Hollenski fjármálaráðherra um Icesave

Hér er tengilinn á þýðingu á bréfinu frá hollenska fjármálaráðherranum til hollenska þingsins um nýja Icesave samkomulagið.

Fastir vextir 3,0 til Hollands, 3,3 til Bretlands fram til lok júní 2016.  Greiðsluhlé til júlí 2016, þak sett á hámarksgreiðslu á ári við 5% af tekjum ríkissjóðs, ef greiðslan fer yfir 5% á ári þá færist mismunurinn á næsta ár fram til 2046.

Eftir það miðast vextir við CIRR vexti á pund og evru.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mitt nei stendur óhaggað. Grunnforsendurnar eru þær sömu. Neitunin snerist ekki um hagstæðari vexti. Fólk fylktist ekki á kjörstað til að knýja fram betri vexti heldur til að hafna Icesave alfarið, sem ábyrgð á alþýðu landsins.

Hér er á ferð ólögvarin greiðsluskylda íslenskra  skattgreiðenda á erlendum skuldum einkabanka.  Ríkið viðurkennir ekki þessa skyldu og það gerum við ekki heldur. Ríkið má heldur hvorki né getur ábyrgst þetta.  Það eru lögbrot á mörgum plönum og þeir sem ætla að fremja þau ættu að vera dregin fyrir dóm.

Fordæmið sem yrði sett með því að flytja alla áhættu einkabanka yfir á alþýðu manna er heldur ekki eitthvað, sem aðrar þjóðir myndu sætta sig við, þótt gerspilltir pólitíkusar og handbendi banksteranna ætli sér það.

Hér er verið að fría glæframenn frá ábyrgð og skella skuldinni á fólk, sem enga ábyrgð ber samkvæmt lögum og reglugerðum. Er það eitthvað sem ykur hugnast sem frambúðarfyrirkomulag?  Reikningseigenur í Icesave eru líka sekir um glæfralega áhættu vegna græðgi. Þeir áttu von umm ávöxtun, sem var of góð til að vera sönn og könnuðu ekkert um öryggi þessar svikamillu. Þeir eiga að bera skaðann eins og öll "fórnarlömb" Nígeríusvindlara, ekki grunlaus og saklaus almenningur á Íslandi.  Þeim var í lófa lagið að kanna tryggingarnar.

Lögin standa. Þeim skal fylgt. Ef menn eru ekki sáttir við það, þá ber að skera úr um þetta fyrir dómstólum.  Ég vona svo sannarlega að Framsókn ætli ekki að svíkja nú. Ef þeir gera það, þá þurrkast þeir endanlega út.

Nú er spuninn á fullu og upphæðir nefndar, sem eiga sér engan grunn af því að heimtur og forgangur LB eru algerlega óljósar. Þannig er ekki hægt að kalla þetta samning. Það er ekki ljóst hveð verið er að semja um.  Hvað sem því líður, þá eigum við ekki að boorga þótt þetta væri bara ein króna. Bretum og Hollendigum er skítsama um upphæðina, þeir vilja fordæmið og ekkert annað. Það má ekki gefa þeim. Við getum ekki gert fátæku alþýðufólki það um allan heim og allra síst getum við skilið þann arf eftir handa börnum okkar. 

Nei og aftur NEI!

Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2010 kl. 03:10

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Steinar:

Á heimasíðu Icesave var skýrt sagt frá tryggingu TIF og 20.000 Evru lágmarkinu. Ert þú að segja að Bretar og Hollendingar hefðu átt að fatta að það væri plat? Og hefðu átt að sjá að hinn rúmlega 100 ára gamli íslenski banki, næststærsti banki Íslands, með því virðulega nafni Landsbankinn væri Nígeríusvikamylla? Varst þú búinn að sjá það fyrir hrun??

Skeggi Skaftason, 10.12.2010 kl. 15:37

3 Smámynd: Gunnar Waage

Þjóðaratkvæðagreiðslu.

Gunnar Waage, 10.12.2010 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband