Siðbót eða störf?

Það er auðvelt að tala um siðbót í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi.  Það er auðvelt að segjast styðja breytt vinnubrögð og enga spillingu í stjórnmálum. 

Raunveruleikinn vill vera flóknari, ákvarðanirnar erfiðari og svörin hvorki rétt né röng.

Í gær stóð ég frammi fyrir ákvörðun um hvort ég ætti að styðja fjárfestingarsamning við Vern Holding.  Í greinargerð með frumvarpinu stóð að gagnaverið gæti tryggt allt að 100 manns vinnu til framtíðar á Suðurnesjum, störfin væru svokölluð græn störf og í mínu kjördæmi.

Verkefnið væri tryggt ef aðeins við samþykktum $5 milljón dollara skattaívilnun til fyrirtækisins.

Ég vil gagnaver, ég styð álversuppbygginguna, ég styð Keili/Ásbrú, ég vil sjá ECA koma til landsins, ég vil sjá Varnarmálastofnun sameinast Landhelgisgæslunni og vera áfram á svæðinu, ég vona að hægt verði að halda áfram virkjanaframkvæmdum á Suðurnesjum og ég vona svo sannarlega að ferðaþjónustan haldi áfram á blómstra.

Græni takkinn? 

Nei, - því aðalfjárfestirinn á bakvið Vern Holding er einstaklingur sem var einn aðaleigandi Landsbankans.  Ákvarðanir og aðgerðir stjórnenda Landsbankans leiddu til þess að íslenska ríkið þarf hugsanlega að taka á sig 1000 milljarða króna ábyrgð og skuldsetja íslensku þjóðina í hæstu hæðir. Afleiðingarnar fyrir íslenskan almenning eru síversnandi lífskjör, mikið atvinnuleysi, hærri skattar og mikill niðurskurður í velferðarkerfinu.

Fyrir nokkrum árum síðan stóðu forverar mínir í starfi frammi fyrir sambærilegu siðferðilegu mati við sölu á ríkisbönkunum.  Efasemdir voru uppi um hæfni, mannorð og getu viðkomandi fjárfesta.  Ekki var hlustað á þær efasemdir og því fór sem fór. 

Það hlýtur að vera forsenda fyrir öllum þeim verkefnum sem ég nefndi að ofan að þeim komi einstaklingar með hreint mannorð. 

Rauði takkinn?

Á Suðurnesjum er hæsta atvinnuleysið á Íslandi, og er atvinnuástandið sérstaklega slæmt hjá iðnaðarmönnum.  Ég veit hvað það er að vera atvinnulaus, sækja stöðugt um vinnu og vera hafnað, horfa upp á reikningana hrúgast upp og enda svo með því að þurfa að flytja frá fjölskyldu minni og sveitarfélagi til að geta sótt vinnu.

Því ákvað ég að styðja tillögu Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, um að vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar til að leita eftir nýjum fjárfestum að verkefninu, og sitja að öðru kosti hjá þar sem ég hefði viljað vinna þetta öðruvísi. 

Rétt eða röng, - þá var þetta allavega niðurstaðan sem samviskan mín leyfði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er rétt ákvörðun hjá þér Eygló.

Það er orðið mikilvægt að stoppa græðgina. Aðkoma Björgólfs er alveg næg ein og sér í þessu dæmi.

Einnig er 650 milljóna króna skattaívilnun vegna 100 starfa alltof hátt gjald.

Heldur einhver að Björgólfur sé í þessu vegna annarra en sjálfs sín og sinna hagsmuna?

Ef Björgólfur er frátalinn, er hægt að koma þessu samt á koppinn?

Haukur Nikulásson, 8.5.2010 kl. 11:16

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Til hamingju Ísland! Hér finnst 1 réttlátur og heiðarlegur framsóknarmaður   en í fullri alvöru, þá finnst mér þú ein af fáum þingmönnum sem hefur dregið lærdóm af hruninu og skilur hvað er í húfi fyrir samfélagið. Takk fyrir Eygló

Björgólfur ætti með réttu að vera á Hrauninu með öllum hinum. Við þurfum ekki hans mafíupeninga eða skítugu viðskiptasambönd,  aukum kvótann í staðinn til að mæta þessum vanda sem við stöndum frammi fyrir.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.5.2010 kl. 11:58

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Alþjóðlega líflátsstöð á Keflavíkurfkugvöll.

Til að auka tekjur ríkissjóðs og fá fjármagn inn í landið legg ég til að stofnað verði félag um líflát á Keflavíkurflugvelli. Félagið yrði í eigu fjárfesta.

Allt er til staðar, sjúkrahús sorpbrennsla og afgyrt svæði. Til að komast hjá lagatæknilegum annmörkum stjórnarskrár yrðu sjúkrahúsið og sorpbrennsla skilgreind sem alþjóðlegt svæði frá kl 24:00 til 08:00.

Allt yrði gert til að líflátsþegi haldi reisn og virðingu og yrði líflátsþegi undir ummönnum lækna til hinstu stundar.

Ríkissjóður leggi sérstakt gjald 25.000.000.- á hvern líflátsþega sem greitt yrði af viðkomandi ríkisstjórn. Ekki þarf nema samninga við Kína og BNA til að ná 1000 til 1500 aðgerðum sem gæfi hreinar tekjur í ríkissjóð uppá 25 til 40 miljarða. Þessi greiðsla er alveg fyrir utan aðrar tekjur og margfeldisáhrif svo ekki sé minnst á afleit störf. 

Stofnkostnaður greiðist af fyrsta einstaklingi.

Er ekki sama hvaðan gott kemur.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 8.5.2010 kl. 13:46

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Til hamingju Eygló, það er gott að vita að á þingi sé einhver sem þorir að vinna eftir sinni sannfæringu.

Vissulega er full þörf á að koma þessu gagnaveri í gang og það fer í gang. Það er ekki eins og Björgúlfur sé eini fjárfestirinn í heiminum. Ef aðrir hluthafar í þessu fyrirtæki sem vill koma þessu í gang eru þeirrar skoðunar að hagkvæmt sé að hafa gagnaver á Íslandi, sem ég efast ekki um, þá sjá þeir til þess að Björgúlfi og hans fyrirtæki verði skipt út og annar fjárfestir fenginn.

Gunnar Heiðarsson, 8.5.2010 kl. 14:26

5 identicon

Hárrétt ákvörðun og vel ígrunduð - stattu þig áfram vel.

Þorsteinn Veturliðason (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 23:59

6 identicon

Við sáum um daginn "Gullinlokka Grenivíkur Skottu" við að móta nýjar siðarreglur fyrir "nýjann framsóknarflokk" á miðstjórnarfundi flokksins. Það er ekki hægt að taka þetta alvarlega. þþ

þþ (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband