13.2.2007 | 18:07
Mörður malar um Náttúruminjasafnið
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, var í Síðdegisútvarpinu í dag til að tala illa um stjórnvöld og frumvarp menntamálaráðherra um Náttúruminjasafnið. Umsjónarmaður SDÚ missti fljótlega alla stjórn á viðtalinu og Mörður lét móðan mása.
Allt var ómögulegt. Safnið hefur algjörlega verið hunsað að hans mati, lagafrumvarpið er arfavitlaust, fáránlegt að láta sér detta í hug að færa safnið út fyrir Reykjavík og svo eiga engir peningar að fylgja með. Honum tókst meira að segja á einhvern undraverðan máta að tengja umræðuna um Náttúruminjasafnið við starfslok Halldórs Ásgrímssonar.
Alveg einstakt. Maður hefði nú haldið að hann fengi nægt ráðrúm í sal Alþingis til að tjá sig. Viðmælandi hans komst varla að, nema rétt til að benda á að hún sem fulltrúi hollvina safnsins væri ekki að mótmæla frumvarpinu heldur leggja áherslu á að frumvarpið yrði samþykkt á þessu þingi.
Eitt voru þau þó sammála um og það var að svona mikilvægt safn gæti alls ekki farið út fyrir borgarmörkin. Ekki einu sinni alla leið á Reykjanesið, sem er í um 40 mínútna fjarlægð frá miðborginni. Ég spyr bara hvort einhver er búinn að benda forstöðumönnum menningar- og menntastofnana á borð við Háskólann á Akureyri, Hólaskóla, Bifröst og Listasafnið á Akureyri á að það gengur alls ekki að vera með svona starfsemi fyrir utan borgarmörkin?
Þeir verða bara að hætta því strax og koma sér fyrir í Vatnsmýrinni!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svona svona. Þeir fengu nú Reðursafnið á Húsavíkinni og þið gætuð byggt eftirlíkingu af því í Eyjum. En að sjálfsögðu mikið stærra.
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:24
Svo er Fiskasafnið í Eyjum að margra mati upp á marga fiska, eitt fallegasta náttúrugripasafnið á landinu.
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.