21.9.2010 | 07:16
Mannréttindi tryggđ
Fyrrverandi forsćtisráđherra, Ţorsteinn Pálsson fullyrđir ađ ţeir fyrrverandi ráđherrar sem Alţingi íhugar nú ađ stefna fyrir Landsdóm sćti málsmeđferđ sem stríđi gegn mannréttindum. Einu rök hans virđast vera ađ Landsdómur byggi á stjórnskipun nítjándu aldar. Ţví sé réttlćtanlegt ađ víkja til hliđar stjórnarskrá og lögum landsins. Mannréttindi sem hluta af nútíma stjórnskipun má rekja til nokkurra sögulegra skjala; hins breska Magna Carta (1215), frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar (1789), mannréttindaviđauka bandarísku stjórnarskrárinnar (1789) og mannréttindayfirlýsingar Sameinuđu ţjóđanna (1948). Ţađ eitt ađ lögin um Landsdóm eigi sér gamlar rćtur ţýđir ţví ekki sjálfkrafa ađ ţau stríđi gegn nútíma mannréttindum.
Ég tel ţvert á móti ađ vel hafi veriđ gćtt ađ mannréttindum í međferđ málsins og treysti ađ svo mun verđa áfram ákveđi Alţingi ađ stefna umrćddum fyrrum ráđherrum fyrir Landsdóm.
Ţá afstöđu mína byggi ég m.a. á niđurstöđu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli danska ráđherrans Erik Ninn-Hansen. Danska ţingiđ skipađi rannsóknarrétt, sambćrilegan viđ rannsóknarnefnd Alţingis, til ađ rannsaka hvort einstaklingar innan stjórnkerfisins hefđu brotiđ lög um pólitíska flóttamenn og fjölskyldur ţeirra. Ráđherra fékk afrit af yfirheyrslum en ţćr voru annars ađ mestu leyti opinberar. Ráđherra fékk einnig ađ hafa međ sér lögfrćđing og gat neitađ ađ tjá sig til ađ bera ekki á sig sök. Sama gilti hér, en til viđbótar samţykkti Alţingi ađ ekki mćtti byggja á yfirheyrslunum fyrir dómstólum.
Skýrsla rannsóknaréttarins danska var tekin fyrir í ţingskapanefnd danska ţingsins og meirihluti nefndarinnar samţykkti ađ stefna ráđherranum fyrir ríkisrétt. Ţar komu ráđherrar ekki fyrir nefndina. Hér fengu ráđherrar tćkifćri til ađ koma sjónarmiđum sínum skriflega á framfćri viđ ţingmannanefndina.
Í kćrunni til Mannréttindadómstóls Evrópu var m.a. kvartađ undan óréttlátri málsmeđferđ fyrir rannsóknarréttinum, ađ ríkisrétturinn hafi ekki veriđ óháđur og óvilhallur dómstóll, ađ sakborningur hefđi ekki fengiđ ađ leiđa vitni fyrir dóminn, ađ heimilađ hefđi veriđ ađ leggja afrit yfirheyrsla fyrir rannsóknarréttinum fyrir ríkisréttinn, ađ međferđ málsins hefđi haldiđ áfram ţrátt fyrir slćmt heilsufar sakbornings og málinu ekki lokiđ innan hćfilegs tíma.
Öllum kćruatriđum var vísađ frá. Ţar sem réttindi íslensku ráđherranna fyrrverandi eru jafnvel betur tryggđ en ţess danska tel ég ađ hin íslenska málsmeđferđ standist kröfur Mannréttindadómstóls Evrópu.
Ákvörđun Alţingis verđur ţví ađ byggjast á efnisatriđum málsins.
(Birtist fyrst í Fréttablađinu 20. september 2010)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.