Blogg og pólitík

Pétur Gunnarsson, Hux-ari með meiru, veltir fyrir sér aðferðafræði Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningarnar og þar á meðal í bloggheimi í pistli sínum Samræmdur spuni.  Þar skrifar Pétur: "Samfylkingin er komin langt á undan öðrum flokkum í kosningabaráttunni vegna þingkosninganna. Hún auglýsir nú grimmt í blöðum, nánast daglega. Hún hefur skipulagt og miðstýrir fjölmörgum bloggsíðum hér á moggablogginu... Bloggfærslurnar eru fleiri en ég kem tölu á en nærtækast er að nefna að truno.blog.is..."

Þá eru nefndar fleiri síður en Trúnó bloggið, Nýkratar, Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, starfsmenn flokksins (þá væntanlega Dofri Hermannsson og Guðmundur Steingrímsson), og hinir fjölmörgu bloggarar sem eru með sínar eigin síður en setja sama eða lítillega breytt efni inn á Trúnó o.s.frv. 

Pétur telur líklegt að þó margir af þessum bloggurum séu að blogga af innri sannfæringu þá er hluti af þessu "...kosningaátaksverkefni og blogg sem munu þagna 13. maí..." Sjálf tók ég töluvert eftir þessu í kringum prófkjörin, þar sem við frambjóðendur opnuðu vefsíður í gríð og erg, vorum að sjálfsögðu misjafnlega dugleg að blogga og svo þornaði þörfin fyrir að tjá sig upp hjá mörgum eftir að niðurstöður lágu fyrir.

Stuttu eftir að ég las pistilinn hans Péturs rakst ég á forsíðugrein í Boston Globe þar sem var einmitt verið að fjalla um bloggheiminn, pólitík og uppákomur því tengt í Bandaríkjunum. Greinin heitir Political bloggers fear publicists will infiltrate sites.  Í henni segir: "With big corporations now hiring public relations firms to pay fake bloggers to plant favorable opinions of the businesses online, many political bloggers are concerned that candidates, too, will hire people to pretend to be grass-roots citizens expressing views."

Samfélag eins og blog.is er alveg ótrúlega kröftugt fyrirbæri, eins og mátti t.d. sjá á viðbrögðum við klámráðstefnunni og umfjöllun um gjöld flugfélaganna o.fl.  Því skiptir miklu máli að við sem erum að blogga látum koma fram hver við erum og hvort við tengjumst stjórnmálaflokkum á einhvern máta.

Það eykur gæði umræðunnar þegar fólk skrifar undir eigin nafni, - og veit að það þarf að standa við það sem það skrifar.

Berið bara saman blog.is og barnaland.is!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikið sammála þér Eygló.

Til að taka af allan vafa er ég Sjálfstæðismaður, en þar sem margir málsmetandi menn hafa að undanförnu virt óskir mína, þrár og vonir að vettugi er ég á báðum áttum þessa dagana.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2007 kl. 16:02

2 identicon

Ég bendi á það sem Pétur og Helga Vala skrifa um þetta mál á bloggsíðu Péturs. Ég vil nú ekki lenda á milli þeirra, enda nógu grannur fyrir. En hverjir fá sérstaklega greitt fyrir að skrifa hérna á Moggabloggið? Væri hægt að fá lista yfir þá og fyrir hverja þeir skrifa? En flestir hafa eitthvað til síns máls og það er alltaf leyfilegt að skipta um skoðun. Og sumir sjá eflaust eftir einhverju sem þeir hafa skrifað og þá geta þeir beðist afsökunar á því. Þeir sem vinna á Mogganum fá hins vegar greitt fyrir það en við erum ekki skyldug til að lesa Moggann. Eins er um Moggabloggið.

Steini Briem (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 17:09

3 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Skil ekki alveg boðskapinn í þessari grein.  Ertu að fara fram á að allir sýni flokksskírteini sitt ef þeir vilja blogga?  En ef fólk er ekki í flokki?

Sigfús Þ. Sigmundsson, 23.2.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband