Ráðherra í 2.604 daga

Valgerður Sverrisdóttir var að ná þeim áfanga að vera sú kona sem lengst hefur setið í stól ráðherra hér á landi.  Rósa Guðrún Erlingsdóttir, ein af Trúnó konum, veltir fyrir sér í framhaldi af þessari frétt tilhneigingu talsmanna flokka til að hreykja sér af bara "...30%, 25% eða jafnvel 17% jafnrétti á framboðslistum, í ríkisstjórn, á Alþingi eða í bæjar- og sveitarstjórnum." í pistli sínum Hausatalning og tímamæling - saga öll? Ég benti einmitt nýlega á skrif Ágústs Ólafs, varaformanns Samfylkingarinnar um "góða stöðu" flokksins í jafnréttismálum, en aðeins ein kona (tæp 17%) leiðir lista Samfylkingarinnar fyrir næstu alþingiskosningar.  

Hugsanlega er ein ástæðan fyrir þessari stöðu hjá Samfylkingunni að fólk þar fór að líta á jafnrétti sem eitthvað sjálfsagt.  Eitthvað sem myndi gerast af sjálfu sér þar sem kona væri orðin formaður flokksins.  Þetta er eitthvað sem Framsóknarmenn gera ekki.  Við vitum að jafnrétti er ekki eitthvað sem er sjálfsagt hvorki innan flokksins eða utan, - heldur þarf að minna á það hvern einasta dag. 

  • Þess vegna var eftirfarandi grein samþykkt á flokksþingi 2005: "Við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins sem og við val á framboðslista hans skal hlutur hvors kyns ekki vera lægra en 40% nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður eru því til fyrirstöðu.  Jafnréttisnefnd og LFK skulu eftir þörfum vera til ráðgjafar um að ná markmiði þessu fram."
  • Þess vegna hefur Valgerður Sverrisdóttir ekkert sérstaklega hampað verkum sínum við að reyna að rétta hlut kvenna í atvinnulífinu, s.s. fjölgun kvenna í stjórnun fyrirtækja, sérstök áhersla á að veita konum sem hyggja á atvinnurekstur aðstoð við stofnun fyrirtækja í gegnum Impru og námskeiðið Brautargengi, Lánatryggingarsjóður kvenna, né verkum sínum í Utanríkisráðuneytinu s.s. breyttum áherslum í þróunarsamvinnu.
  • Þess vegna eru 50% konur sem leiða lista hjá okkur, og af 12 efstu mönnum eru 42% konur.

Því við Framsóknarmenn vitum að það er ekki nóg að tala bara um pólitískan vilja til breytinga.   

 


mbl.is Lengst kvenna í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ekkert. Margaret Tatcher var forsætisráðherra Breta í 11 ár, 1979-1990, en voru Framsóknarmenn almennt hrifnir af henni? Ég held ekki. Þannig að fleira skiptir máli en kynið. Hversu margir aldraðir og öryrkjar sitja á Alþingi og er eðlilegt að rétta þeirra hlut? Ætli það ekki, enda þótt sífellt fjölgi í þingflokki Frjálsblindra. Hann hverfur líka í vor.    

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband