Ég vil iPhone

Það viðurkennist hér með.  Ég vil fá mér nýjan síma og ekki bara hvaða síma sem er, heldur iPhone.   Yfirleitt er það eiginmaðurinn sem fellur fyrir svona dóti, en í þessu tilviki held ég það verði nauðsynlegt að kaupa tvo ef ekki eiga koma upp heiftarlegar umræður um nýja dótið, notkunar- og eignarrétt.  

Ég hef lengi talað um að ég skil ekki af hverju allt tæknidótið er ekki gert einfaldara.  T.d. nota myndir og snertiskjái í staðinn fyrir tölustafi og hnappa.  Steve Jobs hlýtur að hafa verið að hlusta því hann er að uppfylla alla mína drauma og bæta þó nokkrum við.  

Ef þið trúið mér ekki kíkið endilega á iPhone á vefnum. 

Sumir eru ekki jafn hrifnir (lesist: samkeppnin) og hér getið þið lesið sumt af því sem þeir segja. 

PS. Þetta heitir víst óbein markaðssetning en það verður bara að hafa það.  Ég varð að tjá hrifningu mína og svo er sunnudagur og þá er við hæfi að viðhafa léttara hjal Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Staðreynd málsins er hinsvegar sú að það sem Apple er að "prédika" í þessu málum eru tækniframfarir sem hafa verið til staðar í m.a. farsímum til fjölda ára. Nokia og Sony Ericsson hafa t.d. verið með tónlistarsíma með t.d. 4 og 8GB minni sem og netvafra, WLAN-tengingu og m.a. snertiskjá.

 Svo er nú finnst mér stærsta atriðið í þessu öllu saman, hver vill fá sér síma sem er ekki hægt að skipta um rafhlöðuna í?

Magnús V. Skúlason, 4.2.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband