Frekar um dóma Hæstaréttar.

Ég held að ansi margir séu núna á fullu að reyna að átta sig á því hvað dómar Hæstaréttar frá því í gær þýða í raun. Ég vil benda á tvær bloggsíður með mjög áhugaverðum pælingum, annars vegar Gísli Tryggvason og hins vegar Marinó Njálsson.

Alltaf jafn skarpir og flottir!

Fyrst eftir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur lág fyrir taldi ég mögulegt að Hæstiréttur myndi á einhvern máta taka á því hvort eitthvað ætti að koma í staðinn fyrir gengistrygginguna. 

Dómar Hæstaréttar taka ekki á því.

Í gær samþykkti Alþingi þingsályktun um stofnun nefndar um verðtrygginguna, sem á að leggja fram tillögur um hvernig megi draga úr vægi verðtryggingar á Íslandi.  Þetta hefur verið mikið baráttumál okkar Framsóknarmanna og ég mun taka sæti í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokksins. Við það tilefni nefndi ég að það gæti ekki verið í anda þingsályktunarinnar eða stjórnaryfirlýsingarinnar um verðtrygginguna að fjölga verðtryggðum lánum, heldur að fækka þeim. 

Ríkisstjórnin á því EKKI að láta sér detta í hug að setja lög um að verðtryggja þessi lán.

Á morgun verður haldinn sameiginlegur fundur efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar um málið.  Þar mun vonandi skýrast hversu víðtækt  fordæmisgildi þessara dóma er, áhrifin og hvaða hugmyndir eru upp á borðinu um viðbrögð stjórnvalda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Þið verðið að standa ykkur vel í þessu máli þið Framsóknarmenn og standa vörð um hagsmuni almennings.  Þið skuldið okkur það eftir þær hörmungar sem flokkurinn á stóran þátt í að kalla yfir land og þjóð.

Vissulega eru verstu mennirnir, svo sem Halldór og Finnur, farnir en þið eigið mikið verk að vinna til að bæta fyrir glæpi og spillingu þessara skúrka sem stjórnuðu flokknum.

Jón Kristófer Arnarson, 17.6.2010 kl. 10:25

2 identicon

Já einmitt. Fyndið að það sé barrátu mál ykkar Framsóknarmanna að draga úr gildi verðtryggingarinar þegar einmitt ákvarðanir og gjörðir Framsóknarmanna annað hvort í Þingheimum eða atvinnulífinu hafa valdið þessari þvílíku verðbólgu sem svo hækkar verðtrygginguna. Hættu svo ódýrum hræðslu áróðri með að gefa þér það að Ríkisstjórnin sem er að hreinsa til eftir þína menn ætli sér að setja lög um þetta.

Vonandi verður Framsókn Gnörruð í næstu Þingkosningum.

Gunnar Ólafsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 11:49

3 identicon

Málið er að þetta eru einkafyrirtæki sem hafa verið uppvís af því að brjóta lög jafnvel af ásetningi. Þetta á að vera mál fyrir ríkissaksóknara og það strax í dag!

Ríkið varðar ekkert um rekstur þessara einkafyrirtækja nema að tryggja að þau fari eftir lögum. Dómur hæstaréttar er skýr. Þar er enga vorkun að finna og engin fyrirmæli um að fyrirtækin megi velja ný lánkjör að eigin vali. Þau gerðu mistök af ásetningi og verða súpa seyðið af því.

MRR (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 17:08

4 identicon

Nú eiga þingmenn að nota tækifærið og afnema verðtrygginguna jafn langt aftur í tíman og dómur hæstaréttar tala um í gengislánunum eða þegar vísitalan fór að snúast lántakendum verulega í óhag ( árið 2003) og fjármangseigendum í verulega í hag, til að gæta jafnræðis á milli skuldara.

Með því fer efnahagskerfið að snúast aftur á stað. Einstaklingar geta farið að eiga von um líf á þessu landi, fyrirtæki geta tekið ákvarðanir, atnunnuleysi ætti að minnka og gjaldeyri koma inní landið.

Þetta er ein stærsta leiðrétting sem Íslendingar eiga rétt á!

 

 

Finnbogi Kr. (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 19:58

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú átt örugglega eftir að standa þig vel í þessari nefnd Eygló, vonandi verður niðstaðan afnám verðtryggingar á lánum.

Athugasemd Gunnars Ólafssonar er undarleg og sýnir vanþroska. Vissulega er hægt að setja út á störf Framsóknar á fyrri tíð. Einnig er hægt að segja margt misjafnt um áhrifamenn flokksins á ákveðnu tímabili. Samskonar gagnrýni er hægt að setja á alla gömlu flokkanna og forsvarsmenn þeirra.

Þeir sem horfa bara aftur fyrir sig eiga einga framtíð. Þó nauðsynlegt sé að skoða og gera upp söguna, má það samt ekki bitna á framtíðinni!

Athugasemd MMR er nokkuð góð!

Gunnar Heiðarsson, 17.6.2010 kl. 20:12

6 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Gangi þér vel Eygló!

Eyþór Laxdal Arnalds, 17.6.2010 kl. 20:21

7 identicon

Hef fulla trú á þér Eygló, þú setur hnefann í púltið ef vinstra dótið ætlar að vera með einhverjar hundakúnstir

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 22:23

8 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég skil það svo að hæstiréttur seigi það gilda vextirnir sem eru í lánasamningunum.

Hvers vegna segi ég það? Því stefndi það er fjármálafyrirtækin höfðu ekki uppi varakröfur og eða þrautarvara kröfur þannig lít ég á að þeir sætti sig við dóminn að krafa þeirra sé dæmd ólögmæt.

Þeir hafa sennilega ekki trúað að svona færi, en þá taka þeir afleiðingunum af því.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 19.6.2010 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband