"Schizo" kjósendur?

Fréttablaðið birtir enn á ný skoðakönnun um fylgi flokkanna og viti menn, “hástökkvari” könnunarinnar er Framsóknarflokkurinn.  Við hvorki meira en minna tvöföldum fylgi okkar á milli kannana, - og ég er bara ekkert hissa!

Af hverju?

Nú, Einar Már Þórðarson, stjórnmálafræðingur, spurði eitt sinn í bloggpistli hvort þessar sveiflur skýrðust af því að íslenskir kjósendur séu “schizo” eða skipti svona oft um skoðun.  Svar hans (og sannfæring mín) var: Nei.  Svona miklar sveiflur á stuttum tíma hefðu ekkert með geðheilsu kjósenda að gera eða breyttar skoðanir , heldur úrtak og svörun í viðkomandi könnun.  Eins og marg oft hefur komið fram þá er oft lítið að marka einstakar kannanir á vegum blaðanna þar sem úrtakið er 800 manns og aðeins helmingur svarar.  

Mun frekar ætti að skoða þróun yfir ákveðinn tíma.

Einar bendir líka á í nýjum pistli á vefsíðu sinni að í könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands mætti lesa út fylgi flokkanna.  Þar er Framsókn að mælast með á milli 11-12% og var með um 9% fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi eins og í Fréttablaðskönnuninni um helgina.

Þannig að miðað við þetta þá er flokkurinn minn einhver staðar í kringum 10%, líkt og í febrúar 2003 en þá enduðum við í tæpum 18% í kosningunum.

Við spyrjum því að leikslokum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tvisvar sinnum núll er núll og tvisvar sinnum það er líka núll.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 17:55

2 Smámynd: valdi

Aldrei fyrr hef ég heyrt að  menn séu ánægðir að fara úr sautján prósentum niður í nýju.Ja það er mart sem gleður mannin ha ha ha

valdi, 28.2.2007 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband