2100 - 59

Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi samþykkti framboðslistann sinn í gær.  Kosið var um tvær tillögur, annars vegar tillögu kjörstjórnar um að utanaðkomandi tæki 3. sætið á listanum og hins vegar tillögu um að færa listann upp og láta niðurstöðu prófkjörsins gilda.

Fyrst var kosið um tillöguna um að færa listann upp og var hún felld með naumum meirihluta, 59 atkvæðum gegn 49.

Síðan var tillaga kjörstjórnar samþykkt.

Hmmm.  Rúmlega 2.100 atkvæði sem ég hlaut í prófkjörinu eða 59 atkvæði á kjördæmisþinginu? 

Ég hef talað mikið í þessari viku um mikilvægi þess að virða leikreglur lýðræðisins, hvort sem um er að ræða kosningar til Alþingis, sveitarstjórnar eða prófkjörs.  Því skal það aldrei sagt að ég virði ekki leikreglur lýðræðisins.  Ég tel mikilvægt að ofarlega á listanum sé manneskja sem líti á sig sem fulltrúa alls kjördæmisins og er ekki rígbundin á klafa þúfupólítíkur. 

Ég mun því hlusta á raddir þeirra sem kusu mig og vildu sjá mig á lista Framsóknarmanna fyrir kosningar í vor. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Svan Halldórsson

Þau eru algjörlega óþolandi þessi klíku og subbuvinnubrögð. Það verður að halda vinnubrögðum sem þekkt eru sem Binga-brögð (klíku, svindl og svínarí) frá flokknum.

Sigurður Svan Halldórsson, 28.1.2007 kl. 12:48

2 identicon

Æ, æ, æ.  Þetta eru furðulegustu vinnubrögð sem ég hef séð lengi.  Af hverju var verið að eyða tíma og peningum í prófkjör ef kjörstjórnin vildi stilla upp listanum sjálf????  Og væri þá ekki eðlilegra að skipta Guðna út, ég meina var ekki Hjálmar að sækjast eftir 1. sæti fyrir Suðurnesjamenn!!?  Ég vil helst ekki tala um að traðkað sé á "lýðræðinu" þar sem lýðræði er orð sem þýðir allt en enginn skilur og tel ég að betra sé að kalla þetta að traðkað hafi verið á "almennri skynsemi"!

Hilmar Vilberg Gylfason (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 16:59

3 identicon

Þessi harða barátta um sæti á listum finnst mér sem áhofanda alltaf frekar ógeðfelld og sýnir að mínu mati eftir hve miklu er að slægjast. Mér er það samt til efs að þetta sæti þ.e. 3. verði þingsæti og hugsanlega bara það fyrsta.

Ég get samt skilið ergelsi þeirra sem lögðu það á sig að bjóða fram og sjá svo einhverjar skrautdúfur vera handvaldar á lista, þó má ekki gleyma því að kjósendur völdu þig í það fjórða og það er óbreytt. 

Þóra (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 17:54

4 identicon

Mér skilst að Helga Sigrún hafi verið valin vegna þess að hún sé Suðurnesjamaður, síðast þegar ég vissi þá átti hún lögheimili í Reykjavík og er búin að búa þar í 4 - 5 ár.  Ég er Suðurnesjamaður og Framsóknarflokkurinn fær ekki mitt atkvæði í vor, og allra síst með Helgu Sigrúni Harðardóttur innanborðs.

óskráður (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 18:02

5 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Eygló, mér fannst þú tækla þessa stöðu vel og vaxa af viðbrögðum þínum við niðurstöðunni. Kv,P

Pétur Gunnarsson, 29.1.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband