20.7.2010 | 09:14
Klappað fyrir Björk
Björk Guðmundsdóttir hélt blaðamannafund í gær til að kynna undirskriftasöfnun sem hún hefur hafið gegn kaupum Magma á HS orku. Blaðamannafundurinn var blanda af tónleikum og ræðuhaldi, og var almenningi ekki hleypt inn, bara blaðamönnum. Þrátt fyrir það var sérstaklega tekið fram af söngvaranum að hún vildi sá fræjum til að örva rannsóknarblaðamennsku, þar sem hún hefði áhyggjur af mati fjölmiðla á að Magma-málið væri ekki nógu sexy.
Svo skilst mér að spurningar hafi ekki verið leyfðar... enda verið að sá fræjum rannsóknarblaðamennsku á Íslandi.
Björk hefur ítrekað lýst skoðunum sínum á nýtingu orkuauðlinda á Íslandi, - og beitt bæði sínum áhrifum og fjármunum til að hafa áhrif á umræðuna á Íslandi. Er það alveg sjálfsagt og eðlilegt, enda eru þetta hennar skoðanir, hennar tími og hennar peningar.
Það sem mér fannst hins vegar hvorki eðlilegt né sjálfsagt var klappið. Þarna voru aðeins blaðamenn og eftir hún hélt sína framsögu, var klappað.
Fulltrúar fjölmiðla landsins klöppuðu...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
Sæl Eygló. Björk á allt gott skilið og óþarfi að hnýta í hana. Hún er að gera það sem alþingismenn svikust um að gera en það er að standa vörð um orkuvinnslu í almannaþágu. Ætla alþingismenn að standa aðgerðarlausir hjá þega Orkuveitan fer sömu leið og HS? Hvernig væri að tryggja að orkuvinnslu á vegum sveitarfélaga megi aldrei framselja til einkaaðila?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.7.2010 kl. 10:20
Ekki verður sagt með sanngirni að Björk Guðmundsdóttir hafi mikið til stjórnmálanna að leggja hér á landi, á þeim vettvangi finnst mér hún vera hálfgerður "Garðar Hólm" og aldrei hefur mér fundist hún kunna að syngja, hljómar einhvern veginn eins og hvalur á þurru landi, en smekkur fólks er ólíkur eins og gengur. En ræða hennar yfir gagnrýnislausum blaðamönnum var hreint kostuleg, eða það sem við fengum að sjá og heyra í sjónvarpi af henni. Hefði ég ekki talið mig vita betur héldi ég hana hreinlega þroskahefta.
Gústaf Níelsson, 20.7.2010 kl. 18:33
Vissulega er þörf á að gagnrýna björk guðmundsdóttur - þótt hún kunni að geta sungið samkvæmt smekk sumra ber það ekki vott um einhverja yfirsýn eða skynsemi á öðrum sviðum og tek ég undir lokaorð Gústafs.
Þessi fundur ber vott um þann hroka sem einkennir þennan kvenmann sem birtist hér annað slagið og kveður upp dóma..
Ég veit ekki til þess að blaðamenn hafi í annan tíma lagst jafn lágt en tilefnið er jú verkefni sem fjölmiðlar hafa keppst við að rakka niður.
Það er kanski ástæðan fyrir klappinu - eða á það að verða aðferðin í framtíðinni að blaðamenn verði boðaðir á fund til þess að klappa fyrir "stjörnunum " þegar þær hafa lagt fram sína spurningar?
Ég veit ekki til þess að "ríkisstjórnin" hafi heimild til þess að rifta þessum samningi.
Auglýsingaskrum þessa kvenmanns er gengið út í öfgar og einhverjir hlaupa með.
gnarr slapp í gegnum kosningabaráttu án þess að svara einni einustu spurningu af fullu viti - fjölmiðlafólki virtist það í góðu lagi og spilaði með -(eða talið að slíkt væri ekki til staðar) kanski ætla þessi sömu fjölmiðlungar að hafa sama háttinn á við þennan trúð.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.7.2010 kl. 04:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.