12.6.2010 | 09:20
Prófkjör 2009 og 2007
Fréttablaðið fjallar um að nokkrir þingmenn hafi ekki skilað inn yfirlýsingu til Ríkisendurskoðunar vegna prófkjara fyrir Alþingiskosningarnar 2007, og þar á meðal hafi verið ég.
Ríkisendurskoðun óskaði eftir þessum upplýsingum við alla þátttakendur, og ég skilaði þeim ekki inn fyrir 2007. Ég hef skilað inn lögbundinni yfirlýsingu um kostnað vegna prófkjörs 2009.
Áður hafði ég svarað Stöð 2, Fréttablaðinu og að mig minnir Ríkisútvarpinu um kostnað og styrki vegna prófkjara 2007.
Prófkjörsbarátta mín kostaði á milli 700-800 þús. kr. Ég greiddi sjálf stærstan hluta kostnaðarins, og innan við 100 þús. komu frá einstaklingum og fyrirtækjum mér ótengdum.
Ég lenti í 4. sæti í prófkjörinu og við fengum tvo þingmenn kjörna. Ég tók svo sæti á Alþingi í nóvember 2008, eftir að Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson hættu þingmennsku.
Fyrir kosningarnar 2009 þá tók ég þátt í prófkjöri í Suðurkjördæmi og lenti í 2. sæti. Við fengum tvo þingmenn kjörna og ég tók sæti aftur á Alþingi.
Kostnaður við prófkjörið var:
Burðargjöld 203.300 kr.
Umslög, pappír o.fl. 59.650 kr.
Prentun 35.980 kr.
Samtals 297.930 kr.
Við hjónin greiddum sjálf þennan kostnað, auk þess sem ég fékk að nýta prentarann hjá bróður mínum. Vinir og ættingjar lögðu einnig á sig mikið óeigingjarnt starf við að setja í umslög og frímerkja.
Ég birti upplýsingar um þetta á vefnum hjá mér 19.3.2009 og sendi inn lögbundna yfirlýsingu til Ríkisendurskoðunar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.