstjórn árið 1953 þegar Ólafur Thors varð forsætisráðherra.

Önnur ástæða fyrir því að utanþingsstjórn sat þegar lýðveldið var stofnað var sú að enginn stjórnmálaflokkur gat unnt hinum að sitja í ríkisstjórn þegar þjóðin hlaut sjálfstæði að nýju eftir að hafa lotið erlendum konungi frá árinu 1262. Stjórnmálamennirnir töldu ástæðulaust að taka þá áhættu að einhver stjórnmálaflokkanna gæti eignað sér með setu í ríkisstjórn að hafa stofnað lýðveldið. (Úr þjóðhátíðarræðu Bíbí í fyrra.)

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 00:10

7 identicon

Ef Framsókn leggur fljótlega fram frumvarp á þingi um að setja ákvæði í stjórnarskrána um sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar yrði það samþykkt. Ættu Sjallarnir þá að slíta stjórnarsamstarfinu, fyrst minnst var á þetta ákvæði í stjórnarsáttmálanum? Þá yrði minnihluta- eða starfsstjórn fram að kosningunum í vor. Hins vegar er ljóst að ríkisstjórnin fellur hvort eð er í vor.

Steini Briem (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 23:11

8 identicon

Bíddu nú við, Björn Ingi.  Erum við framsóknarmenn ekki búin að hafa stjórnarsáttmálann fyrir framan nefið á þingmönnum og ráðherra okkar í tæp 4 ár og formaður nefndarinnar úr okkar röðum?  Stjórnarandstaðan á sama máli og við.  Hvað er eiginlega málið? 

Framsóknarkona (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband