Catherine de Medici

Lengi hef ég haft áhuga á ævisögum kvenna sem höfðu áhrif á sögu mannkyns. Þær voru óvanalega margar á sextándu öldinni.  Sú þekktasta er eflaust Elizabeth I Englandsdrottning  en samtíma henni voru Mary Tudor, Mary Stuart og Marie of Guise, móðir Mary Stuart.  Í Hollandi stjórnaði Margaret af Austurríki  og Margaret af Parma og Juana “de Loca” var að nafninu til drottning Castile eftir móður sína Isabellu.  En sú alræmdasta og áhrifamesta var án efa Catherine de Medici.    

Catherine de Medici var eiginkona Henri II, móðir Francis II, Charles IX og Henri III Frakklandskonunga og Elisabeth Spánardrottningar og Margot drottningar af Navarre og Frakklandi og tengdamóðir Mary Stuart, Skotadrottningar. Sú mynd sem ég hafði af henni var svartklædda ekkjan í bíómyndinni La Reine Margot  þar sem haldið er fram að hún hafi viðhaldið völdum sínum og sona með líkamsmeiðingum, fjöldamorðum og sifjaspellum.  

En hvað er satt og hvað er logið?  

Áhugi minn á Catherine de Medici vaknaði fyrir alvöru þegar eiginmaður minn og ég heimsóttum Chateau de Chenonceau eða Chateau des Dames fyrir tveimur árum.  Höllina tók Catherine af Diane de Poitiers, ástkonu eiginmanns síns eftir andlát hans.  Í bókinni Catherine de Medici eftir Leonie Frieda, færir höfundur rök fyrir því að hún hafi verið að berjast fyrir börnunum sínum, og án hennar hefðu synir hennar aldrei haldið völdum.  Frakkland logaði stafnanna á milli í trúardeilum á milli mótmælenda og kaþólikka auk þess sem áhrifamiklir aðalsmenn og þjóðhöfðingjar annarra landa hefðu ásælst Frakkland.

Henry IV, tengdasonur hennar og konungur Frakklands skrifaði um hana: “I ask you, what could a woman do, left by the death of her husband with five little children on her arms, and two families of France who were thinking of grasping the crown--our own [the Bourbons] and the Guises? Was she not compelled to play strange parts to deceive first one and then the other, in order to guard, as she did, her sons, who successively reigned through the wise conduct of that shrewd woman? I am surprised that she never did worse.”  

En Catherine var kona og á sextándu öldinni var “...an aberration for a woman to govern – ´monstriferous´...” eða eins og John Knox orðaði það (Jane Dunn; Elizabeth&Mary; 2003).  

En hvað sem líður viðhorfum John Knox og skoðunum manna á Catherine þá mæli ég með heimsókn til Chenonceau Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hversu mikið mark sem á henni má taka var La reine Margot stórgóð mynd og Fay Dunaway átti góðan leik í hlutverki ekkjudrottningarinnar Catherine. Það vill oft verða þannig eins og í Íslendingasögunum að konur eru meiri áhrifavaldar en mannkynssagan vill stundum vera láta. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur og svo framvegis.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 17.2.2007 kl. 18:50

2 identicon

Heil og sæl Eygló, og aðrir skrifendur !

Alveg stórkostleg samantekt, hjá þér, Eygló.

Sannar enn og aftur, hvað ég hugði um skarpleika þinn og einurð, í hvívetna.

Þykir því enn sárara, að sjá þig verandi enn innan þess ómerkilega og þjóðarinnar spottandi flokk, hver Framsóknarflokkurinn er. Ég gæti líklega yfirkeyrt öll venjuleg tölvuforrit þeirra Íslendinga, sem þátttakendur eru, á spjallvefjum þessa lands, með einföldum frásögnum fólks, sem beint og óbeint hefir borið margvíslegt tjón af alls lags ráðslagi, og fjandans gögleríi, sem þeir Framsóknarmenn hafa iðkað, til sjávar og sveita, á undanförnum áratugum.

Tek skýrt fram Eygló.! Andskota háttur Sjálfstæðisflokksins er mér ekki gleymdur heldur. !

Það er reyndar vísustu manna rannsóknarefni, að skoða sálarástand og vitundar slokknun þeirra ágætu Íslendinga, hverjir kjósa þessa flokks fjanda yfir sig, og sitt ryckti, slag í slag.

Læt lokið skrifum, áður reiði mín, í garð margvíslegra illra og ógæfulegra gjörða stjórnmálamanna , í seinni tíð , bitnar á mínu ágæta lyklaborði.

Með dapurlegum kveðjum Íslendings, af gamla skólanum, úr Efra- Ölfusi /  

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 22:00

3 identicon

Einstaklega áhugaverður pistill mín kæra! Alveg hrikalega gaman að lesa sér til eftir linkunum þínum og rifja aðeins upp menntaskólasagnfræðina. Orðið langt síðan mér var hugsað til þessarar merkilegu konu.

Soffía (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 22:31

4 identicon

Já, það er erfitt að vera einstæð móðir og ekki var nú barnameðlagið hátt í þá daga. Tryggingastofnun alltaf sama druslan. Það hefur líka alltaf verið erfitt að vera listamaður en honum Michelangelo tókst einhvern veginn með harðræði að hafa fyrir saltkorni í grautinn.

Framsókn verður fallegt lík, Óskar minn, og við mætum nú báðir í jarðarförina. Erfidrykkjan verður áreiðanlega lífleg.

Eiríkur Kjögx (ég og hamsturinn skildum sáttir) (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 02:28

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Gaman að lesa um þetta hjá þér. Medici ættin í heild sinni er áhugaverð finns mér svo ekki verði meira sagt. Sá þáttaröð í sjónvarpinu í fyrra, sem annaðhvort var sýnd á RÚV eða BBC, man ekki hvort. Sú þáttaröð vakti áhuga minn og gruflaði ég aðeins í framhaldi af því en bara ekki nóg að mér fannst, svona tímans vegna. En eins og áður sagði, áhugaverð samantekt hjá þér.

Ragnar Bjarnason, 18.2.2007 kl. 10:45

6 identicon

Nú er runnið upp Ár svínsins og Konudagurinn og ég óska Eygló og öllum öðrum Eyjapíum til hamingju með daginn!

Ég er á austurleiðinni, á Hellisheiðinni,
á hundrað og tíu, ég má ekki verða of seinn! A- O - Ó!


Það verður fagnaður í Eyjum vegna opnunar, Ægisdyranna,
svo ég hringdi og pantaði borð fyrir einn.


Ég frestaði stöðugt að fá mér starf, síðan kvótinn hvarf.
Enda svolítið latur til vinnu en hef það samt gott. A- O - Ó!


Konurnar fíla það mæta vel, allflestar að ég tel.
Ég er og verð bóhem. Og þeim finnst það flott.


Manst'ekki eftir mér? Mikið líturðu vel út, beibí! Frábært hár!
Manst'ekki eftir mér? Hvar ertu búin að vera öll þessi ár?!


Ég hef nokkurn lúmskan grun um að, ein gömul vinkona,
geri sér ferð þangað líka, og ég veit hvað ég syng! A- O - Ó!

Hún er á svotil á sama ári og ég, asskoti hugguleg, 
og heldur hún sé á hraðri leið inn á þing.

Eiríkur Kjögx, kokkur á kútter frá Sandi (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband