Gangi þér vel, Kristinn

Í dag yfirgaf félagi minn, Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokkinn.  Kristinn er öflugur stjórnmálamaður, fylginn sér, óhræddur við erfið verkefni og skarpgreindur.  Hann hefur oft bent á hluti sem hefðu betur mátt fara bæði í samfélaginu og innan Framsóknarflokksins.  

Ég vil því nota tækifærið og óska honum velfarnaðar í framtíðinni innan Frjálslynda flokksins.  Vonandi mun hann geta haft áhrif á flokkinn til góðs og hjálpað honum áleiðis í að verða "... frjálslyndur og umbótasinnaður flokkur..." enda verðugt og ögrandi verkefni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mikið er notalegt að sjá samherja sem kýs að halda á önnur mið kvaddan með svona mikilli velvild.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.2.2007 kl. 02:10

2 identicon

Rausnarleg ertu Eygló að kveðja Kristinn með þessum hætti.

Mér finnst pistlarnir þínir uppbyggilegir og vanta í þá þann pöddubrag sem því miður er allt of algengur í íslenskri netumræðu um stjórnmál. Þú ert greinilega sterk kona! kveðja

Guðmundur Pálsson

Guðmundur Pálsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband