26.2.2007 | 15:18
Og Óskarinn fær...
Óskarsverðlaunin voru afhent í gær og aldrei þessu vant horfði ég ekki á þau. Allajafna hafa þau verið á við Eurovision hjá mér, - allt skipulagt fyrir að vaka um nóttina og helst byrjað á pre-Óskarsverðlaunaþáttum þar sem er fjallað um myndirnar og svo fylgst með innkomu stjarnanna á rauða teppið.
En ekki í gær, - þar sem ég og dæturnar hafa verið með flensu og það er einstaklega óspennandi að ætla vaka sjálfviljugur þriðju nóttina í röð. Þannig ég hreinlega neyddist til að renna yfir verðlaunahafana í morgun á People.com (Annars gæti staða mín sem alfræðiorðabók fjölskyldunnar í bleiku spurningunum í Trivial Pursuit verið í alvarlegri hættu...)
Í ár sýnist mér að Kanarnir hafi staðið sig þokkalega. Helen Mirren var stórkostleg í the Queen og hefur verið frábær í þeim myndum sem hún hefur verið að leika í síðustu árin. Bretar eiga margar af bestu leikkonunum, sem sást t.d. á tilnefningunum (Judi Dench, Kate Winslet ásamt Mirren. Svo vann Rachel Weisz í fyrra, auk þess sem Nicole Kidman, Toni Collette og Cate Blanchett eiga allavega sama þjóðhöfðingja og þær áðurnefndu).
Mér fannst Alan Arkin í Little Miss Sunshine yndislegur og myndin einstaklega fyndin, en hann hirti Óskarinn fyrir besta aukakarlleikara og myndin besta upprunalega handritið.
Því miður hef ég ekki enn séð the Last King of Scotland með Forrest Whittaker sem fékk Óskarinn fyrir besta karlleikarann né the Departed sem fékk Óskarinn m.a. fyrir bestu leikstjórn og sem besta myndin. Ellen DeGeneres virðist hafa staðið sig vel,- engar kvartanir ólíkt þegar David Letterman var gestgjafi.
Svo eru það kjólarnir:
- Helen Mirren - ótrúlega flott og verður betri með árunum.
- Penelope Cruz - nánast fullkomin.
- Nicole Kidman - flottasti rauði kjólinn.
- Rachel Weisz - betri núna en í fyrra.
- Reese Witherspoon - var aldrei svona flott á meðan hún var gift.
Maggie Gyllenhaal fær sérstaka viðurkenningu þar sem ég hef eiginlega aldrei séð hana jafn glæsilega.
Og hvar var Angelina?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Leikur, mikið áhugamál?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2007 kl. 15:32
Ég er algjör kvikmyndafíkill og hef því alltaf gaman af þessu. Var að horfa á þetta í nótt og bloggaði um hitt og þetta jafnóðum hjá mér. Mjög gaman. Hafði ekki gert það fyrr, en það kom skemmtilega út og var líka mjög upplífgandi upp á nóttina að gera að geta masað út í myrkrið með tölvuna að vopni. Mjög fínt í alla staði. Þetta var allavega eðalkvöld og mikið var það nú yndislegt að sjá gamla brýnið Arkin, snillinginn Whitaker, Drottninguna Mirren (með stóru D-éi) og meistarann Scorsese vinna. Magnað. :)
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 26.2.2007 kl. 17:21
Abigail Breslin var langflottust!!! En ég hefði ekki slegið hendinni á móti því að fara heim með Nicole og/eða Penélope. Það segir mér að ég hafi sama smekk og Thomas Mapother IV, sem kvæntur var Miriam Spickler. Veit ekki hversu eðlilegt það er. Búinn að panta tíma hjá sálfræðingnum á morgun.
Steini Briem (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.