29.1.2007 | 21:14
Þöggun MATÍS?
Í nýjasta tölublaði BHM tíðinda skrifar Stefán Aðalsteinsson um aðfarirnar við sameiningu Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, rannsóknarstofnun Umhverfisstofnunar og Matvælarannsóknir Keldnaholti í fyrirtækið Matís ohf.
Þar bendir hann á að lítil umræða hefur verið um þá staðreynd að um 20% starfsmanna þessara stofnana hafa ákveðið að þiggja ekki nýráðningu hjá Matís. Þetta sé alveg einstakt við hlutafélagavæðingu opinberra stofnana, og meira segja virðist hafa gengið betur hjá Flugstoðum en hjá Matís.
Hverju er um að kenna? Skv. Stefáni má rekja þetta til óbilgirni stjórnar og stjórnenda Matís en í nýjum ráðningarsamningi sem starfsmönnum var boðinn voru ákvæði um að starfsmenn fái ekki greitt fyrir yfirvinnu sína og sinni öllum störfum sem þeim eru falin.
Engar takmarkanir eru þannig á hversu mikla vinnu yfirmenn félagsins geta krafist að starfsmenn inni af hendi.
Eru þetta mun verri kjör en starfsmennirnir höfðu áður, en þá takmarkaðist vinnan við 20% af dagvinnu og fengu starfsmenn greitt sérstaklega fyrir hana.
Í lokaorðum sínum segir Stefán: "Eftir stendur því að starfsmönnum Matís ohf. eru boðin verri ráðningarkjör en áður. Ekki verður séð að slíkt hafi verið vilji Alþingis ... og ekki ætla ég sjávarútvegsráðherra, sem fer með eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu, það heldur enda er það brot á aðilaskiptalögunum sem gilda um þetta fyrirtæki."
Það skyldi nú aldrei vera að sjávarútvegsráðherra vilji þagga niður þetta mál?
![]() |
Einar K. farinn að blogga á mbl.is |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.