31.5.2010 | 08:15
Kjördæmi og á landsvísu
Marinó Njálsson heldur áfram að rýna í niðurstöður kosninganna, og nú með því að taka atkvæðamagn greitt flokkum í kjördæmum og á landsvísu.
Ég tek heilshugar undir lokaorðin hans, - við verðum að koma okkur að verki til að tryggja velferð Íslendinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Eygló Þóra Harðardóttir
er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Sendu henni póst á eyglohardar@althingi.is
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
Ég er sammála þér Eygló að sjálfsögðu þurfum við að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í stjórnmálunum. Þjóðin kallar eftir samvinnu, opinni umræðu og ekki síst lausnum.
Við samvinnumenn eigum að setjast saman niður og ræða niðurstöðu kosninganna og þá sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu og draga af þeim lærdóm. Við getum ekki beðið þar til korter í næstu kosningar. Tíminn er núna.
Við verðum að skoða flokkinn okkar og hvað er að í flokksstarfinu. Og þar verðum við að vera tilbúin til að ræða alla þætti máls opinskátt og heiðarlega.
G. Valdimar Valdemarsson, 31.5.2010 kl. 12:02
Tek undir ummæli þín gvald og er einnig sammála guðmundi steingrímssyni. kv. þþ
þþ (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 13:28
Vissulega þarf að fara að skoða flokkinn, en ekki endilega vegna nýyfirstaðinna kosninga. Vandi Framsóknar er meiri og dýpri en svo að hægt sé að læra að þessum kosningum. Þær vekja hinsvegar menn kannski upp að þyrnirósarsvefninum.
Það er hinsvegar sorglegt þegar þingmenn flokksins deila hart á formann sinn í fjölmiðlum, sorglegra er þó þegar þeir niðurlægja og jafnvel gera grín að grasrótinni. Það er virkilega umhugsunarvert þegar þingmenn haga sér þannig.
Gunnar Heiðarsson, 31.5.2010 kl. 13:55
Það er þetta viðhorf Gunnars sem ég tel m.a vera rót vandans. Uppstilling á lista fer oftar en ekki fram fyrir opnum tjöldum í prófkjörum, en svo má hellst ekki ræða áherslur og málefni opinberlega. Þetta gefur almenningi kolranga mynd af stjórnmálunum. Fólk situr eftir með þá tilfinningu að stjórnmál snúist bara um menn og valdabaráttu en ekki um hugsjónir og framtíðarsýn.
Ef svarið við gagnrýni er krafa um afsögn enda menn bara uppi með eintóma jábræður sem ekki þora að gagnrýna flokksforystuna.
Ég tel að eitt af vandamálum okkar Framsóknarmanna sé einmitt að við bregðumst ekki rétt við gagnrýni. Við förum alltaf í vörn, ráðumst jafnvel á sendiboðann, saman ber Kristinn H Gunnarsson og nú Guðmund Steingrímsson, í stað þess að ræða gagnrýnina málefnalega.
G. Valdimar Valdemarsson, 31.5.2010 kl. 14:08
Ég er ekki að gagnrýna Guðmund fyrir að gagnrýna, ég er að gagnrýna hann fyrir að draga of sterka ályktun af ný afstöðnum kosningum. Vandi Framsóknar er mun dýpri en það.
Ég gagnrýni einnig viðbrögð Guðmundar við ályktun ungra Framsóknarmanna á norðurlandi. Það hefur ENGINN þingmaður leyfi til að niðurlægja og jafnvel gera grín af kjósendum sínum. Það er hætt við að ungt fólk sem er tilbúið til að vinna fyrir flokkinn snúi sér einfaldlega annað þegar það fær slík viðbrögð frá þingmönnum flokksins.
Það er ekki til að styrkja flokkinn að fæla unga fólkið frá honum!!
Gunnar Heiðarsson, 31.5.2010 kl. 15:12
Þegar menn setja fram kröfu um að einhver yfirgefi Framsóknarflokkinn fyrir það eitt að voga sér að setja fram skoðanir sínar þá hljómar það eins og rifrildin á róluvellinum. Þess vegna finnst mér ályktanagleði ungliða á mínu svæði afar hryggilegar. Þessi flokksfélög skutu langt yfir markið.
Eflaust er hægt að leiðrétta þessa krakka og rétt er það að við eigum ekki að gera lítið úr þeim. En Guðmundur á hins vegar rétt á því að verja sig og það er það sem hann er að gera þegar hann brosir að þeim. Jafnframt er hann að sýna að hann er rólegur yfir þessum ályktunum einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt að taka þær alvarlega.
Ungt fólk er flest ekki eins hörundssárt og við sem eldri erum. Ég starfaði um árabil í grunnskólum og mín reynsla er að unglingar eru vanir svona skotum sín í milli og vonandi taka þessir ungliðar brosi Guðmundar ekki eins dramatískt og þú gerir Gunnar. En auðvitað veit ég það ekki.
Það fyrsta sem Guðmundur sagði í sinni gagnrýni á kosninganóttinni var eitthvað á þá leið að það væri ekki nóg að endurnýja í brúnni eins og við gerðum, við þurftum að skipta um pólitík. Hann hitti nú bara naglann á höfuðið.
Sú pólitík sem ég heyrði hann tala um var að fólk er hundleitt á ádeilu- og málþófspólitík gamla tímans þar sem menn sitja í skotgröfunum og skjóta hver annan í kaf meðan enginn er að leysa vandamálin. Sú leið sem samtíminn kallar á er að stjórnmálamenn láti málefnin tala, leitist við að vinna saman og ræða á málefnalegum grunni en ekki þessi harða ádeilupólitík. Ekki svo að skilja að við megum ekki gagnrýna og benda á það sem mætti betur fara, við erum bara of föst í því og endum í að blaðra án þess að gera svo nokkuð af viti.
Einar Sigurbergur Arason, 2.6.2010 kl. 04:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.