Frúin í Washington

Breyting hefur orðið á valdahlutföllunum í Washingtonborg.  Það mátti sjá mjög skýrt þegar George Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt  stefnuræðu sína á bandaríska þinginu í nótt.  Þar stóð nýskipaður forseti fulltrúadeildarinnar, demókratinn Nancy Pelosi, við hlið repúblikans Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna eins og fjallað er um í grein á New York Times. 

Frú Nancy bauð forsetann velkominn með eftirfarandi orðum:

“We always give the president a warm welcome as our guest in the chamber,” she said, with the operative word, “guest.”

Áherslan var á orðinu gestur.  Í bandaríska þinginu er forsetinn gestur, líkt og aðrir fulltrúar framkvæmdavaldsins.  

Ólíkt því sem gildir um íslenska ráðherra.

Breytingin á valdahlutföllunum kemur einnig fram í áherslumálum forsetans.  Hann sér fram á að þurfa komast að samkomulagi um mun fleiri máli, ekki bara við demókrata heldur einnig þingmenn síns eigins flokks.  Allt í einu eru orð eins og heilbrigðis- og félagsþjónusta orðin vinsæl, á meðan minna er rætt um efnahaginn og skattalækkanir.

Svo er stóra spurningin hvort frúrnar verða orðnar tvær sem munu stjórna Bandaríkjunum eftir tvö ár? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já getur vel verið að Rice fari í forsetaframboð.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 10:23

2 identicon

Það yrði þá til að slá tvær flugur í einu ef Rice yrði forseti , því að þá væri ekki bara "fyrsta konan " heldur líka " fyrsti blökkumaðurinn ".

Ég hugsa að það væri gaman að sjá tvær konur við stjórnvöl Bandaríkjanna, en ég er ekki hrifinn af Þessu Ræs kvendi.

kveðja Kaldi    http://www.kaldi.is

Kaldi Stormsson (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband