Hera áfram

Renndi yfir norrænu síðurnar í morgun.  SvD minnist ekki einu orði á okkur, fagnar bara að Portúgal skuli hafa komist áfram, - sem ég skil að vísu ekki alveg.  DN er með mynd af Heru á forsíðunni og tekur sérstaklega framm að Hvítarússland og við komust áfram.  Aftenposten nefnir að aðeins eitt Norðurland fór áfram, en það eru að vísu 50% heimtur þar sem þau voru bara tvö í gærkvöldi. Fann ekkert inn á Jyllandsposten og Berlingske (nema frétt um að ekki þyrfti að óttast Kötlu).

Ég var mjög sátt, - þar sem Grikkland, Serbía, Ísland og Belgía komust áfram.

En hvað er þetta með að halda okkur á nálum fram að síðasta umslagi??

Svo er bara að taka 2. sætið á laugardaginn :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband