VG gegn Ómarisma

Kolbrún Halldórsdóttir skrifaði stuttan en hnitmiðaðan pistil á heimasíðu sinni um hugmyndir Ómars Ragnarssonar um að endurvekja rúntinn.

Þar segir hún: "...Bílar í báðar áttir, á báðar hendur, akandi án markmiðs, hring eftir hring, blásandi og spúandi. Meiri útblástur, meira svifryk, meiri hljóðmengun. Og minna pláss fyrir gangandi vegfarendur..."

Ég hafði nefninlega líka setið yfir þessu sama Kastljósi og fannst e-hv furðulegt við þennan bút.  Er Ómar ekki orðinn umhverfissinni?  Hann hlýtur að vera búinn að leggja bílnum sínum og flugvélinni, er það ekki?  Er hann ekki örugglega farinn að ganga og hjóla um allt? Af hverju hefur hann svona miklar áhyggjur af minni bílaumferð um miðbæinn?

Að mínu mati er þetta bara enn eitt dæmið um hvað við Íslendingar eru skammt á veg komin í sambandi við umhverfismál.  Við sorterum ekki ruslið okkar í neinu mæli, við höfum aldrei ferðast meira með flugvélum, við viljum gsm-möstur út um allt land, við teljum eðlilegt og gott að plægja hafsbotninn með botnveiðarfærum, við ræðum ekki einu sinni mengunina sem fiskiskipaflotinn veldur og við viljum gjarnan keyra um allt landið á stórum amerískum bensín jeppum.  

En það er gott að sjá að Kolbrún er allavega samkvæm sjálfri sér. 

Nú er bara að vona að Steingrímur J. sé búinn að fá sér umhverfisvænt farartæki í stað Toyotu Land Cruiser jeppans sem hann keyrði um á hérna áður fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband