Þingkonur, þingkarlar og RÚV

Ég er að skoða svör sem Tryggvi Þór Herbertsson fékk um viðmælendur í frétta- og þjóðlífsþáttum RÚV út frá kynjahlutföllum árið 2010. Ég er eiginlega mjög hugsi yfir niðurstöðum útreikninganna, sem eru mínir.

Það sem kemur á óvart er að Silfur Egils er eini þátturinn þar sem þingkonur og þingkarlar komu jafn oft fram.  Þetta er þrátt fyrir, eða kannski vegna þess, að Egill Helgason hafi fengið hvað mesta gagnrýni fyrir að hafa of fáar konur í þætti sínum.

Hlutföllin eru langverst í Speglinum, þar sem talað er við karla í 78,95% tilfella en konur í 21,05%. Síðan koma kvöldfréttir sjónvarpsins með 73,4% karlar en 26,6% konur. Sexfréttirnar og Kastljósið er nokkuð svipuð 69,49%/68,82% karlar og 30,51%/31,18% konur.

Konur eru í dag 41% þingmanna. Hluta til skýrist þetta væntanlega með því að formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru karlar, - og því oft talsmenn flokkanna en þetta skýrir engan veginn niðurstöðuna hvað varðar Spegilinn. 

Nú verða þáttastjórnendur frétta- og þjóðlífsþátta RÚV að hugsa sinn gang.

Hægt er að skoða skjalið hér að neðan.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri fróðlegt að skoða þetta nánar. Um hvaða mál eða málaflokka fjalla konur annars vegar og karlar hins vegar? Hver er menntun, bakgrunnur, búseta?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband